Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2025 22:03 Iman Beney og Sædís Rún Heiðarsdóttir í baráttunni í Bern í gærkvöld. Getty/Noemi Llamas Tvítugi Ólsarinn Sædís Rún Heiðarsdóttir er eins og margar aðrar í íslenska fótboltalandsliðinu að upplifa sín mestu vonbrigði á ferlinum, eftir tapið gegn Sviss á EM í gær. Tapið sem gerði út um vonir um 8-liða úrslit. „Auðvitað. Sérstaklega þegar þetta er eitthvað sem maður hefur þráð og dreymt um ótrúlega lengi. Eitthvað sem maður hafði hlakkað rosalega mikið til. Að fara inn í klefa og dansa og syngja með stelpunum. Síðan einhvern veginn gerist það ekki og það er auðvitað vonbrigði. En við eigum leik eftir, enn möguleiki á að taka sigur þar og við ætlum að gera það,“ sagði Sædís á æfingasvæði Íslands í Thun í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sædís daginn eftir vonbrigðin miklu Sædís hefur nú spilað 21 A-landsleik, þrátt fyrir ungan aldur, og áður staðið í ströngu á stórmóti því hún var fyrirliði U19-landsliðsins í lokakeppni EM fyrir tveimur árum. Þá þarf að setja ný markmið Þessi sparkvissi bakvörður meistaraliðs Vålerenga í Noregi bar sig nokkuð vel í dag þrátt fyrir tapið í gær, en…: „Þetta hefur verið þungt. Erfitt að koma í orð hvernig manni líður. Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði og við ætluðum okkur meira. Við höfum talað opinskátt um það hvað við ætluðum okkur og því miður náðist það ekki. Þá þýðir ekkert annað en að setja ný markmið og það er komið; við ætlum að vinna þennan Noregsleik Þetta fylgir því bara að vera íþróttamaður. Maður veit að „eftir leik“ er „fyrir leik“. Maður þarf að minna sig á að maður hefur ekki mikinn tíma til að vera að hugsa um það sem er búið. Maður þarf bara að rífa sig í gang,“ sagði Sædís. Sædís Rún Heiðarsdóttir kom snemma inná gegn Sviss í gær, vegna meiðsla Guðnýjar Árnadóttur.vísir/Anton Var ekkert hræðilegt Nú þegar niðurstaðan er ljós má velta fyrir sér hvað Ísland hefði getað gert öðruvísi: „Það er erfitt að festa fingur á eitthvað eitt sem maður hefði átt að gera öðruvísi. Auðvitað hugsar maður alltaf eftir á: „ef og hefði“ og allt það en það þýðir lítið í íþróttum. Þetta er búið og gert og við þurfum að horfa áfram veginn,“ segir Sædís og vill líka sjá björtu hliðarnar: „Já algjörlega. Þó við höfum tapað báðum þessum leikjum þá var þetta ekkert hræðilegt. Úrslitin segja ekki alveg allt. Leikurinn í gær var alls ekki 2-0 leikur, bara frekar jafn, en fótboltaleikir snúast um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og því miður gerðist það ekki.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
„Auðvitað. Sérstaklega þegar þetta er eitthvað sem maður hefur þráð og dreymt um ótrúlega lengi. Eitthvað sem maður hafði hlakkað rosalega mikið til. Að fara inn í klefa og dansa og syngja með stelpunum. Síðan einhvern veginn gerist það ekki og það er auðvitað vonbrigði. En við eigum leik eftir, enn möguleiki á að taka sigur þar og við ætlum að gera það,“ sagði Sædís á æfingasvæði Íslands í Thun í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sædís daginn eftir vonbrigðin miklu Sædís hefur nú spilað 21 A-landsleik, þrátt fyrir ungan aldur, og áður staðið í ströngu á stórmóti því hún var fyrirliði U19-landsliðsins í lokakeppni EM fyrir tveimur árum. Þá þarf að setja ný markmið Þessi sparkvissi bakvörður meistaraliðs Vålerenga í Noregi bar sig nokkuð vel í dag þrátt fyrir tapið í gær, en…: „Þetta hefur verið þungt. Erfitt að koma í orð hvernig manni líður. Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði og við ætluðum okkur meira. Við höfum talað opinskátt um það hvað við ætluðum okkur og því miður náðist það ekki. Þá þýðir ekkert annað en að setja ný markmið og það er komið; við ætlum að vinna þennan Noregsleik Þetta fylgir því bara að vera íþróttamaður. Maður veit að „eftir leik“ er „fyrir leik“. Maður þarf að minna sig á að maður hefur ekki mikinn tíma til að vera að hugsa um það sem er búið. Maður þarf bara að rífa sig í gang,“ sagði Sædís. Sædís Rún Heiðarsdóttir kom snemma inná gegn Sviss í gær, vegna meiðsla Guðnýjar Árnadóttur.vísir/Anton Var ekkert hræðilegt Nú þegar niðurstaðan er ljós má velta fyrir sér hvað Ísland hefði getað gert öðruvísi: „Það er erfitt að festa fingur á eitthvað eitt sem maður hefði átt að gera öðruvísi. Auðvitað hugsar maður alltaf eftir á: „ef og hefði“ og allt það en það þýðir lítið í íþróttum. Þetta er búið og gert og við þurfum að horfa áfram veginn,“ segir Sædís og vill líka sjá björtu hliðarnar: „Já algjörlega. Þó við höfum tapað báðum þessum leikjum þá var þetta ekkert hræðilegt. Úrslitin segja ekki alveg allt. Leikurinn í gær var alls ekki 2-0 leikur, bara frekar jafn, en fótboltaleikir snúast um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og því miður gerðist það ekki.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu