Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2025 09:03 Sandra María Jessen hefur raðað inn mörkum í Bestu deildinni í gegnum árin og einnig spilað þýsku bundesligunni. vísir/Anton Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. Sandra gat ekki spilað á EM fyrir þremur árum því þá var hún nýbúin að eignast barn og þó að hún hafi verið með á EM 2017 þá hafði hún slitið krossband í hné sama ár. Þrítug að aldri er hún núna mætt til Sviss í stóru hlutverki. Fjallað var um þetta í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöld, eins og sjá má hér að neðan. „Það er mjög margt búið að gerast síðan árið 2017, þegar ég fór síðast á stórmót. Búin að eignast eina stelpu og ganga í gegnum erfið meiðsli, mikið af hólum og hæðum. Búin að fara út í atvinnumennsku og koma aftur heim. Það er ýmislegt sem er komið núna í reynslubankann sem mun nýtast manni vel núna. Þekkingin frá því að hafa verið á stórmóti hjálpar manni líka klárlega til að róa taugarnar og komast í gegnum svona stórmót, og njóta þess meira en maður kannski gerði á sínu fyrsta móti,“ sagði Sandra við hótel landsliðsins í gær, við Thun-vatnið. Sandra María í viðtali eftir tapið gegn Finnum. Hún hefur á EM veitt viðtöl hvort sem er á íslensku, þýsku eða ensku.Getty/Aitor Alcalde Þessi mikli markahrókur hóf leik gegn Finnum á miðvikudag í fremstu víglínu Íslands. Þetta stórmót er því alls ólíkt EM 2017 þegar Sandra var nýskriðin upp úr meiðslum: „Það var svona aðeins öðruvísi hlutverk sem að maður var í þá. Maður var fyrst og fremst þakklátur fyrir að hafa náð sér af meiðslunum, komið sér á stórmót og rosalega mikil forréttindi að hafa fengið að spila, komið inná í einum leik. En núna er maður meira í sínu toppstandi, búinn að leggja mikið á sig til að komast hingað og vera að toppa. Það er rosalega gaman að vera hérna og hafa strax í fyrsta leik fengið stórt hlutverk. Ég er rosalega spennt og trúi og vona að þetta verði mitt mót,“ sagði Sandra. Fengu frídag: „Örugglega mjög gott fyrir alla“ Sandra og aðrir leikmenn íslenska liðsins fengu frídag daginn eftir tapið gegn Finnum, þar sem þær gátu fengið að verja tíma með fjölskyldu eftir stífa törn að undanförnu. Það var kærkomið, fyrir átökin sem brátt taka við með leikjum við Sviss á morgun og við Noreg á fimmtudaginn. „Við vorum hér [við hótelið] í smátíma og fórum svo bara niður í bæ, í Thun, og fengum okkur kvöldmat. Nýttum daginn vel og kvöldið,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir. „Þetta var mjög næs og kærkomið frí og ég held að allir hafi nýtt þetta vel. Þetta var örugglega mjög gott fyrir alla, líka þau í staffinu. Aðeins að koma okkur út. Þetta er frábært svæði hér en það er líka gott að koma sér út fyrir svæðið og njóta,“ bætti Sveindís við. Katla Tryggvadóttir tók í sama streng: „Ég hitti fjölskylduna mína, sem var mjög gott. Sérstaklega þegar maður býr í útlöndum og hittir þau ekkert alltaf, þannig að það var mjög gott að geta hitt þau.“ „Foreldrar mínir komu hérna á hótelið og svo fórum við eitthvað í bæinn. Þetta var bara mjög góður dagur,“ sagði Agla María Albertsdóttir og Sandra María var sammála því: „Við hittum forsetann og fengum mjög góða ræðu frá henni, hvetjandi orð sem að við tökum með í næstu verkefni. Síðan tókum við góða æfingu og fórum aðeins yfir málin, og áttum svo góðan fjölskyldudag með okkar nánustu sem nærði vel sálina og gerði rosa gott fyrir næstu daga. Fjölskyldurnar voru velkomnar að koma frá klukkan tvö, kaffi og léttar veitingar í boði. Fólkið okkar var hérna og það var verið að spila létta leiki og kynnast. Pínu að fagna og hafa gaman saman sem ég held að gefi okkur aukaorku í verkefnin sem eru fram undan,“ sagði Sandra María. Sandra María Jessen á ferðinni í fyrsta leik á EM, gegn Finnum.Getty/Florencia Tan Jun Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Sandra gat ekki spilað á EM fyrir þremur árum því þá var hún nýbúin að eignast barn og þó að hún hafi verið með á EM 2017 þá hafði hún slitið krossband í hné sama ár. Þrítug að aldri er hún núna mætt til Sviss í stóru hlutverki. Fjallað var um þetta í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöld, eins og sjá má hér að neðan. „Það er mjög margt búið að gerast síðan árið 2017, þegar ég fór síðast á stórmót. Búin að eignast eina stelpu og ganga í gegnum erfið meiðsli, mikið af hólum og hæðum. Búin að fara út í atvinnumennsku og koma aftur heim. Það er ýmislegt sem er komið núna í reynslubankann sem mun nýtast manni vel núna. Þekkingin frá því að hafa verið á stórmóti hjálpar manni líka klárlega til að róa taugarnar og komast í gegnum svona stórmót, og njóta þess meira en maður kannski gerði á sínu fyrsta móti,“ sagði Sandra við hótel landsliðsins í gær, við Thun-vatnið. Sandra María í viðtali eftir tapið gegn Finnum. Hún hefur á EM veitt viðtöl hvort sem er á íslensku, þýsku eða ensku.Getty/Aitor Alcalde Þessi mikli markahrókur hóf leik gegn Finnum á miðvikudag í fremstu víglínu Íslands. Þetta stórmót er því alls ólíkt EM 2017 þegar Sandra var nýskriðin upp úr meiðslum: „Það var svona aðeins öðruvísi hlutverk sem að maður var í þá. Maður var fyrst og fremst þakklátur fyrir að hafa náð sér af meiðslunum, komið sér á stórmót og rosalega mikil forréttindi að hafa fengið að spila, komið inná í einum leik. En núna er maður meira í sínu toppstandi, búinn að leggja mikið á sig til að komast hingað og vera að toppa. Það er rosalega gaman að vera hérna og hafa strax í fyrsta leik fengið stórt hlutverk. Ég er rosalega spennt og trúi og vona að þetta verði mitt mót,“ sagði Sandra. Fengu frídag: „Örugglega mjög gott fyrir alla“ Sandra og aðrir leikmenn íslenska liðsins fengu frídag daginn eftir tapið gegn Finnum, þar sem þær gátu fengið að verja tíma með fjölskyldu eftir stífa törn að undanförnu. Það var kærkomið, fyrir átökin sem brátt taka við með leikjum við Sviss á morgun og við Noreg á fimmtudaginn. „Við vorum hér [við hótelið] í smátíma og fórum svo bara niður í bæ, í Thun, og fengum okkur kvöldmat. Nýttum daginn vel og kvöldið,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir. „Þetta var mjög næs og kærkomið frí og ég held að allir hafi nýtt þetta vel. Þetta var örugglega mjög gott fyrir alla, líka þau í staffinu. Aðeins að koma okkur út. Þetta er frábært svæði hér en það er líka gott að koma sér út fyrir svæðið og njóta,“ bætti Sveindís við. Katla Tryggvadóttir tók í sama streng: „Ég hitti fjölskylduna mína, sem var mjög gott. Sérstaklega þegar maður býr í útlöndum og hittir þau ekkert alltaf, þannig að það var mjög gott að geta hitt þau.“ „Foreldrar mínir komu hérna á hótelið og svo fórum við eitthvað í bæinn. Þetta var bara mjög góður dagur,“ sagði Agla María Albertsdóttir og Sandra María var sammála því: „Við hittum forsetann og fengum mjög góða ræðu frá henni, hvetjandi orð sem að við tökum með í næstu verkefni. Síðan tókum við góða æfingu og fórum aðeins yfir málin, og áttum svo góðan fjölskyldudag með okkar nánustu sem nærði vel sálina og gerði rosa gott fyrir næstu daga. Fjölskyldurnar voru velkomnar að koma frá klukkan tvö, kaffi og léttar veitingar í boði. Fólkið okkar var hérna og það var verið að spila létta leiki og kynnast. Pínu að fagna og hafa gaman saman sem ég held að gefi okkur aukaorku í verkefnin sem eru fram undan,“ sagði Sandra María. Sandra María Jessen á ferðinni í fyrsta leik á EM, gegn Finnum.Getty/Florencia Tan Jun
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira