Fótbolti

Hvaðan koma peningarnir sem Totten­ham er að eyða?

Siggeir Ævarsson skrifar
Postecoglou vill eflaust gera betur í deildinni í ár en síðasta vetur
Postecoglou vill eflaust gera betur í deildinni í ár en síðasta vetur Vísir/Getty

Virkni Tottenham á leikmannamarkaðnum síðustu daga hefur vakið nokkra athygli en á tveimur sólarhringum hefur liðið splæst 115 milljónum punda í tvo leikmenn, þá Mohammed Kudus og Morgan Gibbs-White.

Ef kaupin á Gibbs-White ganga eftir verður hann dýrasti leikmaður í sögu Tottenham og aðeins fimmti leikmaðurinn sem liðið greiðir yfir 50 milljónir fyrir. Alls hefur liðið þátt greitt 170 milljónir punda fyrir nýja leikmenn í sumar.

Stuðningsmenn Tottenham eru ekki vanir því að liðið splæsi háum upphæðum í leikmenn og hvað þá í tvo leikmenn tvo daga í röð. Sumarið 2018 varð Tottenham raunar fyrsta liðið í sögu úrvalsdeildarinnar sem eyddi engum peningum í sumarglugganum.

Félagið er í eigu ENIC Group og er talið að eigendurnir hafi ákveðið að setja meira fjármagn inn í klúbbinn. Stjórnendur liðsins hafa verið að þreyfa fyrir sér hjá erlendum fjárfestum en ENIC er breskt fjárfestingarfélag og hefur verið eigandi Tottenham síðan á 10. áratugnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×