Fótbolti

Myndaveisla: Ís­lensk yfir­taka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum

Aron Guðmundsson skrifar
Gleðin við völd í fallegu umhverfi Thun
Gleðin við völd í fallegu umhverfi Thun Vísir/Anton Brink

Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta létu sig ekki vanta á stuðningsmannasvæðið í Thun í Sviss í dag fyrir lokaleik Íslands á EM þetta árið gegn Noregi.

Ekkert hefur vantað upp á stuðninginn sem íslenska landsliðið hefur fengið úr stúkunni á mótinu og þrátt fyrir að sigrar hafi ekki skilað sér í hús til þess vonast Íslendingar eftir því að Ísland beri sigur úr býtum gegn Noregi í kvöld og fari af mótinu með jákvæða tilfinningu. 

Um 1500 Íslendingar verða á leik kvöldsins á Stockhorn leikvanginum í Thun og hefst hann klukkan sjö. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af stuðningsmannasvæðinu sem Anton Brink, ljósmyndari Vísis tók. 

Íslendingar kunna best við sig í félagsskap hvors annars Vísir/Anton Brink
Það þarf að vökva sig í hitanum og hita upp raddböndin fyrir leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink
Sólin lét sig ekki vanta í partíið í dag og um 25 gráður á hitamælinum.Vísir/Anton Brink
Svo er mikilvægt að kæla sig niður í hitanum. Í Thun er nóg af hreinu vatni.Vísir/Anton Brink
Svo var boðið upp á andlitsmálningu.Vísir/Anton Brink
Íslenska landsliðstreyjan var áberandi á stuðningsmannasvæðinu. Mun meira áberandi en sú norska.Vísir/Anton Brink
Fánalitirnir allsstaðarVísir/Anton Brink
Og hægt að leika listir sínar í knattþrautumVísir/Anton Brink



Fleiri fréttir

Sjá meira


×