„Þetta var bara byrjunin“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júlí 2025 15:45 Fjölmenn mótmæli voru haldin vegna ákvörðunar UEFA um að banna Crystal Palace að taka þátt í Evrópudeildinni. Sebastian Frej/Getty Images Mörg hundruð Crystal Palace stuðningsmenn efndu til kröfugöngu og mótmæltu ákvörðun UEFA um að banna félaginu að taka þátt í Evrópudeildinni í vetur. Forsvarsmaður mótmælanna segir þau bara rétt að byrja. UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, ákvað síðasta föstudag að færa Crystal Palace niður úr Evrópudeildinni í Sambandsdeildina. Vegna þess að félagið er undir sama eignarhaldi og franska félagið Lyon, sem endurheimti sitt sæti í Evrópudeildinni. Stuðningsmenn Crystal Palace efndu til mótmæla í gær og kröfðust þess að UEFA endurskoðaði ákvörðunina. Mótmælin voru skipulögð af Holmesdale Fanatics stuðningsmannahópnum og nokkur hundruð manna mættu. „Ég held að við getum snúið ákvörðuninni. Jafnvel þó við getum það ekki verðum við að koma skilaboðunum á framfæri því í þessum heimi eru sumir hlutir réttir og sumir rangir. Þetta er rangt“ sagði Micky Grafton, talsmaður stuðningsmannahópsins, við The Athletic sem fjallaði um mótmælin. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace. Yui Mok/PA Images via Getty Images „Kvöldið í kvöld er enginn endastöð, þetta var bara byrjunin. Við munum halda mótmælum áfram og stefnum á að senda strákana til Nyon [í Sviss, þar sem höfuðstöðvar UEFA eru]“ sagði hann einnig. Framkvæmdastjórinn hvatti til mótmæla Steve Parish, framkvæmdastjóri Crystal Palace, fannst ákvörðun UEFA fáránlega og hvatti stuðningsmenn félagsins til friðsamlegra mótmæla síðasta föstudag, í viðtali við Sky Sports. „UEFA: Siðferðislega gjaldþrota. Afturkallið ákvörðunina núna“Sebastian Frej/Getty Images Framkvæmdastjórinn skildi hreinlega ekkert í þessu og sagði UEFA vera að dæma Crystal Palace niður um deild út af smáatriðum sem skipta engu máli. Forsendurnar fyrir ákvörðuninni væru brostnar, vegna þess að John Textor væri búinn að selja hlut sinn í félaginu og hefði því ekkert með Crystal Palace að gera þegar Evrópudeildin hefst í haust. Sem er sannarlega rétt, Woody Johnson hefur keypt hlut John Textor og samþykki fékkst nýlega fyrir sölunni, hún verður frágengin á næstu dögum. UEFA dæmir hins vegar út frá því að félögin tvö, Crystal Palace og Lyon, voru undir sama eignarhaldi þegar fresturinn til að skila skjölum fyrir næsta tímabil rann út, þann 1. mars. Palace reyndi á þeim tíma að sýna fram á að John Textor færi ekki með stjórnarvöld, þó hann væri eigandi, en UEFA sannfærðist ekki. Crystal Palace mun áfrýja ákvörðun UEFA til alþjóða íþróttadómstólsins. Evrópudeild UEFA UEFA Sambandsdeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, ákvað síðasta föstudag að færa Crystal Palace niður úr Evrópudeildinni í Sambandsdeildina. Vegna þess að félagið er undir sama eignarhaldi og franska félagið Lyon, sem endurheimti sitt sæti í Evrópudeildinni. Stuðningsmenn Crystal Palace efndu til mótmæla í gær og kröfðust þess að UEFA endurskoðaði ákvörðunina. Mótmælin voru skipulögð af Holmesdale Fanatics stuðningsmannahópnum og nokkur hundruð manna mættu. „Ég held að við getum snúið ákvörðuninni. Jafnvel þó við getum það ekki verðum við að koma skilaboðunum á framfæri því í þessum heimi eru sumir hlutir réttir og sumir rangir. Þetta er rangt“ sagði Micky Grafton, talsmaður stuðningsmannahópsins, við The Athletic sem fjallaði um mótmælin. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace. Yui Mok/PA Images via Getty Images „Kvöldið í kvöld er enginn endastöð, þetta var bara byrjunin. Við munum halda mótmælum áfram og stefnum á að senda strákana til Nyon [í Sviss, þar sem höfuðstöðvar UEFA eru]“ sagði hann einnig. Framkvæmdastjórinn hvatti til mótmæla Steve Parish, framkvæmdastjóri Crystal Palace, fannst ákvörðun UEFA fáránlega og hvatti stuðningsmenn félagsins til friðsamlegra mótmæla síðasta föstudag, í viðtali við Sky Sports. „UEFA: Siðferðislega gjaldþrota. Afturkallið ákvörðunina núna“Sebastian Frej/Getty Images Framkvæmdastjórinn skildi hreinlega ekkert í þessu og sagði UEFA vera að dæma Crystal Palace niður um deild út af smáatriðum sem skipta engu máli. Forsendurnar fyrir ákvörðuninni væru brostnar, vegna þess að John Textor væri búinn að selja hlut sinn í félaginu og hefði því ekkert með Crystal Palace að gera þegar Evrópudeildin hefst í haust. Sem er sannarlega rétt, Woody Johnson hefur keypt hlut John Textor og samþykki fékkst nýlega fyrir sölunni, hún verður frágengin á næstu dögum. UEFA dæmir hins vegar út frá því að félögin tvö, Crystal Palace og Lyon, voru undir sama eignarhaldi þegar fresturinn til að skila skjölum fyrir næsta tímabil rann út, þann 1. mars. Palace reyndi á þeim tíma að sýna fram á að John Textor færi ekki með stjórnarvöld, þó hann væri eigandi, en UEFA sannfærðist ekki. Crystal Palace mun áfrýja ákvörðun UEFA til alþjóða íþróttadómstólsins.
Evrópudeild UEFA UEFA Sambandsdeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira