Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. júlí 2025 07:54 Björn Leifsson er eigandi heilsuræktarstöðvarinnar World Class. Vísir/Egill Aðalsteinsson Eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla breytingum á aðalskipulagi sem þau segja brjóti gegn óbeinum eignarétti þeirra á bílastæðum í Laugardalnum. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár en þar á að rísa skólaþorp. Forsvarsmenn stöðvarinnar krefjast bóta verði ekki fallið frá áformunum. Málið varðar breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar í Laugardalnum til að koma þar fyrir tímabundnu skólaþorpi. Þorpið verður staðsett þar sem nú eru bílastæði rétt við Laugardalsvöllinn en áætlað er að þar verði alls sextán kennslustofur auk níu hundruð fermetra einingahúss. Byggingarnar eru hugsaðar sem tímabundin lausn á meðan ráðist er í framkvæmdir á Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu lengi þorpið verður í notkun en talið er að það verði allaveganna notað í fimm til fimmtán ár. Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, eigendur líkamsræktarinnar World Class, eru meðal nokkurra sem gagnrýna áformin. Þau hafa ráðið lögmann lögmannsstofunnar Markar sem mótmælir fyrirætlununum í athugasemd á Skipulagsgáttinni. Í athugasemdinni segir að World Class eigi samningsbundinn rétt til umræddra bílastæða en rísi skólaþorpið muni það hafa neikvæð áhrif á rekstur líkamsræktarstöðvarinnar. Séu með óbeinann eignarétt til gjaldfrjálsra bílastæða Í athugasemdinni segir að árið 1999 hafi borgin undirritað viljayfirlýsingu um bílastæðin þar sem því var heitið að þau yrðu framvegis nýtt fyrir gesti innisundlaugar og World Class. Tveir bindandi samningar voru undirritaðir árið 2002 af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi borgarstjóra Reykjavíkur, þar sem World Class var „veitt ótímabundin og endurgjaldslaus afnot“ af bílastæðunum. Af þeim ástæðum sé World Class með óbeinan eignarétt til stæðanna og muni breyting á aðalskipulaginu valda verulegri skerðingu á eignaréttindum líkamsræktarinnar. Krafist er þess að Reykjavíkurborg fylgi eignaréttinum og falli frá áformunum. Sé ekki hætt við uppbygginguna eigi að hefja viðræður við forsvarsmenn World Class um fullar bætur. „Þá er fyrirsjáanlegt að breytingin muni valda umbjóðanda okkar fjártjóni. Gestum mun fækka með fækkun bifreiðastæða og tekjur dragast saman,“ segir í athugasemdinni. Lokun innkeyrslu geti verið hættulegt Forsvarsmenn World Class leggjast einnig gegn því að sunnanverðri innkeyrslu á bílastæðið verði lokað. Nú eru tvær innkeyrslur, ein að sunnanverðu og hin norðanverðu, en með því að loka annarri muni það hefta aðgengi bæði þeirra sem sækja líkamsræktarstöðina en einnig þeirra sem sækja viðburði á Laugardalsvelli. „Ef margir yfirgefa svæðið á sama tíma getur skapast örtröð ef einungis er hægt að keyra út af því á einum stað. Slíkt rýrir í senn upplifun gesta af því að sækja viðburði og getur beinlínis verið hættulegt, t.d. ef sjúkrabílar eða viðbragðsaðilar þurfa að komast til og frá svæðinu.“ Skiptar skoðanir hagsmunaaðila Fleiri félög hafa gagnrýnt áformin, til að mynda verkfræðistofan Örugg sem gerir athugasemdir við öryggismál og telja það mikilvægt að tvær útgönguleiðir séu á bílastæðinu þegar stórir viðburðir eru haldnir á Laugardalsvelli. Forsvarsmenn KSÍ setja einnig út á áætlanirnar á þeim forsendum að þau skerði aðgengi og að hafi áhrif á öryggi fólks á svæðinu. Þá muni íbúar í nærliggjandi hverfum verða fyrir áhrifum fækkun bílastæða þar sem gestir vallarins komi til með að leggja fyrir utan íbúðarhúsnæði þeirra. Einnig er tekið fram að ef byggja eigi þjóðarleikvang á svæðinu verði mikil umferð vinnuvéla og þungaflutningabíla. „Er skýlaust farið fram á af hálfu KSÍ að Reykjavíkurborg láti af fyrirhugaðri uppbyggingu skólaþorps í Laugardal,“ segir í athugasemdinni undirrituð af Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóra KSÍ, og Þorvaldi Örlygssyni, formanni KSÍ. Á móti kemur hafa bæði foreldrafélag Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla sent inn athugasemd þar sem þau fagna skólaþorpinu. „Foreldrafélag Laugarnesskóla fagnar framkominni tillögu þar sem illa nýtt bílastæði á góðum stað í hverfinu verður breytt í aðstöðu fyrir skólaþorp sem á að geta leyst brýnustu húsnæðisþörf skólanna á meðan nauðsynlegar endurbætur verða unnar á húsnæði þeirra,“ segir í annarri athugasemdinni. Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Málið varðar breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar í Laugardalnum til að koma þar fyrir tímabundnu skólaþorpi. Þorpið verður staðsett þar sem nú eru bílastæði rétt við Laugardalsvöllinn en áætlað er að þar verði alls sextán kennslustofur auk níu hundruð fermetra einingahúss. Byggingarnar eru hugsaðar sem tímabundin lausn á meðan ráðist er í framkvæmdir á Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu lengi þorpið verður í notkun en talið er að það verði allaveganna notað í fimm til fimmtán ár. Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, eigendur líkamsræktarinnar World Class, eru meðal nokkurra sem gagnrýna áformin. Þau hafa ráðið lögmann lögmannsstofunnar Markar sem mótmælir fyrirætlununum í athugasemd á Skipulagsgáttinni. Í athugasemdinni segir að World Class eigi samningsbundinn rétt til umræddra bílastæða en rísi skólaþorpið muni það hafa neikvæð áhrif á rekstur líkamsræktarstöðvarinnar. Séu með óbeinann eignarétt til gjaldfrjálsra bílastæða Í athugasemdinni segir að árið 1999 hafi borgin undirritað viljayfirlýsingu um bílastæðin þar sem því var heitið að þau yrðu framvegis nýtt fyrir gesti innisundlaugar og World Class. Tveir bindandi samningar voru undirritaðir árið 2002 af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi borgarstjóra Reykjavíkur, þar sem World Class var „veitt ótímabundin og endurgjaldslaus afnot“ af bílastæðunum. Af þeim ástæðum sé World Class með óbeinan eignarétt til stæðanna og muni breyting á aðalskipulaginu valda verulegri skerðingu á eignaréttindum líkamsræktarinnar. Krafist er þess að Reykjavíkurborg fylgi eignaréttinum og falli frá áformunum. Sé ekki hætt við uppbygginguna eigi að hefja viðræður við forsvarsmenn World Class um fullar bætur. „Þá er fyrirsjáanlegt að breytingin muni valda umbjóðanda okkar fjártjóni. Gestum mun fækka með fækkun bifreiðastæða og tekjur dragast saman,“ segir í athugasemdinni. Lokun innkeyrslu geti verið hættulegt Forsvarsmenn World Class leggjast einnig gegn því að sunnanverðri innkeyrslu á bílastæðið verði lokað. Nú eru tvær innkeyrslur, ein að sunnanverðu og hin norðanverðu, en með því að loka annarri muni það hefta aðgengi bæði þeirra sem sækja líkamsræktarstöðina en einnig þeirra sem sækja viðburði á Laugardalsvelli. „Ef margir yfirgefa svæðið á sama tíma getur skapast örtröð ef einungis er hægt að keyra út af því á einum stað. Slíkt rýrir í senn upplifun gesta af því að sækja viðburði og getur beinlínis verið hættulegt, t.d. ef sjúkrabílar eða viðbragðsaðilar þurfa að komast til og frá svæðinu.“ Skiptar skoðanir hagsmunaaðila Fleiri félög hafa gagnrýnt áformin, til að mynda verkfræðistofan Örugg sem gerir athugasemdir við öryggismál og telja það mikilvægt að tvær útgönguleiðir séu á bílastæðinu þegar stórir viðburðir eru haldnir á Laugardalsvelli. Forsvarsmenn KSÍ setja einnig út á áætlanirnar á þeim forsendum að þau skerði aðgengi og að hafi áhrif á öryggi fólks á svæðinu. Þá muni íbúar í nærliggjandi hverfum verða fyrir áhrifum fækkun bílastæða þar sem gestir vallarins komi til með að leggja fyrir utan íbúðarhúsnæði þeirra. Einnig er tekið fram að ef byggja eigi þjóðarleikvang á svæðinu verði mikil umferð vinnuvéla og þungaflutningabíla. „Er skýlaust farið fram á af hálfu KSÍ að Reykjavíkurborg láti af fyrirhugaðri uppbyggingu skólaþorps í Laugardal,“ segir í athugasemdinni undirrituð af Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóra KSÍ, og Þorvaldi Örlygssyni, formanni KSÍ. Á móti kemur hafa bæði foreldrafélag Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla sent inn athugasemd þar sem þau fagna skólaþorpinu. „Foreldrafélag Laugarnesskóla fagnar framkominni tillögu þar sem illa nýtt bílastæði á góðum stað í hverfinu verður breytt í aðstöðu fyrir skólaþorp sem á að geta leyst brýnustu húsnæðisþörf skólanna á meðan nauðsynlegar endurbætur verða unnar á húsnæði þeirra,“ segir í annarri athugasemdinni.
Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira