Íslenski boltinn

Sjáðu hvernig FH rass­skellti KA-menn í Krikanum í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Bjartur Hallsson fagnar marki sínu i gær.
Sigurður Bjartur Hallsson fagnar marki sínu i gær. Sýn Sport

FH vann 5-0 stórsigur á KA í fyrsta leik fimmtándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gær og nú má sjö mörkin úr leiknum hér á Vísi.

FH komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum fyrirliðans Björns Daníels Sverrissonar. Það fyrra skoraði Björn eftir að hafa komst inn í sendingu markvarðar KA og það seinna með skalla af mjög stuttu færi eftir hornspyrnu Böðvars Böðvarssonar.

Úlfur Ágúst Björnsson lagði síðan upp mörk fyrir þá Kjartan Kári Halldórsson og Sigurður Bjartur Hallsson sem skoruðu með þriggja mínútna millibili.

Fimmta og síðasta markið var síðan sannkallað varamannamark. Varamaðurinn Kristján Flóki Finnbogason skoraði þá eftir undirbúning varamannanna Dags Arnar Fjeldsted og Bjarna Guðjóns Brynjólfssonar.

FH-ingar eru enn taplausir í Krikanum í sumar en þeir hafa fengið fimmtán af átján stigum sínum í sumar að grasinu í Krikanum.

Mörkin fimm má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Mörkin úr leik FH og KA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×