Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Agnar Már Másson skrifar 6. júlí 2025 16:21 Anna Lindh var utanríkisráðherra úr röðum sósíaldemókrata en henni var banað árið 2003. Getty Fyrir rúmlega tuttugu árum var maður dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að stinga utanríkisráðherra Svíþjóðar til bana. Nú hefur maðurinn fengið sérstakt leyfi til að stíga fæti út fyrir fangelsið í von um að draga úr skaðlegum áhrifum fangelsisvistarinnar. Anna Lindh, þáverandi utanríkisráðherra úr röðum jafnaðarmanna, var 46 ára gömul þegar hún var myrt í verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms 10. september árið 2003. Hún hafði þá gegnt embætti utanríkisráðherra í fimm ár en áður hafði hún gegnt embætti umhverfisráðherra. Mijailo Mijailovic var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið og síðan þá hefur hann afplánað dóm sinn í nokkrum mismunandi fangelsum í Svíþjóð, þar á meðal í Kumla og Tidaholm. Hann hefur einnig verið vistaður á réttargeðdeildum. Mijailovic hefur einnig áður lýst yfir vilja sínum til að afplána dóm sinn í Serbíu þar sem hann segist hafa meiri tengsl þangað en til Svíþjóðar. Fangelsismálastofnun hefur hins vegar komið í veg fyrir það. En nú hefur Mijailo Mijailovic sótt um og fengið samþykki fyrir sérstöku leyfi, svokölluðu „loftholsleyfi“ frá fangelsismálastofnun Svíþjóðar, að því er Aftonbladet greinir frá. Í gögnum frá stofnuninni sem Aftonbladet hefur fengið aðgang að, dagsettum 13. júní, stendur að leyfið skuli framkvæmt undir eftirliti. „Mijailo Mijailovic hefur sótt um loftholsleyfi. Fangelsismálastofnun túlkar umsóknina sem beiðni um sérstakt leyfi til að draga úr skaðlegum áhrifum langvarandi frelsissviptingar. Fangelsið í Kumla hefur mælt með umsókn hans.“ Fangelsismálastofnunin skrifar í mati sínu að engar öryggishindranir séu því til fyrirstöðu að hann fái leyfið. „Með hliðsjón af því sem fram kemur í málinu metur Fangelsismálastofnun að engar öryggishindranir séu gegn því að samþykkja umsókn Mijailo Mijailovic um sérstakt leyfi í þeim tilgangi að draga úr skaðlegum áhrifum frelsissviptingar. Af öryggisástæðum metur Fangelsismálastofnun að leyfið skuli framkvæmt undir eftirliti,“ stendur í ákvörðuninni. Mijailovic má samkvæmt Fangelsismálastofnun ekki fá reglubundið leyfi en vorið 2025 fór Mijailovic í læknisheimsókn og þurfti þá að bera fótajárn. Mijailovic hefur einnig verið dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás eftir að hafa ráðist á samfanga með skrúfjárni á gangi fangelsis í Kumla. Mijailovic stakk samfangann nokkrum sinnum í brjóst og kvið í því sem var lýst sem algjörlega tilefnislausri árás. Svíþjóð Fangelsismál Erlend sakamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Anna Lindh, þáverandi utanríkisráðherra úr röðum jafnaðarmanna, var 46 ára gömul þegar hún var myrt í verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms 10. september árið 2003. Hún hafði þá gegnt embætti utanríkisráðherra í fimm ár en áður hafði hún gegnt embætti umhverfisráðherra. Mijailo Mijailovic var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið og síðan þá hefur hann afplánað dóm sinn í nokkrum mismunandi fangelsum í Svíþjóð, þar á meðal í Kumla og Tidaholm. Hann hefur einnig verið vistaður á réttargeðdeildum. Mijailovic hefur einnig áður lýst yfir vilja sínum til að afplána dóm sinn í Serbíu þar sem hann segist hafa meiri tengsl þangað en til Svíþjóðar. Fangelsismálastofnun hefur hins vegar komið í veg fyrir það. En nú hefur Mijailo Mijailovic sótt um og fengið samþykki fyrir sérstöku leyfi, svokölluðu „loftholsleyfi“ frá fangelsismálastofnun Svíþjóðar, að því er Aftonbladet greinir frá. Í gögnum frá stofnuninni sem Aftonbladet hefur fengið aðgang að, dagsettum 13. júní, stendur að leyfið skuli framkvæmt undir eftirliti. „Mijailo Mijailovic hefur sótt um loftholsleyfi. Fangelsismálastofnun túlkar umsóknina sem beiðni um sérstakt leyfi til að draga úr skaðlegum áhrifum langvarandi frelsissviptingar. Fangelsið í Kumla hefur mælt með umsókn hans.“ Fangelsismálastofnunin skrifar í mati sínu að engar öryggishindranir séu því til fyrirstöðu að hann fái leyfið. „Með hliðsjón af því sem fram kemur í málinu metur Fangelsismálastofnun að engar öryggishindranir séu gegn því að samþykkja umsókn Mijailo Mijailovic um sérstakt leyfi í þeim tilgangi að draga úr skaðlegum áhrifum frelsissviptingar. Af öryggisástæðum metur Fangelsismálastofnun að leyfið skuli framkvæmt undir eftirliti,“ stendur í ákvörðuninni. Mijailovic má samkvæmt Fangelsismálastofnun ekki fá reglubundið leyfi en vorið 2025 fór Mijailovic í læknisheimsókn og þurfti þá að bera fótajárn. Mijailovic hefur einnig verið dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás eftir að hafa ráðist á samfanga með skrúfjárni á gangi fangelsis í Kumla. Mijailovic stakk samfangann nokkrum sinnum í brjóst og kvið í því sem var lýst sem algjörlega tilefnislausri árás.
Svíþjóð Fangelsismál Erlend sakamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira