Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júlí 2025 12:11 Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir er hluti af borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Hér situr hún í sal borgarstjórnar ásamt Hildi Björnsdóttur, oddvita flokksins. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ekki hafa áhyggjur af fylgistapi flokksins í könnun Maskínu. Íbúar borgarinnar hafi gleymt því að hlutirnir geti verið betri en þeir eru. Í könnun Maskínu frá því á föstudag mælist Samfylkingin stærst flokka í Reykjavík með 29,4 prósent fylgi og bætir við sig rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 31,9 prósent í apríl en tapar rúmum sex prósentustigum milli kannana og mælist nú með 25 og hálft prósent. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir borgarstjórnarflokkinn ekki hafa áhyggjur af stöðunni. „Við erum alveg sultuslök. Við höfum verið að fá mjög góða mælingu en núna fáum við eina aðeins til að brýna okkur. Það er bara mjög eðlilegt. Fyrir mitt leyti segi ég, það er oft gott að fá eina til að halda manni við efnið. Þá er sigurinn sætari seinna meir. Það er alveg enn þá svolítið í kosningar. Fínt að fá þessar stikkprufur en svo er bara ein mæling sem í raun og veru skiptir máli, og það er bara kjördagur,“ segir Ragnhildur Alda. Stefna á yfir þrjátíu prósent Rúmir tíu mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga og telur Ragnhildur Alda að þrátt fyrir mikið fylgi núverandi meirihluta í könnunum, vilji fólk breytingar. „Ég held bara að þegar maður er vanur einhverju og það er orðið svo venjubundið, þá getur maður orðið smá samdauna og gleymir að það er hægt að gera hlutina öðruvísi. Þannig að þeir skili árangri fyrir íbúa. Ég hugsa að þegar nær dregur sveitarstjórnarkosningunum og það kemur kastljós á þessi atriði, það er mikið kastljós á þinginu núna. En núna förum við örugglega öll að beina því að borginni, þá held ég nú að... Tja, fyrir mitt leyti, ég er að fara að labba úr þessum kosningum með ekki minna en þrjátíu prósent fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég veit að það er eitthvað sem við ætlum að sækja og ég er kokhraust með það,“ segir Ragnhildur Alda. Skoðanakannanir Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Í könnun Maskínu frá því á föstudag mælist Samfylkingin stærst flokka í Reykjavík með 29,4 prósent fylgi og bætir við sig rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 31,9 prósent í apríl en tapar rúmum sex prósentustigum milli kannana og mælist nú með 25 og hálft prósent. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir borgarstjórnarflokkinn ekki hafa áhyggjur af stöðunni. „Við erum alveg sultuslök. Við höfum verið að fá mjög góða mælingu en núna fáum við eina aðeins til að brýna okkur. Það er bara mjög eðlilegt. Fyrir mitt leyti segi ég, það er oft gott að fá eina til að halda manni við efnið. Þá er sigurinn sætari seinna meir. Það er alveg enn þá svolítið í kosningar. Fínt að fá þessar stikkprufur en svo er bara ein mæling sem í raun og veru skiptir máli, og það er bara kjördagur,“ segir Ragnhildur Alda. Stefna á yfir þrjátíu prósent Rúmir tíu mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga og telur Ragnhildur Alda að þrátt fyrir mikið fylgi núverandi meirihluta í könnunum, vilji fólk breytingar. „Ég held bara að þegar maður er vanur einhverju og það er orðið svo venjubundið, þá getur maður orðið smá samdauna og gleymir að það er hægt að gera hlutina öðruvísi. Þannig að þeir skili árangri fyrir íbúa. Ég hugsa að þegar nær dregur sveitarstjórnarkosningunum og það kemur kastljós á þessi atriði, það er mikið kastljós á þinginu núna. En núna förum við örugglega öll að beina því að borginni, þá held ég nú að... Tja, fyrir mitt leyti, ég er að fara að labba úr þessum kosningum með ekki minna en þrjátíu prósent fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég veit að það er eitthvað sem við ætlum að sækja og ég er kokhraust með það,“ segir Ragnhildur Alda.
Skoðanakannanir Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira