„Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2025 13:02 Kristinn Freyr Sigurðsson fagnar marki sínu á móti KR á dögunum. Vísir/Pawel Valsmenn hefja leik í Evrópukeppninni í kvöld þegar þeir fá eistneska liðið Flora Tallin í heimsókn á Hlíðarenda. Þetta er fyrri leikur liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu 2025-26. Kristinn Freyr Sigurðsson og aðrir leikmenn Valsliðsins koma á mikilli siglingu inn í þetta einvígi á móti Eistunum. Margir leikir undanfarið „Þetta leggst mjög vel í mig. Það eru búnir að vera margir leikir undanfarið og við erum í góðum gír. Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Valsmenn eru í toppbaráttu Bestu deildarinnar, komnir í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og núna að fara af stað í Evrópukeppni. Það eru margir leikir og mikið í gangi. Verða næstu vikur erfiðar fyrir Valsliðið? Klippa: „Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi“ „Já klárlega. Það er mikið af leikjum en þeir eru skemmtilegir og það miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu sem við erum. Við þurfum bara að gera okkur klára fyrir hvern leik, hugsa um einn leik í einu og mæta bara klárir,“ sagði Kristinn. Æfingarnar öðruvísi Eru æfingar liðsins eitthvað öðruvísi þegar það er svona mikið af leikjum? „Já, það er allt annað og sjálfsögðu er það gert því þetta snýst náttúrulega um leikina og að menn séu eins orkumiklir og hægt er fyrir þá,“ sagði Kristinn. Fyrri leikurinn er á móti Flora er á heimavelli og góð úrslit því nauðsynleg í leik kvöldsins ætli Valsmenn áfram. Vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum „Þetta er mjög mikilvægt en það eru 180 mínútur í einvíginu. Margt getur gerst en þetta einvígi vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum. Við þurfum bara að fara út með góð úrslit og klára þá þar,“ sagði Kristinn. Kristinn hefur verið að spila vel með Val síðustu vikurnar. Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Nei, svo sem ekki. Ég reyni bara að vera klár fyrir leiki og stundum gengur þetta og stundum ekki. Liðinu hefur verið að ganga vel núna og margir leikmenn að spila vel. Við þurfum að halda því áfram því mótið er bara hálfnað,“ sagði Kristinn en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Vals og Flora hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
Þetta er fyrri leikur liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu 2025-26. Kristinn Freyr Sigurðsson og aðrir leikmenn Valsliðsins koma á mikilli siglingu inn í þetta einvígi á móti Eistunum. Margir leikir undanfarið „Þetta leggst mjög vel í mig. Það eru búnir að vera margir leikir undanfarið og við erum í góðum gír. Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Valsmenn eru í toppbaráttu Bestu deildarinnar, komnir í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og núna að fara af stað í Evrópukeppni. Það eru margir leikir og mikið í gangi. Verða næstu vikur erfiðar fyrir Valsliðið? Klippa: „Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi“ „Já klárlega. Það er mikið af leikjum en þeir eru skemmtilegir og það miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu sem við erum. Við þurfum bara að gera okkur klára fyrir hvern leik, hugsa um einn leik í einu og mæta bara klárir,“ sagði Kristinn. Æfingarnar öðruvísi Eru æfingar liðsins eitthvað öðruvísi þegar það er svona mikið af leikjum? „Já, það er allt annað og sjálfsögðu er það gert því þetta snýst náttúrulega um leikina og að menn séu eins orkumiklir og hægt er fyrir þá,“ sagði Kristinn. Fyrri leikurinn er á móti Flora er á heimavelli og góð úrslit því nauðsynleg í leik kvöldsins ætli Valsmenn áfram. Vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum „Þetta er mjög mikilvægt en það eru 180 mínútur í einvíginu. Margt getur gerst en þetta einvígi vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum. Við þurfum bara að fara út með góð úrslit og klára þá þar,“ sagði Kristinn. Kristinn hefur verið að spila vel með Val síðustu vikurnar. Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Nei, svo sem ekki. Ég reyni bara að vera klár fyrir leiki og stundum gengur þetta og stundum ekki. Liðinu hefur verið að ganga vel núna og margir leikmenn að spila vel. Við þurfum að halda því áfram því mótið er bara hálfnað,“ sagði Kristinn en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Vals og Flora hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira