„Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2025 22:16 Þorsteinn Halldórsson gengur af velli í Bern í kvöld, afar vonsvikinn eins og leikmenn og starfslið. vísir/Anton „Eðlilega er ég, leikmenn og allir í kringum liðið þungir yfir þessu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í Bern í kvöld, eftir að ljóst varð að Ísland kæmist ekki upp úr sínum riðli á EM kvenna í fótbolta. „Vonbrigði. Þetta er bara staðan í dag. Við töpuðum og þurfum að díla við það. Næsti sólarhringur fer í að takast á við þetta og þjappa okkur saman fyrir síðasta leik,“ sagði Þorsteinn, eftir 2-0 tapið gegn Sviss sem gerir að verkum að Ísland er án stiga eftir tvo leiki af þremur. Vísir spurði Þorstein hvort að hann myndi íhuga stöðu sína sem landsliðsþjálfari, fyrst niðurstaðan varð þessi, en svo skömmu eftir leik var svarið: „Auðvitað skil ég alveg spurninguna og hvað er krafa, eða hvernig ég á að orða það. Þetta er bara eðlilegur hluti af því að vera þjálfari. En ég hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik. Ég er ekki að fara að leggjast yfir það. Ég ætla að klára þetta mót og væntanlega eftir mót þá sest ég niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir stöðuna,“ sagði Þorsteinn en hann er með samning við KSÍ sem gildir yfir undan- og mögulega lokakeppni HM 2027. „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu að nota hann“ Íslenska liðið ógnaði talsvert með löngum innköstum í kvöld en að öðru leyti gekk afar illa að skapa hættu: „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu líka að nota hann. Það er ekkert að því að nota löng innköst til að skapa færi. Auðvitað hefði maður viljað sjá mark þarna í alla vega einu tilfellinu. Við sköpuðum ekki mikið af opnum færum í þessum leik, það er alveg ljóst, og áttum í erfiðleikum þegar við komumst á síðasta þriðjung með að búa eitthvað til. Það gekk illa í dag. Við komum okkur í góðar stöður sem við náðum ekki að nýta. Þessi leikur var bara svona en eftir því sem leið á seinni hálfleikinn fannst mér við vera að ná tökum á þessu, en svo kemur þetta mark upp úr því að við töpum boltanum á slæmum stað og fáum á okkur hraða sókn,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap gegn heimakonum á Evrópumeistaramótinu í Sviss en úrslitin þýða að Ísland á ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum þrátt fyrir að eiga einn leik eftir. 6. júlí 2025 21:33 Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Svisslendingar skipuðu boltasæki á Wankdorf-vellinum í Bern að fjarlægja handklæði sem Sveindís Jane Jónsdóttir hafði notað til að þurrka boltann fyrir löng innköst sín. 6. júlí 2025 20:02 Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti sigur gegn heimakonum í Sviss á Wankdorf-vellinum í Bern til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum sínum en varð ekki erindi sem erfiði. Tvö mörk í síðar hálfleik tryggðu Sviss sigurinn 6. júlí 2025 16:02 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Sjá meira
„Vonbrigði. Þetta er bara staðan í dag. Við töpuðum og þurfum að díla við það. Næsti sólarhringur fer í að takast á við þetta og þjappa okkur saman fyrir síðasta leik,“ sagði Þorsteinn, eftir 2-0 tapið gegn Sviss sem gerir að verkum að Ísland er án stiga eftir tvo leiki af þremur. Vísir spurði Þorstein hvort að hann myndi íhuga stöðu sína sem landsliðsþjálfari, fyrst niðurstaðan varð þessi, en svo skömmu eftir leik var svarið: „Auðvitað skil ég alveg spurninguna og hvað er krafa, eða hvernig ég á að orða það. Þetta er bara eðlilegur hluti af því að vera þjálfari. En ég hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik. Ég er ekki að fara að leggjast yfir það. Ég ætla að klára þetta mót og væntanlega eftir mót þá sest ég niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir stöðuna,“ sagði Þorsteinn en hann er með samning við KSÍ sem gildir yfir undan- og mögulega lokakeppni HM 2027. „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu að nota hann“ Íslenska liðið ógnaði talsvert með löngum innköstum í kvöld en að öðru leyti gekk afar illa að skapa hættu: „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu líka að nota hann. Það er ekkert að því að nota löng innköst til að skapa færi. Auðvitað hefði maður viljað sjá mark þarna í alla vega einu tilfellinu. Við sköpuðum ekki mikið af opnum færum í þessum leik, það er alveg ljóst, og áttum í erfiðleikum þegar við komumst á síðasta þriðjung með að búa eitthvað til. Það gekk illa í dag. Við komum okkur í góðar stöður sem við náðum ekki að nýta. Þessi leikur var bara svona en eftir því sem leið á seinni hálfleikinn fannst mér við vera að ná tökum á þessu, en svo kemur þetta mark upp úr því að við töpum boltanum á slæmum stað og fáum á okkur hraða sókn,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap gegn heimakonum á Evrópumeistaramótinu í Sviss en úrslitin þýða að Ísland á ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum þrátt fyrir að eiga einn leik eftir. 6. júlí 2025 21:33 Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Svisslendingar skipuðu boltasæki á Wankdorf-vellinum í Bern að fjarlægja handklæði sem Sveindís Jane Jónsdóttir hafði notað til að þurrka boltann fyrir löng innköst sín. 6. júlí 2025 20:02 Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti sigur gegn heimakonum í Sviss á Wankdorf-vellinum í Bern til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum sínum en varð ekki erindi sem erfiði. Tvö mörk í síðar hálfleik tryggðu Sviss sigurinn 6. júlí 2025 16:02 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Sjá meira
Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap gegn heimakonum á Evrópumeistaramótinu í Sviss en úrslitin þýða að Ísland á ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum þrátt fyrir að eiga einn leik eftir. 6. júlí 2025 21:33
Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Svisslendingar skipuðu boltasæki á Wankdorf-vellinum í Bern að fjarlægja handklæði sem Sveindís Jane Jónsdóttir hafði notað til að þurrka boltann fyrir löng innköst sín. 6. júlí 2025 20:02
Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti sigur gegn heimakonum í Sviss á Wankdorf-vellinum í Bern til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum sínum en varð ekki erindi sem erfiði. Tvö mörk í síðar hálfleik tryggðu Sviss sigurinn 6. júlí 2025 16:02