Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Árni Sæberg skrifa 10. júlí 2025 14:49 Atvinnuvegaráðherra er brugðið og finnst samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir ljóst að frumvarp hennar um hækkun veiðigjalda verði að lögum. Hún segir að ríkisstjórnin muni beita þeim úrræðum sem henni standa til boða til að keyra málið í gegn og útilokar ekki að svokölluðu „kjarnorkuákvæði“ þingskaparlaga verði beitt. „Þetta er auðvitað fordæmalaus staða hér á þingi, fordæmalaus í sögu lýðveldisins að svona skuli gengið langt af hálfu minnihlutans til að stöðva lýðræðislega framgöngu mála og lýðræðislegt umboð þess meirihluta sem hér er að völdum. Auðvitað verður brugðist við þessu. Alvarleikinn er gríðarlega mikill og hann nær langt umfram þessa varðstöðu sem Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkur hafa slegið um sérhagsmunina. Þetta er svo miklu alvarlegra en það. Ég ætla að vera hreinskilin við þig, mér er brugðið,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, í samtali við fréttastofu á Alþingi. Vísar ásökunum um valdarán á bug Þar vísar hún til ákvörðunar Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Hún hefur verið sökuð um tilraun til valdaráns og sögð hafa kippt lýðræðinu úr sambandi. Hún hefur vísað öllum slíkum ásökunum á bug. Hún hafi talið sig vera að fylgja hefðbundnu verklagi. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti óvænt ávarp í upphafi þingfundar í morgun vegna þessa og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fór hörðum orðum um ákvörðun Hildar og framgöngu stjórnarandstöðunnar almennt. „Við þessu verður brugðist“ Hanna Katrín segir að nú eigi sér stað samtal inni í þingsal og ef marka megi orð þingmanna minnihlutans, sem hafi farið upp í pontu Alþingis, þá verji þeir þessa framgöngu, finnist hún eðlileg. Þeim finnist að þeir, sem fulltrúar minnihlutans, eigi rétt á að stöðva þingræðið ef um er að ræða mál sem þeim og aðilum sem þeim eru skyldir hugnast ekki. „Það er auðvitað ekki þannig og við þessu verður brugðist. Við öndum í kviðinn og munum klára þetta samtal inni í þingsal núna. Svo heldur málþófið um veiðigjaldafrumvarpið sennilega áfram og við munum ráða ráðum okkar.“ Eðlilegt að ná samningnum en nú sé nóg komið Hvað hugsanlega beitingu 71. greinar þingskaparlaga, sem heimilar þingforseta, eða níu þingmönnum, að leggja í atkvæðagreiðslu að stöðva umræður um þingmál og vísa þeim í atkvæðagreiðslu, segir Hanna Katrín að það samtal sé í höndum forseta alþingis, formanna flokkanna og þingflokksformanna. „Ég hef sagt alla tíð að mér þykir eðlilegt að ná samningum. Ég veit hins vegar frá fundum stjórnar- og stjórnarandstöðunnar hér inni á þingi að það mun ekki ganga. Ekki ef minnihlutinn hefur áfram þá sýn á sig sem þeir hafa og þá stjórn á hlutum sem þeir telja sig eiga að hafa hér. Það er einhver stórkostlegur misskilningur í gangi hér. Ef hann er ekki leiðréttur þá er tilefni til að íhuga það alvarlega.“ Með ákvörðun Hildar í gærkvöldi sé þegar búið að slá met sem er fordæmalaust í sögu lýðveldisins. Einnig sé búið að slá met í lengd málþófs. „Alltaf þegar maður heldur að botninum sé náð þá finna menn nýja skóflu sem mokar betur. Þetta er löngu orðið gott.“ Frumvarp minnihlutans feli ekki í sér breytingar Hanna Katrín segir tillögur eða frumvörp sem minnihlutinn hafi lagt fram og ætlast til þess að meirihluti Alþingis og ríkisstjórnin tæki til afgreiðslu frekar en eigið frumvarp hafi ekki falið í sér neina kerfisbreytingu. „Þau hafna þessari leiðréttingu, hafna því að við látum markaðsverðið, raunverulegt verðmæti aflans, ráða því hvernig veiðigjöld eru reiknuð. Þau vilja áfram styðjast við þetta tilbúna verð. Þannig að það er ekki svaravert.“ Hún segir að stjórnarflokkarnir muni bíða rólegir. Enn sem komið er sé bara 10. júlí. Sem áður segi muni forseti þingsins, formenn stjórnarflokkanna og þingflokksformenn ræða framhaldið. „Mér sjálfri líst svo á að það sé fullreynt með einhver samtöl við minnihlutann. Þau hafa átt sér stað í fleiri, fleiri vikur og málin þokast ekkert. Vegna þess að þau vilja ekki þessa leiðréttingu, þau vilja ekki leiðrétta hlut þjóðarinnar í veiðigjöldum. Þá er það bara þannig og þá beitum við því sem við getum beitt.“ Önnur úrræði til en útilokar ekkert Til dæmis þá 71. grein þingskaparlaga? „Það eru önnur úrræði. Það hlýtur auðvitað að vera þannig að við búum við umhverfi þar sem skýr og samstíga meirihluti ræður för. Ég tala nú ekki um meirihluti sem er að vinna jafnskýrt í þágu almennings og vísbendingar og allar skoðanakannanir gefa vísbendingar um hér. Þannig að við munum klára þetta. Munum við gera það áður en orðspor stjórnarandstöðunnar er algjörlega komið niður í duft? Ég veit það ekki og mér er svo sem sama um það. En við munum klára þetta mál.“ Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir „Það er orrustan um Ísland“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir að framundan sé orrusta um Ísland sem ríkisstjórnin ætli að vinna. Hún segir framkomu núverandi minnihluta fordæmalausa á aldarfjórðungs þingferli hennar. Sérhagsmunaöfl úti í bæ stýri minnihlutanum í samningaviðræðum. 10. júlí 2025 13:01 Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Starfsaldursforseti Alþingis segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand í þinginu og uppi er núna. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hafi kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi óvænt í gærkvöldi, sem sitjandi forseti þingsins. 10. júlí 2025 11:29 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Þetta er auðvitað fordæmalaus staða hér á þingi, fordæmalaus í sögu lýðveldisins að svona skuli gengið langt af hálfu minnihlutans til að stöðva lýðræðislega framgöngu mála og lýðræðislegt umboð þess meirihluta sem hér er að völdum. Auðvitað verður brugðist við þessu. Alvarleikinn er gríðarlega mikill og hann nær langt umfram þessa varðstöðu sem Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkur hafa slegið um sérhagsmunina. Þetta er svo miklu alvarlegra en það. Ég ætla að vera hreinskilin við þig, mér er brugðið,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, í samtali við fréttastofu á Alþingi. Vísar ásökunum um valdarán á bug Þar vísar hún til ákvörðunar Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Hún hefur verið sökuð um tilraun til valdaráns og sögð hafa kippt lýðræðinu úr sambandi. Hún hefur vísað öllum slíkum ásökunum á bug. Hún hafi talið sig vera að fylgja hefðbundnu verklagi. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti óvænt ávarp í upphafi þingfundar í morgun vegna þessa og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fór hörðum orðum um ákvörðun Hildar og framgöngu stjórnarandstöðunnar almennt. „Við þessu verður brugðist“ Hanna Katrín segir að nú eigi sér stað samtal inni í þingsal og ef marka megi orð þingmanna minnihlutans, sem hafi farið upp í pontu Alþingis, þá verji þeir þessa framgöngu, finnist hún eðlileg. Þeim finnist að þeir, sem fulltrúar minnihlutans, eigi rétt á að stöðva þingræðið ef um er að ræða mál sem þeim og aðilum sem þeim eru skyldir hugnast ekki. „Það er auðvitað ekki þannig og við þessu verður brugðist. Við öndum í kviðinn og munum klára þetta samtal inni í þingsal núna. Svo heldur málþófið um veiðigjaldafrumvarpið sennilega áfram og við munum ráða ráðum okkar.“ Eðlilegt að ná samningnum en nú sé nóg komið Hvað hugsanlega beitingu 71. greinar þingskaparlaga, sem heimilar þingforseta, eða níu þingmönnum, að leggja í atkvæðagreiðslu að stöðva umræður um þingmál og vísa þeim í atkvæðagreiðslu, segir Hanna Katrín að það samtal sé í höndum forseta alþingis, formanna flokkanna og þingflokksformanna. „Ég hef sagt alla tíð að mér þykir eðlilegt að ná samningum. Ég veit hins vegar frá fundum stjórnar- og stjórnarandstöðunnar hér inni á þingi að það mun ekki ganga. Ekki ef minnihlutinn hefur áfram þá sýn á sig sem þeir hafa og þá stjórn á hlutum sem þeir telja sig eiga að hafa hér. Það er einhver stórkostlegur misskilningur í gangi hér. Ef hann er ekki leiðréttur þá er tilefni til að íhuga það alvarlega.“ Með ákvörðun Hildar í gærkvöldi sé þegar búið að slá met sem er fordæmalaust í sögu lýðveldisins. Einnig sé búið að slá met í lengd málþófs. „Alltaf þegar maður heldur að botninum sé náð þá finna menn nýja skóflu sem mokar betur. Þetta er löngu orðið gott.“ Frumvarp minnihlutans feli ekki í sér breytingar Hanna Katrín segir tillögur eða frumvörp sem minnihlutinn hafi lagt fram og ætlast til þess að meirihluti Alþingis og ríkisstjórnin tæki til afgreiðslu frekar en eigið frumvarp hafi ekki falið í sér neina kerfisbreytingu. „Þau hafna þessari leiðréttingu, hafna því að við látum markaðsverðið, raunverulegt verðmæti aflans, ráða því hvernig veiðigjöld eru reiknuð. Þau vilja áfram styðjast við þetta tilbúna verð. Þannig að það er ekki svaravert.“ Hún segir að stjórnarflokkarnir muni bíða rólegir. Enn sem komið er sé bara 10. júlí. Sem áður segi muni forseti þingsins, formenn stjórnarflokkanna og þingflokksformenn ræða framhaldið. „Mér sjálfri líst svo á að það sé fullreynt með einhver samtöl við minnihlutann. Þau hafa átt sér stað í fleiri, fleiri vikur og málin þokast ekkert. Vegna þess að þau vilja ekki þessa leiðréttingu, þau vilja ekki leiðrétta hlut þjóðarinnar í veiðigjöldum. Þá er það bara þannig og þá beitum við því sem við getum beitt.“ Önnur úrræði til en útilokar ekkert Til dæmis þá 71. grein þingskaparlaga? „Það eru önnur úrræði. Það hlýtur auðvitað að vera þannig að við búum við umhverfi þar sem skýr og samstíga meirihluti ræður för. Ég tala nú ekki um meirihluti sem er að vinna jafnskýrt í þágu almennings og vísbendingar og allar skoðanakannanir gefa vísbendingar um hér. Þannig að við munum klára þetta. Munum við gera það áður en orðspor stjórnarandstöðunnar er algjörlega komið niður í duft? Ég veit það ekki og mér er svo sem sama um það. En við munum klára þetta mál.“
Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir „Það er orrustan um Ísland“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir að framundan sé orrusta um Ísland sem ríkisstjórnin ætli að vinna. Hún segir framkomu núverandi minnihluta fordæmalausa á aldarfjórðungs þingferli hennar. Sérhagsmunaöfl úti í bæ stýri minnihlutanum í samningaviðræðum. 10. júlí 2025 13:01 Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Starfsaldursforseti Alþingis segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand í þinginu og uppi er núna. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hafi kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi óvænt í gærkvöldi, sem sitjandi forseti þingsins. 10. júlí 2025 11:29 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Það er orrustan um Ísland“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir að framundan sé orrusta um Ísland sem ríkisstjórnin ætli að vinna. Hún segir framkomu núverandi minnihluta fordæmalausa á aldarfjórðungs þingferli hennar. Sérhagsmunaöfl úti í bæ stýri minnihlutanum í samningaviðræðum. 10. júlí 2025 13:01
Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Starfsaldursforseti Alþingis segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand í þinginu og uppi er núna. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hafi kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi óvænt í gærkvöldi, sem sitjandi forseti þingsins. 10. júlí 2025 11:29