Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 13:01 Sveindís Jane Jónsdóttir mætir til leiks í leikinn á móti Noregi í gær. Getty/Maja Hitij Sveindís Jane Jónsdóttir var bæði með mark og stoðsendingu í gærkvöldi í lokaleik íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu í Sviss. Íslenska liðið tapaði 4-3 á móti Noregi og íslensku stelpurnar skoruðu þarna sínu fyrstu mörk á mótinu. Mörkin komu en sigurinn ekki. Sveindís Jane kom Íslandi í 1-0 á sjöundu mínútu og lagði síðan annað markið mjög óeigingjarnt upp fyrir Hlín Eiríksdóttur á 85. mínútu. Hún varð þar með fyrsti leikmaður hjá íslensku landsliði, karlaliði og kvennaliði, til að skora og leggja upp í sama leik á Evrópumóti. Þarna erum við! Sveindís Jane kemur Íslandi yfir gegn Noregi. Ísland ætlar að kveðja með stæl 🇮🇸 pic.twitter.com/pRA9ksfJg5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Þetta var líka fyrsta mark og fyrsta stoðsending Sveindísar á stórmóti. Aðeins einn annar leikmaður íslenska kvennalandsliðsins hefur náð að vera með bæði mark og stoðsendingu á sama Evrópumóti en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á EM í Englandi fyrir þremur árum síðan. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru hinar tvær sem hafa bæði skorað og lagt upp mark í úrslitakeppni EM en það gerðu þær á sitthvoru Evrópumótinu, Margrét Lára 2009 og 2013 en Dagný er sú eina sem hefur komið að þremur mörkum og hún gerði það á þremur Evrópumótum. Þarna! Hlín minnkar muninn eftir frábæran sprett Sveindísar. Þetta var vel klárað 🇮🇸 pic.twitter.com/4trMU1vpmf— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Dagný skoraði á EM 2013 og á EM 2022 og lagði upp mark á EM 2017. Íslenska karlalandsliðið skoraði átta mörk á EM í Frakklandi 2016 en engum leikmanni liðsins tókst bæði að skora og leggja upp mark í sama leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson eru einu karlarnir sem hafa náð að vera bæði með mark og stoðsendingu á sama Evrópumótinu en þeir voru með eitt af hvoru á Evrópumótinu í Frakklandi 2016. Mörk og stoðsendingar íslenska kvennalandsliðsins í sögu EM EM í Finnlandi 2009 - 1 mark 1) Hólmfríður Magnúsdóttir (Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir) EM í Svíþjóð 2013 - 2 mörk 2) Margrét Lára Viðarsdóttir (víti) 3) Dagný Brynjarsdóttir (Hallbera Guðný Gísladóttir) EM í Hollandi 2017 - 1 mark 4) Fanndís Friðriksdóttir (Dagný Brynjarsdóttir) EM í Englandi 2022 - 3 mörk 5) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Karólína Lea Vilhjálmsdóttir) 6) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Frákast af varnarmanni) 7) Dagný Brynjarsdóttir (víti) EM í Sviss 2025 - 3 mörk 8) Sveindís Jane Jónsdóttir (Frákast af skalla Alexöndru Jóhannsdóttur) 9) Hlín Eiríksdóttir (Sveindís Jane Jónsdóttir) 10) Glódís Perla Viggósdóttir (víti) EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Íslenska liðið tapaði 4-3 á móti Noregi og íslensku stelpurnar skoruðu þarna sínu fyrstu mörk á mótinu. Mörkin komu en sigurinn ekki. Sveindís Jane kom Íslandi í 1-0 á sjöundu mínútu og lagði síðan annað markið mjög óeigingjarnt upp fyrir Hlín Eiríksdóttur á 85. mínútu. Hún varð þar með fyrsti leikmaður hjá íslensku landsliði, karlaliði og kvennaliði, til að skora og leggja upp í sama leik á Evrópumóti. Þarna erum við! Sveindís Jane kemur Íslandi yfir gegn Noregi. Ísland ætlar að kveðja með stæl 🇮🇸 pic.twitter.com/pRA9ksfJg5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Þetta var líka fyrsta mark og fyrsta stoðsending Sveindísar á stórmóti. Aðeins einn annar leikmaður íslenska kvennalandsliðsins hefur náð að vera með bæði mark og stoðsendingu á sama Evrópumóti en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á EM í Englandi fyrir þremur árum síðan. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru hinar tvær sem hafa bæði skorað og lagt upp mark í úrslitakeppni EM en það gerðu þær á sitthvoru Evrópumótinu, Margrét Lára 2009 og 2013 en Dagný er sú eina sem hefur komið að þremur mörkum og hún gerði það á þremur Evrópumótum. Þarna! Hlín minnkar muninn eftir frábæran sprett Sveindísar. Þetta var vel klárað 🇮🇸 pic.twitter.com/4trMU1vpmf— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Dagný skoraði á EM 2013 og á EM 2022 og lagði upp mark á EM 2017. Íslenska karlalandsliðið skoraði átta mörk á EM í Frakklandi 2016 en engum leikmanni liðsins tókst bæði að skora og leggja upp mark í sama leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson eru einu karlarnir sem hafa náð að vera bæði með mark og stoðsendingu á sama Evrópumótinu en þeir voru með eitt af hvoru á Evrópumótinu í Frakklandi 2016. Mörk og stoðsendingar íslenska kvennalandsliðsins í sögu EM EM í Finnlandi 2009 - 1 mark 1) Hólmfríður Magnúsdóttir (Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir) EM í Svíþjóð 2013 - 2 mörk 2) Margrét Lára Viðarsdóttir (víti) 3) Dagný Brynjarsdóttir (Hallbera Guðný Gísladóttir) EM í Hollandi 2017 - 1 mark 4) Fanndís Friðriksdóttir (Dagný Brynjarsdóttir) EM í Englandi 2022 - 3 mörk 5) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Karólína Lea Vilhjálmsdóttir) 6) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Frákast af varnarmanni) 7) Dagný Brynjarsdóttir (víti) EM í Sviss 2025 - 3 mörk 8) Sveindís Jane Jónsdóttir (Frákast af skalla Alexöndru Jóhannsdóttur) 9) Hlín Eiríksdóttir (Sveindís Jane Jónsdóttir) 10) Glódís Perla Viggósdóttir (víti)
Mörk og stoðsendingar íslenska kvennalandsliðsins í sögu EM EM í Finnlandi 2009 - 1 mark 1) Hólmfríður Magnúsdóttir (Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir) EM í Svíþjóð 2013 - 2 mörk 2) Margrét Lára Viðarsdóttir (víti) 3) Dagný Brynjarsdóttir (Hallbera Guðný Gísladóttir) EM í Hollandi 2017 - 1 mark 4) Fanndís Friðriksdóttir (Dagný Brynjarsdóttir) EM í Englandi 2022 - 3 mörk 5) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Karólína Lea Vilhjálmsdóttir) 6) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Frákast af varnarmanni) 7) Dagný Brynjarsdóttir (víti) EM í Sviss 2025 - 3 mörk 8) Sveindís Jane Jónsdóttir (Frákast af skalla Alexöndru Jóhannsdóttur) 9) Hlín Eiríksdóttir (Sveindís Jane Jónsdóttir) 10) Glódís Perla Viggósdóttir (víti)
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira