Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 11:33 Gianni Infantino, forseti FIFA, með Donald Trump Bandarikjaforseta og konu hans Melaniu Trump á úrslitaleik HM félagsliða í gær. Getty/Chip Somodevilla Mikill hiti og hvert þrumuveðrið á fætur öðru settu mikinn svip á heimsmeistarakeppni félagsliða í fótbolta sem lauk í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Margir höfðu í framhaldinu áhyggjur af HM landsliða í Bandaríkjunum á næsta ári en FIFA hefur fundið lausnina. Gianni Infantino, forseti FIFA, ræddi áhyggjur fólks af krefjandi veðuraðstæðum í Bandaríkjunum næsta sumar. Infantino sagði að leikirnir sem fara fram í Bandaríkjunum fari að stórum hluta fram innanhúss því FIFA leggi nú kapp á að fjölga leikjum sem fara fram undir þaki. Hitinn var 28,8 gráður á selsíus þegar úrslitaleikurinn fór fram MetLife Stadium í New Jersey í gærkvöldi og hitinn var 35,5 gráður þegar annar undanúrslitaleikurinn fór fram. Alþjóða leikmannasamtökin, FIFPRO, gáfu það út að þrír leikjanna á mótinu, hefðu aldrei átt að fara af stað vegna of mikils hita. Réttast hefði verið að seinka þeim þar til að hitinn minnkaði. FIFA president Gianni Infantino said stadiums with roofs will be used to ease concerns over severe weather at the 2026 Men's World Cup after criticism over players being exposed to extreme heat during the Club World Cup in the United States. https://t.co/Q2XZG3rKJs— ESPN FC (@ESPNFC) July 12, 2025 Enzo Fernández, miðjumaður Chelsea, skoraði á FIFA að gera eitthvað í þessu því honum hefði svimað í hitanum og leikmenn væru að setja sjálfan sig í talsverða hættu í þessum aðstæðum. Hvert þrumuveðrið á fætur öðru þýddi líka að gera þurftu hlé á mörgum leikjum. Chelsea lenti meðal annars í tveggja klukkutíma hléi. Infantino segir að lausnin sé meðal annars að færa fleiri leiki á mótinu undir þak. Það þýðir að fleiri leikir munu fara fram í borgum eins og Atlanta, Dallas, Houston og Vancouver. „Við skoðum alla gagnrýni og rannsökum málið. Við erum alltaf að finna hvað við getum gert betur,“ sagði Infantino. „Auðvitað er hitinn að skapa vandamál. Á síðasta ári, á Ólympíuleikunum í París, þá þurfti líka íþróttafólk úr öllum íþróttum að keppa í miklum hita,“ sagði Infantino. „Það er mikilvægt að leikmenn fái hlé til að kæla sig niður og drekka en svo sjáum við hvað við getum gert. Við höfum leikvanga með þaki og við munum án efa nota þessa velli á næsta ári,“ sagði Infantino. Lots of talk about weather & impact on 2026 World Cup. 4 indoor venues next summer: DAL, HOU, ATL, & VAN. Last night’s broadcast in Houston, it was wild going from oppressive outdoors to idyllic climate-controlled indoors. It will be competitive advantage for teams next summer. pic.twitter.com/JEyLA81ucC— Alexi Lalas (@AlexiLalas) July 7, 2025 HM 2026 í fótbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira
Gianni Infantino, forseti FIFA, ræddi áhyggjur fólks af krefjandi veðuraðstæðum í Bandaríkjunum næsta sumar. Infantino sagði að leikirnir sem fara fram í Bandaríkjunum fari að stórum hluta fram innanhúss því FIFA leggi nú kapp á að fjölga leikjum sem fara fram undir þaki. Hitinn var 28,8 gráður á selsíus þegar úrslitaleikurinn fór fram MetLife Stadium í New Jersey í gærkvöldi og hitinn var 35,5 gráður þegar annar undanúrslitaleikurinn fór fram. Alþjóða leikmannasamtökin, FIFPRO, gáfu það út að þrír leikjanna á mótinu, hefðu aldrei átt að fara af stað vegna of mikils hita. Réttast hefði verið að seinka þeim þar til að hitinn minnkaði. FIFA president Gianni Infantino said stadiums with roofs will be used to ease concerns over severe weather at the 2026 Men's World Cup after criticism over players being exposed to extreme heat during the Club World Cup in the United States. https://t.co/Q2XZG3rKJs— ESPN FC (@ESPNFC) July 12, 2025 Enzo Fernández, miðjumaður Chelsea, skoraði á FIFA að gera eitthvað í þessu því honum hefði svimað í hitanum og leikmenn væru að setja sjálfan sig í talsverða hættu í þessum aðstæðum. Hvert þrumuveðrið á fætur öðru þýddi líka að gera þurftu hlé á mörgum leikjum. Chelsea lenti meðal annars í tveggja klukkutíma hléi. Infantino segir að lausnin sé meðal annars að færa fleiri leiki á mótinu undir þak. Það þýðir að fleiri leikir munu fara fram í borgum eins og Atlanta, Dallas, Houston og Vancouver. „Við skoðum alla gagnrýni og rannsökum málið. Við erum alltaf að finna hvað við getum gert betur,“ sagði Infantino. „Auðvitað er hitinn að skapa vandamál. Á síðasta ári, á Ólympíuleikunum í París, þá þurfti líka íþróttafólk úr öllum íþróttum að keppa í miklum hita,“ sagði Infantino. „Það er mikilvægt að leikmenn fái hlé til að kæla sig niður og drekka en svo sjáum við hvað við getum gert. Við höfum leikvanga með þaki og við munum án efa nota þessa velli á næsta ári,“ sagði Infantino. Lots of talk about weather & impact on 2026 World Cup. 4 indoor venues next summer: DAL, HOU, ATL, & VAN. Last night’s broadcast in Houston, it was wild going from oppressive outdoors to idyllic climate-controlled indoors. It will be competitive advantage for teams next summer. pic.twitter.com/JEyLA81ucC— Alexi Lalas (@AlexiLalas) July 7, 2025
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira