Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júlí 2025 20:05 Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar, Gísli Rúnar Gylfason spilar og syngur fyrir gesti laugarinnar reglulega og vekur alltaf jafn mikla lukku þegar hann mætir með gítarinn á sundlaugarsvæðið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar er ekki bara forstöðumaður því hann tekur oft gítarinn sinn með sér í vinnuna og spilar þá og syngur fyrir gesti laugarinnar. Mikil ánægja er með framtakið. Sundlaug Akureyrar er einn vinsælasti staður ferðamanna og heimamanna enda aðstaðan öll þar til fyrirmyndar fyrir unga, sem aldna. Hópur kvenna er þar til dæmis alla virka daga í sundleikfimi og svo er það gestirnir í pottunum og krakkarnir í rennibrautinni. Gísli Rúnar, sem býr á Dalvík er forstöðumaður sundlaugarinnar. Hann bregður oft á leik og spilar þá og syngur fyrir sundlaugagesti eins og engin sé morgundagurinn. „Já, við tökum stundum í gítarinn, þetta er til að hafa létta stemningu líka, það er bara gaman. Mér sýnist gestir laugarinnar hafa gaman af þessu, það hefur allavega ekki verið kvartað undan mér enn þá,“ segir Gísli Rúnar hlæjandi. Og ætlar þú að gera svolítið meira af þessu í sumar eða hvað? „Já, já, það er aldrei að vita þegar það er gott veður, aðeins að grípa í gítarinn og athuga hvort krakkarnir vilja ekki syngja með og svona, þetta er bara stemning.“ Og það er alltaf mikil aðsókn að lauginni en hvað koma margir gestir á degi yfir sumartímann? „Þetta geta verið svona tvö þúsund gestir á dag en yfir allt árið erum við að fá um 440 þúsund gesti“, segir Gísli Rúnar og bætir við. „Nú er bara að njóta góða veðursins og fara í sund en það getur verið smá bónus að fá söng en það er aðalmálið að koma í sund, það er svo holt og gott,“ segir Gísli Rúnar kampakátur. Þegar best er þá mæta um tvö þúsund manns í sund á Akureyri á dag, heimamenn og ferðamenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gestir sundlaugarinnar eru mjög ánægðir með framtak forstöðu mannsins. „Þetta er náttúrulega alveg geggjað, við viljum fá meira af þessu. Ég vissi ekki að þetta væri forstöðumaðurinn, ég þekki hann ekki svona mikið klæddan,” segir Aðalheiður K. Kjartansdóttir skellihlæjandi. Aðalheiður K. Kjartansdóttir, sundlaugargestur, sem er alsæl með framtak Gísla Rúnars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sundlaug Akureyrar, heimasíða Akureyri Menning Sundlaugar og baðlón Grín og gaman Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Sundlaug Akureyrar er einn vinsælasti staður ferðamanna og heimamanna enda aðstaðan öll þar til fyrirmyndar fyrir unga, sem aldna. Hópur kvenna er þar til dæmis alla virka daga í sundleikfimi og svo er það gestirnir í pottunum og krakkarnir í rennibrautinni. Gísli Rúnar, sem býr á Dalvík er forstöðumaður sundlaugarinnar. Hann bregður oft á leik og spilar þá og syngur fyrir sundlaugagesti eins og engin sé morgundagurinn. „Já, við tökum stundum í gítarinn, þetta er til að hafa létta stemningu líka, það er bara gaman. Mér sýnist gestir laugarinnar hafa gaman af þessu, það hefur allavega ekki verið kvartað undan mér enn þá,“ segir Gísli Rúnar hlæjandi. Og ætlar þú að gera svolítið meira af þessu í sumar eða hvað? „Já, já, það er aldrei að vita þegar það er gott veður, aðeins að grípa í gítarinn og athuga hvort krakkarnir vilja ekki syngja með og svona, þetta er bara stemning.“ Og það er alltaf mikil aðsókn að lauginni en hvað koma margir gestir á degi yfir sumartímann? „Þetta geta verið svona tvö þúsund gestir á dag en yfir allt árið erum við að fá um 440 þúsund gesti“, segir Gísli Rúnar og bætir við. „Nú er bara að njóta góða veðursins og fara í sund en það getur verið smá bónus að fá söng en það er aðalmálið að koma í sund, það er svo holt og gott,“ segir Gísli Rúnar kampakátur. Þegar best er þá mæta um tvö þúsund manns í sund á Akureyri á dag, heimamenn og ferðamenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gestir sundlaugarinnar eru mjög ánægðir með framtak forstöðu mannsins. „Þetta er náttúrulega alveg geggjað, við viljum fá meira af þessu. Ég vissi ekki að þetta væri forstöðumaðurinn, ég þekki hann ekki svona mikið klæddan,” segir Aðalheiður K. Kjartansdóttir skellihlæjandi. Aðalheiður K. Kjartansdóttir, sundlaugargestur, sem er alsæl með framtak Gísla Rúnars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sundlaug Akureyrar, heimasíða
Akureyri Menning Sundlaugar og baðlón Grín og gaman Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir