Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Árni Jóhannsson skrifar 10. júlí 2025 22:02 Dagný í leiknum gegn Noregi í kvöld Vísir/Getty Dagný Brynjarsdóttir fór yfir vítt svið í viðtali eftir tapleikinn gegn Noregi fyrr í kvöld á EM 2025. Mótið var gert upp og rætt um framtíð leikmannsins bæði hjá félagsliðum og landsliði. Sindri Sverrisson náði á Dagnýju skömmu eftir leik og byrjaði á að spyrja út í hvernig það hafi verið að spila leikinn gegn Noregi. Klippa: Viðtal við Dagný Brynjars „Við byrjuðum sterkt en héldum ekki nógu lengi út og Noregur var með öll völd á vellinum mestmegnis af leiknum. Við sýndum karakter í lok leiksins og náðum að skora nokkur mörk og þjarma að þeim. Leikurinn hefði þurft að vera aðeins lengri því það hefði verið ansi sætt að stela stigi þarna í lokin en við vorum bara ekki nógu góðar í dag.“ Það er hægt að tala um gæði Noregs en þær stilltu upp hálfgerðu varaliði en það er nóg til af leikmönnum þar en Ísland átti í erfiðleikum með að klukkar þær. „Við lentum svolítið eftir á og fengu að gera nánast það sem þær vildu með boltann og voru 1-2 skrefum á undan. Eins og ég segi þá er hópurinn þeirra ótrúlega sterkur. Við eigum samt ekki að lenda 4-1 undir á móti þeim en við þurfum að spila betur á móti þeim.“ Dagný var beðin um að gera upp mótið sem hlýtur að teljast vonbrigði. „Mér fannst við spila illa í of margar mínútur. Við spiluðum illa í 60 mínútur á móti Finnum, spiluðum vel á móti Sviss. Það hefði getað dottið hvoru megin. Í fótbolta þarf stundum heppni en færin féllu með þeim. Í dag spilaði Noregur betur en við of stóran hluta af leiknum. Þegar komið er inn á stórmót þá þarftu að spila vel til að fá eitthvað út úr leikjunum og við hefðum þurft að spila betur í fleiri mínútur í mótinu. Dagný er mjög reynslumikill leikmaður og var hún því spurð hvort það hafi verið eitthvað sem hægt hafi verið að gera betur. „Ég er búinn að spila í minna hlutverki en mig langaði og erfitt að segja hvað hafi verið hægt að gera betur. Ég reyndi að nýta mínar mínútur eins vel og ég gat en erfitt að segja hvað hafi betur mátt fara.“ Það þurfti að fara yfir framtíðarhorfurnar og Dagný, sem er elst í hópnum, var spurð að því hvort hún vildi halda áfram í landsliðinu og hvernig framhaldið hjá Dagnýju væri persónulega. „Já, á meðan ég er að spila þá vil ég halda áfram í landsliðinu og svo er það bara undir landsliðsþjálfaranum komið hvort hann vilji mig í liðinu eða ekki. Mér finnst ég spræk ennþá.“ „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá veit ég ekki hvað tekur við. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður þar sem ég er mjög skipulögð manneskja og þarf að vita hvað er að fara að gerast. Ég hef ekki tekið mér meira en tveggja daga frí síðan ég fæddi son minn í febrúar í fyrra þannig að ég þarf að koma heim núna og hitta strákana mína og taka viku mömmufrí. Ekki gera neitt og ekki hugsa um fótbolta. Svo þarf ég að setjast niður með fjölskyldunni og hugsa hver næstu skref verða. Þetta er auðveldara þegar maður er bara að hugsa um sjálfan sig en eldri sonur minn er á grunnskóla aldri og hinn kominn á leikskóla. Svo þarf ég aðeins að hugsa um manninn minn líka. Við þurfum bara að setjast niður og ákveða hvað næsta skref verður. Er líklegt að Dagný spili á Íslandi? „Alveg eins líklegt og að spila úti. Ég veit ekkert hvað ég á að gera og þetta er svar beint frá hjartanu.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04 Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31 Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Þorsteinn Halldórsson hefur löngunina og telur sig hafa getuna í að starfa áfram sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en gerir sér grein fyrir því að ákvörðunin er ekki bara hans að taka. 10. júlí 2025 21:50 Mest lesið Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Sindri Sverrisson náði á Dagnýju skömmu eftir leik og byrjaði á að spyrja út í hvernig það hafi verið að spila leikinn gegn Noregi. Klippa: Viðtal við Dagný Brynjars „Við byrjuðum sterkt en héldum ekki nógu lengi út og Noregur var með öll völd á vellinum mestmegnis af leiknum. Við sýndum karakter í lok leiksins og náðum að skora nokkur mörk og þjarma að þeim. Leikurinn hefði þurft að vera aðeins lengri því það hefði verið ansi sætt að stela stigi þarna í lokin en við vorum bara ekki nógu góðar í dag.“ Það er hægt að tala um gæði Noregs en þær stilltu upp hálfgerðu varaliði en það er nóg til af leikmönnum þar en Ísland átti í erfiðleikum með að klukkar þær. „Við lentum svolítið eftir á og fengu að gera nánast það sem þær vildu með boltann og voru 1-2 skrefum á undan. Eins og ég segi þá er hópurinn þeirra ótrúlega sterkur. Við eigum samt ekki að lenda 4-1 undir á móti þeim en við þurfum að spila betur á móti þeim.“ Dagný var beðin um að gera upp mótið sem hlýtur að teljast vonbrigði. „Mér fannst við spila illa í of margar mínútur. Við spiluðum illa í 60 mínútur á móti Finnum, spiluðum vel á móti Sviss. Það hefði getað dottið hvoru megin. Í fótbolta þarf stundum heppni en færin féllu með þeim. Í dag spilaði Noregur betur en við of stóran hluta af leiknum. Þegar komið er inn á stórmót þá þarftu að spila vel til að fá eitthvað út úr leikjunum og við hefðum þurft að spila betur í fleiri mínútur í mótinu. Dagný er mjög reynslumikill leikmaður og var hún því spurð hvort það hafi verið eitthvað sem hægt hafi verið að gera betur. „Ég er búinn að spila í minna hlutverki en mig langaði og erfitt að segja hvað hafi verið hægt að gera betur. Ég reyndi að nýta mínar mínútur eins vel og ég gat en erfitt að segja hvað hafi betur mátt fara.“ Það þurfti að fara yfir framtíðarhorfurnar og Dagný, sem er elst í hópnum, var spurð að því hvort hún vildi halda áfram í landsliðinu og hvernig framhaldið hjá Dagnýju væri persónulega. „Já, á meðan ég er að spila þá vil ég halda áfram í landsliðinu og svo er það bara undir landsliðsþjálfaranum komið hvort hann vilji mig í liðinu eða ekki. Mér finnst ég spræk ennþá.“ „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá veit ég ekki hvað tekur við. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður þar sem ég er mjög skipulögð manneskja og þarf að vita hvað er að fara að gerast. Ég hef ekki tekið mér meira en tveggja daga frí síðan ég fæddi son minn í febrúar í fyrra þannig að ég þarf að koma heim núna og hitta strákana mína og taka viku mömmufrí. Ekki gera neitt og ekki hugsa um fótbolta. Svo þarf ég að setjast niður með fjölskyldunni og hugsa hver næstu skref verða. Þetta er auðveldara þegar maður er bara að hugsa um sjálfan sig en eldri sonur minn er á grunnskóla aldri og hinn kominn á leikskóla. Svo þarf ég aðeins að hugsa um manninn minn líka. Við þurfum bara að setjast niður og ákveða hvað næsta skref verður. Er líklegt að Dagný spili á Íslandi? „Alveg eins líklegt og að spila úti. Ég veit ekkert hvað ég á að gera og þetta er svar beint frá hjartanu.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04 Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31 Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Þorsteinn Halldórsson hefur löngunina og telur sig hafa getuna í að starfa áfram sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en gerir sér grein fyrir því að ákvörðunin er ekki bara hans að taka. 10. júlí 2025 21:50 Mest lesið Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04
Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31
Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Þorsteinn Halldórsson hefur löngunina og telur sig hafa getuna í að starfa áfram sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en gerir sér grein fyrir því að ákvörðunin er ekki bara hans að taka. 10. júlí 2025 21:50
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki