„Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2025 21:33 Rob Holding og tengdamamma hans, Eunice Quason, á leiknum gegn Finnum á EM. Sveindís segir Holding hafa notið þess í botn að vera meðal íslenskra stuðningsmanna. vísir/Anton Sveindís Jane Jónsdóttir er lítið fyrir það að ræða um fótbolta, nema þegar það er hluti af hennar störfum sem fótboltakonu. Þó að kærasti hennar Rob Holding sé einnig þekktur fótboltamaður þá tala þau eiginlega ekkert um boltann. Það er um það bil sólarhringur í næsta leik Íslands á EM þegar liðið mætir Sviss í Bern annað kvöld. Bæði lið urðu að sætta sig við tap á fyrsta leikdegi og því er gríðarlega mikið undir í leiknum. Holding, sem er meðal annars fyrrverandi leikmaður Arsenal, var á meðal stuðningsmanna Íslands á leiknum við Finna á miðvikudaginn, hress í bragði og gaf af sér á Fan Zone fyrir leikinn. Hann var svo klár í víkingaklappið á leiknum sjálfum: „Honum fannst það geggjað. Hann hafði aldrei gert það áður og ég held að hann hafi ekki séð þetta fyrir sér fyrir svona tveimur árum. Hann kom einmitt inná að þetta væri fyrsta stórmótið hans, kvennamegin, og honum fannst þetta bara mjög skemmtilegt og elskaði íslenska stuðningsmenn,“ sagði Sveindís við Vísi í gær, í hótelgarði landsliðsins í Sviss. Klippa: Sveindís og Holding tala um allt annað en fótbolta „Tala voða lítið um fótbolta“ Þau Holding gátu varið góðri stund saman á fimmtudaginn, þegar leikmenn fengu frídag, en sá tími var ekki nýttur til að ræða neitt varðandi leikinn við Finna eða komandi rimmu við Sviss: „Ég tala voða lítið um fótbolta, ef ég er ekki í fótbolta. Mér finnst bara gott að tala um eitthvað allt annað við hann. Við höfum nóg annað að tala um,“ sagði Sveindís sem naut þess vel að verja tíma með Holding og pabba hans, mömmu sinni og pabba, í Thun. „Við vorum hér á hótelinu í smátíma og fórum svo bara niður í bæ og fengum okkur kvöldmat. Nýttum daginn vel og kvöldið. Þetta var mjög næs og kærkomið frí og ég held að allir hafi nýtt þetta vel. Þetta var örugglega mjög gott fyrir alla, líka þau í staffinu. Aðeins að koma okkur út. Þetta er frábært svæði hér en það er líka gott að koma sér út fyrir svæðið og njóta,“ sagði Sveindís. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Það er um það bil sólarhringur í næsta leik Íslands á EM þegar liðið mætir Sviss í Bern annað kvöld. Bæði lið urðu að sætta sig við tap á fyrsta leikdegi og því er gríðarlega mikið undir í leiknum. Holding, sem er meðal annars fyrrverandi leikmaður Arsenal, var á meðal stuðningsmanna Íslands á leiknum við Finna á miðvikudaginn, hress í bragði og gaf af sér á Fan Zone fyrir leikinn. Hann var svo klár í víkingaklappið á leiknum sjálfum: „Honum fannst það geggjað. Hann hafði aldrei gert það áður og ég held að hann hafi ekki séð þetta fyrir sér fyrir svona tveimur árum. Hann kom einmitt inná að þetta væri fyrsta stórmótið hans, kvennamegin, og honum fannst þetta bara mjög skemmtilegt og elskaði íslenska stuðningsmenn,“ sagði Sveindís við Vísi í gær, í hótelgarði landsliðsins í Sviss. Klippa: Sveindís og Holding tala um allt annað en fótbolta „Tala voða lítið um fótbolta“ Þau Holding gátu varið góðri stund saman á fimmtudaginn, þegar leikmenn fengu frídag, en sá tími var ekki nýttur til að ræða neitt varðandi leikinn við Finna eða komandi rimmu við Sviss: „Ég tala voða lítið um fótbolta, ef ég er ekki í fótbolta. Mér finnst bara gott að tala um eitthvað allt annað við hann. Við höfum nóg annað að tala um,“ sagði Sveindís sem naut þess vel að verja tíma með Holding og pabba hans, mömmu sinni og pabba, í Thun. „Við vorum hér á hótelinu í smátíma og fórum svo bara niður í bæ og fengum okkur kvöldmat. Nýttum daginn vel og kvöldið. Þetta var mjög næs og kærkomið frí og ég held að allir hafi nýtt þetta vel. Þetta var örugglega mjög gott fyrir alla, líka þau í staffinu. Aðeins að koma okkur út. Þetta er frábært svæði hér en það er líka gott að koma sér út fyrir svæðið og njóta,“ sagði Sveindís.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn