Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. júlí 2025 17:46 Víkingur - KR Besta deild karla Sumar 2025 Víkingar unnu gríðarlega góðan 0-1 sigur í fyrri leik viðureignar þeirra gegn Malisheva frá Kósóvó í fyrstu umferð undankeppninnar fyrir Sambandsdeildina, sem Víkingar fóru alla leið í 16-liða úrslit í á síðustu leiktíð. Leikurinn fór fram ytra og Víkingar því með gott veganesti fyrir seinni leikinn í næstu viku. Það var greinilegt frá fyrstu mínútu að Víkingur væri sterkara liðið í þessum leik. Víkingar héldu vel í boltann og voru ekki lengi að vinna hann til baka í upphafi leiks. Eftir um það bil tíu mínútna leik munaði minnstu að Oliver Ekroth kæmi Víkingum í forystu en skalli hans, eftir hornspyrnu Gylfa Þórs, skallaðu frá á marklínu. Heimamönnum tókst að skora örskömmu síðar, en markið réttilega dæmt af þar sem brotið var á Ingvari Jónssyni, markverði Víkinga, í aðdraganda marksins þar sem hann var búinn að handsama boltann. Ingvar að spila sinn fyrsta leik í rúmar tvær vikur, en hann hefur verið frá vegna meiðsla. Eftir þessa byrjun á leiknum hægðist töluvert á tempóinu í leiknum. Víkingum tókst þó að skora rétt fyrir hálfleiksflautið. Gylfi Þór hengdi þá boltann inn á teiginn úr aukaspyrnu langt utan af velli og þar reis Nikolaj Hansen hæst og náði að stýra boltanum niður í hornið með höfðinu. Eins marks forysta Víkinga í hálfleik og þrátt fyrir nokkuð tilþrifa lítinn og prúðan fyrri hálfleik þá tókst bæði þjálfara og aðstoðarþjálfara heimamanna að krækja sér í gul spjöld. Heimamenn í Malisheva áttu fínar rispur í upphafi síðari hálfleiks en tókst þó ekki að ógna öguðum Víkingum að neinu viti. Eftir um tuttugu mínútna leik í síðari hálfleik þá fengu Víkingar tvö afbragðs færi með stuttu millibili. Fyrst Valdimar Ingimundarson og svo Gylfi Þór en heimamenn náðu að verjast því fimlega. Víkingar náðu að kæfa leikinn það sem eftir lifði leiks gegn bitlausum sóknarleik heimamanna. Atvik leiksins Í tíðindalitlum leik verður eina mark leiksins að vera atvikið. Nikolaj Hansen með gott skallamark eftir flotta sendingu frá Gylfa Þór. Víkingar hefðu þó hæglega getað skorað meira í kvöld en það vantaði smiðshöggið í þeim færum sem gáfust. Stjörnur og skúrkar Engin einn stjörnuframmistaða í þessum leik. Heilt yfir öguð og fagmannleg frammistaða hjá Víkingum. Pablo Punyed snéri aftur inn á völlinn í þessum leik og lék síðustu mínúturnar. Hans fyrsti leikur síðan hann sleit krossband 1. ágúst á síðasta ári. Sterkt fyrir Víkinga að fá hann aftur. Robert Ndjigi virðist vera einn hæfileikaríkasti leikmaður Malisheva en hann gerðist þó sekur um leikaraskap nokkrum sinnum í leiknum. Ef dómarar leiksins hefðu verið vökulli hefði Ndjigi hæglega geta fengið spjald eða spjöld fyrir þetta athæfi. Dómarar Aðaldómari leiksins var hinn þrítugi Patryk Gryckiewicz frá Póllandi. Var þetta hans fyrsti leikur sem aðaldómari á vegum UEFA. Stóð hann sig nokkuð vel í leiknum en var full spjaldaglaður í síðari hálfleik. Stemning og umgjörð Leikurinn var spilaður á þjóðarleikvangi Kósóvó í Pristina. Ekki margt um manninn og hafði leikurinn hálfgert æfingarleikja yfirbragð yfir sér í fyrri hálfleik. Býst við að stemningin verði öllu betri í Víkinni eftir viku. Íslenski boltinn Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík
Víkingar unnu gríðarlega góðan 0-1 sigur í fyrri leik viðureignar þeirra gegn Malisheva frá Kósóvó í fyrstu umferð undankeppninnar fyrir Sambandsdeildina, sem Víkingar fóru alla leið í 16-liða úrslit í á síðustu leiktíð. Leikurinn fór fram ytra og Víkingar því með gott veganesti fyrir seinni leikinn í næstu viku. Það var greinilegt frá fyrstu mínútu að Víkingur væri sterkara liðið í þessum leik. Víkingar héldu vel í boltann og voru ekki lengi að vinna hann til baka í upphafi leiks. Eftir um það bil tíu mínútna leik munaði minnstu að Oliver Ekroth kæmi Víkingum í forystu en skalli hans, eftir hornspyrnu Gylfa Þórs, skallaðu frá á marklínu. Heimamönnum tókst að skora örskömmu síðar, en markið réttilega dæmt af þar sem brotið var á Ingvari Jónssyni, markverði Víkinga, í aðdraganda marksins þar sem hann var búinn að handsama boltann. Ingvar að spila sinn fyrsta leik í rúmar tvær vikur, en hann hefur verið frá vegna meiðsla. Eftir þessa byrjun á leiknum hægðist töluvert á tempóinu í leiknum. Víkingum tókst þó að skora rétt fyrir hálfleiksflautið. Gylfi Þór hengdi þá boltann inn á teiginn úr aukaspyrnu langt utan af velli og þar reis Nikolaj Hansen hæst og náði að stýra boltanum niður í hornið með höfðinu. Eins marks forysta Víkinga í hálfleik og þrátt fyrir nokkuð tilþrifa lítinn og prúðan fyrri hálfleik þá tókst bæði þjálfara og aðstoðarþjálfara heimamanna að krækja sér í gul spjöld. Heimamenn í Malisheva áttu fínar rispur í upphafi síðari hálfleiks en tókst þó ekki að ógna öguðum Víkingum að neinu viti. Eftir um tuttugu mínútna leik í síðari hálfleik þá fengu Víkingar tvö afbragðs færi með stuttu millibili. Fyrst Valdimar Ingimundarson og svo Gylfi Þór en heimamenn náðu að verjast því fimlega. Víkingar náðu að kæfa leikinn það sem eftir lifði leiks gegn bitlausum sóknarleik heimamanna. Atvik leiksins Í tíðindalitlum leik verður eina mark leiksins að vera atvikið. Nikolaj Hansen með gott skallamark eftir flotta sendingu frá Gylfa Þór. Víkingar hefðu þó hæglega getað skorað meira í kvöld en það vantaði smiðshöggið í þeim færum sem gáfust. Stjörnur og skúrkar Engin einn stjörnuframmistaða í þessum leik. Heilt yfir öguð og fagmannleg frammistaða hjá Víkingum. Pablo Punyed snéri aftur inn á völlinn í þessum leik og lék síðustu mínúturnar. Hans fyrsti leikur síðan hann sleit krossband 1. ágúst á síðasta ári. Sterkt fyrir Víkinga að fá hann aftur. Robert Ndjigi virðist vera einn hæfileikaríkasti leikmaður Malisheva en hann gerðist þó sekur um leikaraskap nokkrum sinnum í leiknum. Ef dómarar leiksins hefðu verið vökulli hefði Ndjigi hæglega geta fengið spjald eða spjöld fyrir þetta athæfi. Dómarar Aðaldómari leiksins var hinn þrítugi Patryk Gryckiewicz frá Póllandi. Var þetta hans fyrsti leikur sem aðaldómari á vegum UEFA. Stóð hann sig nokkuð vel í leiknum en var full spjaldaglaður í síðari hálfleik. Stemning og umgjörð Leikurinn var spilaður á þjóðarleikvangi Kósóvó í Pristina. Ekki margt um manninn og hafði leikurinn hálfgert æfingarleikja yfirbragð yfir sér í fyrri hálfleik. Býst við að stemningin verði öllu betri í Víkinni eftir viku.