Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 11:33 Gianni Infantino, forseti FIFA, með Donald Trump Bandarikjaforseta og konu hans Melaniu Trump á úrslitaleik HM félagsliða í gær. Getty/Chip Somodevilla Mikill hiti og hvert þrumuveðrið á fætur öðru settu mikinn svip á heimsmeistarakeppni félagsliða í fótbolta sem lauk í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Margir höfðu í framhaldinu áhyggjur af HM landsliða í Bandaríkjunum á næsta ári en FIFA hefur fundið lausnina. Gianni Infantino, forseti FIFA, ræddi áhyggjur fólks af krefjandi veðuraðstæðum í Bandaríkjunum næsta sumar. Infantino sagði að leikirnir sem fara fram í Bandaríkjunum fari að stórum hluta fram innanhúss því FIFA leggi nú kapp á að fjölga leikjum sem fara fram undir þaki. Hitinn var 28,8 gráður á selsíus þegar úrslitaleikurinn fór fram MetLife Stadium í New Jersey í gærkvöldi og hitinn var 35,5 gráður þegar annar undanúrslitaleikurinn fór fram. Alþjóða leikmannasamtökin, FIFPRO, gáfu það út að þrír leikjanna á mótinu, hefðu aldrei átt að fara af stað vegna of mikils hita. Réttast hefði verið að seinka þeim þar til að hitinn minnkaði. FIFA president Gianni Infantino said stadiums with roofs will be used to ease concerns over severe weather at the 2026 Men's World Cup after criticism over players being exposed to extreme heat during the Club World Cup in the United States. https://t.co/Q2XZG3rKJs— ESPN FC (@ESPNFC) July 12, 2025 Enzo Fernández, miðjumaður Chelsea, skoraði á FIFA að gera eitthvað í þessu því honum hefði svimað í hitanum og leikmenn væru að setja sjálfan sig í talsverða hættu í þessum aðstæðum. Hvert þrumuveðrið á fætur öðru þýddi líka að gera þurftu hlé á mörgum leikjum. Chelsea lenti meðal annars í tveggja klukkutíma hléi. Infantino segir að lausnin sé meðal annars að færa fleiri leiki á mótinu undir þak. Það þýðir að fleiri leikir munu fara fram í borgum eins og Atlanta, Dallas, Houston og Vancouver. „Við skoðum alla gagnrýni og rannsökum málið. Við erum alltaf að finna hvað við getum gert betur,“ sagði Infantino. „Auðvitað er hitinn að skapa vandamál. Á síðasta ári, á Ólympíuleikunum í París, þá þurfti líka íþróttafólk úr öllum íþróttum að keppa í miklum hita,“ sagði Infantino. „Það er mikilvægt að leikmenn fái hlé til að kæla sig niður og drekka en svo sjáum við hvað við getum gert. Við höfum leikvanga með þaki og við munum án efa nota þessa velli á næsta ári,“ sagði Infantino. Lots of talk about weather & impact on 2026 World Cup. 4 indoor venues next summer: DAL, HOU, ATL, & VAN. Last night’s broadcast in Houston, it was wild going from oppressive outdoors to idyllic climate-controlled indoors. It will be competitive advantage for teams next summer. pic.twitter.com/JEyLA81ucC— Alexi Lalas (@AlexiLalas) July 7, 2025 HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sjá meira
Gianni Infantino, forseti FIFA, ræddi áhyggjur fólks af krefjandi veðuraðstæðum í Bandaríkjunum næsta sumar. Infantino sagði að leikirnir sem fara fram í Bandaríkjunum fari að stórum hluta fram innanhúss því FIFA leggi nú kapp á að fjölga leikjum sem fara fram undir þaki. Hitinn var 28,8 gráður á selsíus þegar úrslitaleikurinn fór fram MetLife Stadium í New Jersey í gærkvöldi og hitinn var 35,5 gráður þegar annar undanúrslitaleikurinn fór fram. Alþjóða leikmannasamtökin, FIFPRO, gáfu það út að þrír leikjanna á mótinu, hefðu aldrei átt að fara af stað vegna of mikils hita. Réttast hefði verið að seinka þeim þar til að hitinn minnkaði. FIFA president Gianni Infantino said stadiums with roofs will be used to ease concerns over severe weather at the 2026 Men's World Cup after criticism over players being exposed to extreme heat during the Club World Cup in the United States. https://t.co/Q2XZG3rKJs— ESPN FC (@ESPNFC) July 12, 2025 Enzo Fernández, miðjumaður Chelsea, skoraði á FIFA að gera eitthvað í þessu því honum hefði svimað í hitanum og leikmenn væru að setja sjálfan sig í talsverða hættu í þessum aðstæðum. Hvert þrumuveðrið á fætur öðru þýddi líka að gera þurftu hlé á mörgum leikjum. Chelsea lenti meðal annars í tveggja klukkutíma hléi. Infantino segir að lausnin sé meðal annars að færa fleiri leiki á mótinu undir þak. Það þýðir að fleiri leikir munu fara fram í borgum eins og Atlanta, Dallas, Houston og Vancouver. „Við skoðum alla gagnrýni og rannsökum málið. Við erum alltaf að finna hvað við getum gert betur,“ sagði Infantino. „Auðvitað er hitinn að skapa vandamál. Á síðasta ári, á Ólympíuleikunum í París, þá þurfti líka íþróttafólk úr öllum íþróttum að keppa í miklum hita,“ sagði Infantino. „Það er mikilvægt að leikmenn fái hlé til að kæla sig niður og drekka en svo sjáum við hvað við getum gert. Við höfum leikvanga með þaki og við munum án efa nota þessa velli á næsta ári,“ sagði Infantino. Lots of talk about weather & impact on 2026 World Cup. 4 indoor venues next summer: DAL, HOU, ATL, & VAN. Last night’s broadcast in Houston, it was wild going from oppressive outdoors to idyllic climate-controlled indoors. It will be competitive advantage for teams next summer. pic.twitter.com/JEyLA81ucC— Alexi Lalas (@AlexiLalas) July 7, 2025
HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sjá meira