„Það var köld tuska í andlitið“ Siggeir Ævarsson skrifar 10. júlí 2025 22:35 Hlín í þann mund að skora annað mark Íslands í leiknum Vísir/Getty Hlín Eiríksdóttir átti frábæra innkomu af bekknum í kvöld þegar Ísland tapaði lokaleik sínum á EM gegn Noregi 4-3 en hún bæði skoraði mark og fiskaði vítaspyrnu. Bekkjarsetan í síðasta leik fór ekki vel í hana en hún virðir ákvarðanir þjálfarans. Hlín mætti í viðtal til Sindra Sverrissonar eftir leikinn sem spurði Hlín hvort það mætti ekki taka einhverja jákvæða punkta út úr þessum leik, eins og lokakaflann þar sem Hlín kom mikið við sögu. „Ég held að við getum alveg tekið það sem jákvæðan punkt að við erum nálægt því að koma til baka og hefðum mögulega getað jafnað leikinn. Við bitum aðeins frá okkur í lokin, það er eitthvað jákvætt sem við getum tekið með okkur. En síðan þurfum við að líta inn á við og skoða hvernig við breytum öllu þessu neikvæða í jákvæða hluti.“ Klippa: Viðtal við Hlín Eiríksdóttir Hlín var í byrjunarliði Íslands gegn Finnlandi í fyrsta leik en kom ekkert við sögu í síðasta leik. Hún viðurkenndi að það hefði verið svekkjandi og rúmlega það. „Það var alveg köld tuska í andlitið ég viðurkenni það alveg. Þetta er alveg búið að vera erfitt en ég er stolt af því hvernig ég sjálf hef tæklað þetta. Ég var klár þegar kallið kom, fannst ég spila ágætlega þegar ég kom inn á í dag.“ Ekki alltaf sammála Steina Aðspurð hvort bekkjarsetan hefði mögulega verið óverðskulduð gat hún að einhverju leyti tekið undir það en hún væri þó fyrst og fremst liðsmaður og sátt með sína innkomu í dag. „Ég er alveg stundum ósammála Steina en hann tekur ákvarðanirnar. Ég er bara liðsmaður og ég geri allt sem ég get til að hjálpa liðinu. En eins og ég sagði þá fannst mér þetta kannski að sumu leyti smá ósanngjarnt en allir hafa sínar skoðanir“ Eins og aðrir leikmenn Íslands viðurkenndi Hlín fúslega að niðurstaðan væri sár vonbrigði og engan veginn í takt við það sem liðið ætlaði sér á mótinu. „Auðvitað er þetta mjög mikil vonbrigði. Við ætluðum okkur að gera stærri hluti og við vorum með yfirlýst markmið að fara í 8-liða úrslitin. Vorum ekki í séns einu sinni fyrir leikinn í dag sem er auðvitað frekar mikil vonbrigði. En þetta er búinn að vera góður tími að mörgu leyti og reynsla sem við tökum með okkur. En að sjálfsögðu þurfum við að líta inn á við. Við þurfum að bæta okkur, við eigum mikilvæga leiki í haust og þurfum að spila betur þar.“ Fagnar allri umræðu Margir hafa gagnrýnt liðið síðustu daga en Hlín hefur ekkert fylgst með því. Hún fagnar þó umræðunni. „Ég hef ekkert fylgst með því. Ég ákvað bara sjálf að fylgjast ekki með umræðunni. En mér finnst bara geggjað að það sé umræða, það er mjög jákvætt.“ Hlín er ekki á því að leggja árar í bát, enda stutt í undankeppni HM og hún er sannfærð um að það búi mikið í liðinu. „Ég held að framtíðin sé björt. Við erum með mjög gott lið ef maður lítur bara á leikmennina sem við erum með. Að sjálfsögðu hefur þetta ekki alveg smollið í síðustu leikjum en ég held að við þurfum að vera bjartsýn. Ég er sannfærð um að við getum gert betur sem lið.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
Hlín mætti í viðtal til Sindra Sverrissonar eftir leikinn sem spurði Hlín hvort það mætti ekki taka einhverja jákvæða punkta út úr þessum leik, eins og lokakaflann þar sem Hlín kom mikið við sögu. „Ég held að við getum alveg tekið það sem jákvæðan punkt að við erum nálægt því að koma til baka og hefðum mögulega getað jafnað leikinn. Við bitum aðeins frá okkur í lokin, það er eitthvað jákvætt sem við getum tekið með okkur. En síðan þurfum við að líta inn á við og skoða hvernig við breytum öllu þessu neikvæða í jákvæða hluti.“ Klippa: Viðtal við Hlín Eiríksdóttir Hlín var í byrjunarliði Íslands gegn Finnlandi í fyrsta leik en kom ekkert við sögu í síðasta leik. Hún viðurkenndi að það hefði verið svekkjandi og rúmlega það. „Það var alveg köld tuska í andlitið ég viðurkenni það alveg. Þetta er alveg búið að vera erfitt en ég er stolt af því hvernig ég sjálf hef tæklað þetta. Ég var klár þegar kallið kom, fannst ég spila ágætlega þegar ég kom inn á í dag.“ Ekki alltaf sammála Steina Aðspurð hvort bekkjarsetan hefði mögulega verið óverðskulduð gat hún að einhverju leyti tekið undir það en hún væri þó fyrst og fremst liðsmaður og sátt með sína innkomu í dag. „Ég er alveg stundum ósammála Steina en hann tekur ákvarðanirnar. Ég er bara liðsmaður og ég geri allt sem ég get til að hjálpa liðinu. En eins og ég sagði þá fannst mér þetta kannski að sumu leyti smá ósanngjarnt en allir hafa sínar skoðanir“ Eins og aðrir leikmenn Íslands viðurkenndi Hlín fúslega að niðurstaðan væri sár vonbrigði og engan veginn í takt við það sem liðið ætlaði sér á mótinu. „Auðvitað er þetta mjög mikil vonbrigði. Við ætluðum okkur að gera stærri hluti og við vorum með yfirlýst markmið að fara í 8-liða úrslitin. Vorum ekki í séns einu sinni fyrir leikinn í dag sem er auðvitað frekar mikil vonbrigði. En þetta er búinn að vera góður tími að mörgu leyti og reynsla sem við tökum með okkur. En að sjálfsögðu þurfum við að líta inn á við. Við þurfum að bæta okkur, við eigum mikilvæga leiki í haust og þurfum að spila betur þar.“ Fagnar allri umræðu Margir hafa gagnrýnt liðið síðustu daga en Hlín hefur ekkert fylgst með því. Hún fagnar þó umræðunni. „Ég hef ekkert fylgst með því. Ég ákvað bara sjálf að fylgjast ekki með umræðunni. En mér finnst bara geggjað að það sé umræða, það er mjög jákvætt.“ Hlín er ekki á því að leggja árar í bát, enda stutt í undankeppni HM og hún er sannfærð um að það búi mikið í liðinu. „Ég held að framtíðin sé björt. Við erum með mjög gott lið ef maður lítur bara á leikmennina sem við erum með. Að sjálfsögðu hefur þetta ekki alveg smollið í síðustu leikjum en ég held að við þurfum að vera bjartsýn. Ég er sannfærð um að við getum gert betur sem lið.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira