Landsliðskonurnar neita að æfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 10:00 Landsliðskonur Úrúgvæ birtu þessa mynd með færslu sinni um að þær neita að æfa. Las Celestes Kvennalandslið Úrúgvæ í fótbolta stendur í mikilli baráttu utan vallar aðeins nokkrum dögum fyrir þátttöku þeirra í Suðurameríkukeppni landsliða. Suðurameríkukeppnin fer að þessu sinni fram í Ekvador og stendur frá 11. júlí til 2. ágúst. Tíu þjóðir keppa á mótinu og þar á meðal er Úrúgvæ sem er með í áttunda skiptið. Úrúgvæsku landsliðskonurnar standa í stórræðum utan vallar fimm dögum fyrir fyrsta leik. Þær neita að æfa þegar liðið ætti að vera á fullu að undirbúa sig fyrir mótið. Ástæðan er að þær heimta jafnrétti og að þær fái miklu betri umgjörð eins og karlalandslið Úrúgvæ tekur sem sjálfsögðum hlut. „Við neitum að æfa í dag af því að við höfum ekki fengið jákvæð viðbrögð við kröfum okkar um betri aðbúnað. Þetta sýnir ekki ástríðuleysi okkar heldur miklu frekar ástríðu okkar fyrir því að fá sanngjarna meðferð,“ segir í yfirlýsingu frá landsliðskonunum. „Við viljum allar spila fyrir Úrúgvæ í Copa America en um leið eigum við allar skilið sanngjarna meðferð fyrir það sem við erum að leggja á okkur fyrir þjóð okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Úrúgvæ er í riði með Ekvador, Argentínu, Síle og Peru á mótinu en fyrsti leikurinn er á móti heimakonum í Ekvador 11. júlí næstkomandi. Besti árangur Úrúgvæ í Suðurameríkukeppninni er þriðja sætið sem liðið náði árið 2006 en í síðustu keppni, árið 2022, endaði Úrúgvæ næst neðst í sínum riðli og komst ekki áfram í útsláttarkeppnina. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Copa América Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Suðurameríkukeppnin fer að þessu sinni fram í Ekvador og stendur frá 11. júlí til 2. ágúst. Tíu þjóðir keppa á mótinu og þar á meðal er Úrúgvæ sem er með í áttunda skiptið. Úrúgvæsku landsliðskonurnar standa í stórræðum utan vallar fimm dögum fyrir fyrsta leik. Þær neita að æfa þegar liðið ætti að vera á fullu að undirbúa sig fyrir mótið. Ástæðan er að þær heimta jafnrétti og að þær fái miklu betri umgjörð eins og karlalandslið Úrúgvæ tekur sem sjálfsögðum hlut. „Við neitum að æfa í dag af því að við höfum ekki fengið jákvæð viðbrögð við kröfum okkar um betri aðbúnað. Þetta sýnir ekki ástríðuleysi okkar heldur miklu frekar ástríðu okkar fyrir því að fá sanngjarna meðferð,“ segir í yfirlýsingu frá landsliðskonunum. „Við viljum allar spila fyrir Úrúgvæ í Copa America en um leið eigum við allar skilið sanngjarna meðferð fyrir það sem við erum að leggja á okkur fyrir þjóð okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Úrúgvæ er í riði með Ekvador, Argentínu, Síle og Peru á mótinu en fyrsti leikurinn er á móti heimakonum í Ekvador 11. júlí næstkomandi. Besti árangur Úrúgvæ í Suðurameríkukeppninni er þriðja sætið sem liðið náði árið 2006 en í síðustu keppni, árið 2022, endaði Úrúgvæ næst neðst í sínum riðli og komst ekki áfram í útsláttarkeppnina. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird)
Copa América Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira