Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Aron Guðmundsson skrifar 10. júlí 2025 13:31 Amanda Jacobsen Andradóttir er mætt á sitt annað stórmót fyrir Íslands hönd. Þessi gæðamikli leikmaður hefur verið að glíma við sinn skerf af meiðslum og á einum tímapunkti óttaðist hún að EM draumurinn í ár yrði ekki að veruleika fyrir sig. Vísir/Anton Brink Amanda Andradóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, segir það skemmtilega tilhugsun að spila mögulega á móti Noregi í kvöld á EM í fótbolta. Amanda á bæði rætur að rekja til Íslands sem og Noregs og valdi íslenska landsliðið fram yfir það norska á sínum tíma. Amanda, sem var í fyrsta sinn valin í landslið Íslands árið 2021, hefur áður sagt frá því hvernig samtal við Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara hafi hjálpað til við að taka þá ákvörðun að spila fyrir Ísland en ekki Noreg. „Ég talaði náttúrulega við hann og tók eiginlega endanlega ákvörðun eftir að hafa verið búin að tala við hann. Þetta var fínt samtal, hann útskýrði fyrir mér hvað hann væri að hugsa og þá tók ég endanlega ákvörðun,“ sagði Amanda í samtali við Vísi á sínum tíma. Foreldrar Amöndu eru Andri Sigþórsson og hin norska Anna Angvik Jacobsen. Amanda fæddist í Noregi þar sem Andri, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íslands, lauk sínum ferli en hún flutti fimm ára gömul til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals. Hún er á sínu öðru stórmóti með Íslandi en hefur ekki komið við sögu í tveimur leikjum liðsins til þessa. Hana hlýtur hins vegar að kitla allverulega fyrir því að geta mögulega komið við sögu gegn Noregi í kvöld. Klippa: Meiri Íslendingur en Norðmaður „Það er auðvitað mjög skemmtilegt að spila á móti Noregi, kannski sérstaklega fyrir fjölskylduna mína bæði á Íslandi og í Noregi,“ sagði Amanda í viðtali við Vísi í aðdraganda fyrsta leik Íslands á EM. „Ég er meiri Íslendingur.“ Þú náttúrulega valdir að spila fyrir Ísland á sínum tíma, séð væntanlega ekki eftir þeirri ákvörðun eða hvað? „Nei alls ekki. Þetta var mjög náttúruleg ákvörðun fyrir mig að taka á sínum tíma. Ég hafði alltaf spilað með Íslandi og aldrei spurning í mínum huga hvað ég ætti að velja.“ Leikur Íslands og Noregs á EM í Sviss hefst klukkan sjö í kvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar um EM má finna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan: EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Amanda, sem var í fyrsta sinn valin í landslið Íslands árið 2021, hefur áður sagt frá því hvernig samtal við Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara hafi hjálpað til við að taka þá ákvörðun að spila fyrir Ísland en ekki Noreg. „Ég talaði náttúrulega við hann og tók eiginlega endanlega ákvörðun eftir að hafa verið búin að tala við hann. Þetta var fínt samtal, hann útskýrði fyrir mér hvað hann væri að hugsa og þá tók ég endanlega ákvörðun,“ sagði Amanda í samtali við Vísi á sínum tíma. Foreldrar Amöndu eru Andri Sigþórsson og hin norska Anna Angvik Jacobsen. Amanda fæddist í Noregi þar sem Andri, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íslands, lauk sínum ferli en hún flutti fimm ára gömul til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals. Hún er á sínu öðru stórmóti með Íslandi en hefur ekki komið við sögu í tveimur leikjum liðsins til þessa. Hana hlýtur hins vegar að kitla allverulega fyrir því að geta mögulega komið við sögu gegn Noregi í kvöld. Klippa: Meiri Íslendingur en Norðmaður „Það er auðvitað mjög skemmtilegt að spila á móti Noregi, kannski sérstaklega fyrir fjölskylduna mína bæði á Íslandi og í Noregi,“ sagði Amanda í viðtali við Vísi í aðdraganda fyrsta leik Íslands á EM. „Ég er meiri Íslendingur.“ Þú náttúrulega valdir að spila fyrir Ísland á sínum tíma, séð væntanlega ekki eftir þeirri ákvörðun eða hvað? „Nei alls ekki. Þetta var mjög náttúruleg ákvörðun fyrir mig að taka á sínum tíma. Ég hafði alltaf spilað með Íslandi og aldrei spurning í mínum huga hvað ég ætti að velja.“ Leikur Íslands og Noregs á EM í Sviss hefst klukkan sjö í kvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar um EM má finna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan:
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira