„Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. júlí 2025 11:54 Guðlaugur Þór segir daginn dimman dag í sögu Alþingis. Vísir/Anton Brink Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir allar aðrar ríkisstjórnir en Kristrúnar Frostadóttur hefðu tekið frumvarp um breytingar á veiðigjaldi til baka og unnið betur, frekar en að keyra það í gegnum þingið. „Þetta er mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ Guðlaugur Þór tók til máls þegar þingmönnum var gefið tækifæri til að ræða atkvæðagreiðslu um tillögu forseta Alþingis um að ljúka annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra. Orðræða formanns þingflokks Samfylkingar sé þvættingur Hann hóf ræðu sína á því að segja málflutning Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingar, í ræðu hans um tillöguna, fullkominn þvætting. Guðmundur Ari hafði skömmu áður sagt að hann virti ákvörðun forseta og myndi greiða atkvæði með tillögu hans. Mikilvægt væri að málið fengi þinglega meðferð og að greidd yrðu atkvæði um málið í heild sinni að lokum. Hann talaði um 71. greinina sem „lýðræðisákvæði þingskapa,“ sem stæði vörð um það að minnihlutinn hefði ekki neitunarvald. Þetta þykir Guðlaugi Þór sem sagt þvættingur. Samið um mál hvert einasta ár Guðlaugur Þór sagði að allar aðrar ríkisstjórnir hefðu fyrir löngu tekið frumvarpið til baka og unnið það almennilega, enda væri það vanbúið og hefði komið of seint fram. „Það er ekkert nýtt í því. Hvert einasta ár hafa hæstvirt ríkisstjórn og háttvirt stjórnarandstaða samið um hin ýmsu mál. Þó er algjörlega ljóst, allir vita og það er enginn mótfallinn því, að hæstvirt ríkisstjórn mun hækka skatta. Ekki bara hér, það er alveg vitað, en þetta mál er annars eðlis. Hins vegar er stóra málið í þessu að hér er búið að skapa fordæmi, virðulegi forseti, sem mun valda einhverju sem við sjáum ekki fyrir. Það er eitt algjörlega öruggt, það er ekki gott. Þess vegna, virðulegi forseti, er þetta mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei“ Guðlaugur Þór nýtti tækifærið og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hann sagði þjóðina mega vera stolta af sögu þingsins, en dagurinn í dag væri ekkert til að vera stoltur af. „Og það er alvarlegt þegar hér koma háttvirtir þingmenn, sem hafa verið í heila sjö mánuði á þingi, og segja okkur hvernig þetta hefur verið. Og vita augljóslega ekkert um hvað þeir eru að tala.“ Það sé alvarlegur tónn sem heyrist í stjórnarþingmönnum, um að svona eigi framhaldið að vera. „Það liggur alveg fyrir að þessi ríkisstjórn hefur, og ætlar að starfa eftir þeim orðum: Ég á þetta, ég má þetta. Það eru hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi.“ Ákvörðun um að beita 71. grein myndi hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en hægt væri að sjá fyrir sér núna. „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Guðlaugur Þór tók til máls þegar þingmönnum var gefið tækifæri til að ræða atkvæðagreiðslu um tillögu forseta Alþingis um að ljúka annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra. Orðræða formanns þingflokks Samfylkingar sé þvættingur Hann hóf ræðu sína á því að segja málflutning Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingar, í ræðu hans um tillöguna, fullkominn þvætting. Guðmundur Ari hafði skömmu áður sagt að hann virti ákvörðun forseta og myndi greiða atkvæði með tillögu hans. Mikilvægt væri að málið fengi þinglega meðferð og að greidd yrðu atkvæði um málið í heild sinni að lokum. Hann talaði um 71. greinina sem „lýðræðisákvæði þingskapa,“ sem stæði vörð um það að minnihlutinn hefði ekki neitunarvald. Þetta þykir Guðlaugi Þór sem sagt þvættingur. Samið um mál hvert einasta ár Guðlaugur Þór sagði að allar aðrar ríkisstjórnir hefðu fyrir löngu tekið frumvarpið til baka og unnið það almennilega, enda væri það vanbúið og hefði komið of seint fram. „Það er ekkert nýtt í því. Hvert einasta ár hafa hæstvirt ríkisstjórn og háttvirt stjórnarandstaða samið um hin ýmsu mál. Þó er algjörlega ljóst, allir vita og það er enginn mótfallinn því, að hæstvirt ríkisstjórn mun hækka skatta. Ekki bara hér, það er alveg vitað, en þetta mál er annars eðlis. Hins vegar er stóra málið í þessu að hér er búið að skapa fordæmi, virðulegi forseti, sem mun valda einhverju sem við sjáum ekki fyrir. Það er eitt algjörlega öruggt, það er ekki gott. Þess vegna, virðulegi forseti, er þetta mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei“ Guðlaugur Þór nýtti tækifærið og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hann sagði þjóðina mega vera stolta af sögu þingsins, en dagurinn í dag væri ekkert til að vera stoltur af. „Og það er alvarlegt þegar hér koma háttvirtir þingmenn, sem hafa verið í heila sjö mánuði á þingi, og segja okkur hvernig þetta hefur verið. Og vita augljóslega ekkert um hvað þeir eru að tala.“ Það sé alvarlegur tónn sem heyrist í stjórnarþingmönnum, um að svona eigi framhaldið að vera. „Það liggur alveg fyrir að þessi ríkisstjórn hefur, og ætlar að starfa eftir þeim orðum: Ég á þetta, ég má þetta. Það eru hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi.“ Ákvörðun um að beita 71. grein myndi hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en hægt væri að sjá fyrir sér núna. „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira