Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2025 08:32 Lamine Yamal var í hvítum jakkafötum í afmælisveislunni umdeildu. @lamineyamal Barcelona ungstirnið Lamine Yamal kom sér í vandræði eftir að það fréttist hvað hafði gegnið á í átján ára afmælisveislunni hans um síðustu helgi. Málið er orðið stórmál á Spáni og samtök smávaxins fólks hefur meðal annars kallað eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum. Marca og fleiri miðlar skrifa meðal annars um mögulega ákæru og að Yamal gæti fengið sekt upp að milljón evrum eða sekt upp á 143 milljónir króna. Gagnrýnin snýst um það að Yamal fékk smávaxið fólk til að skemmta í veislunni sem þykir niðurlæging og lítillækkun fyrir viðkomandi aðila. Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal hefur nú komið stráknum til varnar. Hann skilur ekkert í fjaðrafárinu og sér þarna enga niðurlægingu fyrir sig eða samstarfsmenn sína. „Það sýndi okkur enginn vanvirðingu eða virðingaleysi. Leyfið okkur bara að vinna í friði. Það skemmtu sér allir mjög vel saman. Þetta varð bara að einhverju stórmáli af því að þetta var afmælisveislan hans Lamine Yamal,“ sagði einn af smávöxnu skemmtikröftunum í útvarpsviðtali á RAC1 en hann vildi ekki koma undir nafni. Hann segir að Yamal sjálfan hafi verið vingjarnlegur og sýnt þeim virðingu. Hann skilur heldur ekki af hverju þetta er orðið að þessu stórmáli. „Okkur líkar við þetta starf okkar. Þetta er okkar vinna og af hverju á að banna okkur það? Af því að við lítum svona út. Við þekkjum okkar takmörk og við erum ekki sirkusdýr,“ sagði hann enn fremur. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport) Spænski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira
Málið er orðið stórmál á Spáni og samtök smávaxins fólks hefur meðal annars kallað eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum. Marca og fleiri miðlar skrifa meðal annars um mögulega ákæru og að Yamal gæti fengið sekt upp að milljón evrum eða sekt upp á 143 milljónir króna. Gagnrýnin snýst um það að Yamal fékk smávaxið fólk til að skemmta í veislunni sem þykir niðurlæging og lítillækkun fyrir viðkomandi aðila. Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal hefur nú komið stráknum til varnar. Hann skilur ekkert í fjaðrafárinu og sér þarna enga niðurlægingu fyrir sig eða samstarfsmenn sína. „Það sýndi okkur enginn vanvirðingu eða virðingaleysi. Leyfið okkur bara að vinna í friði. Það skemmtu sér allir mjög vel saman. Þetta varð bara að einhverju stórmáli af því að þetta var afmælisveislan hans Lamine Yamal,“ sagði einn af smávöxnu skemmtikröftunum í útvarpsviðtali á RAC1 en hann vildi ekki koma undir nafni. Hann segir að Yamal sjálfan hafi verið vingjarnlegur og sýnt þeim virðingu. Hann skilur heldur ekki af hverju þetta er orðið að þessu stórmáli. „Okkur líkar við þetta starf okkar. Þetta er okkar vinna og af hverju á að banna okkur það? Af því að við lítum svona út. Við þekkjum okkar takmörk og við erum ekki sirkusdýr,“ sagði hann enn fremur. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport)
Spænski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira