Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2025 16:30 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. Greint var frá því í fyrradag að búið væri að landa rúmum 83 prósentum af þorskvóta strandveiðitímabilsins þegar tímabilið var hálfnað og tveir mánuðir eftir af fjórum. Formaður Landssambands smábátaeigenda sagðist í samtali við Vísi ekki hafa áhyggjur af því að veiðarnar yrðu stöðvaðar í næstu viku þótt ekki myndi nást að afgreiða strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar áður en potturinn kláraðist. Ráðherra gæti stækkað pottinn með reglugerð, líkt og ráðherra hefði gert í fyrra. Það er einmitt það sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra gerði í dag, þegar hún jók aflaheimildir til strandveiða um eitt þúsund tonn. Nú er því heimilt að veiða ellefu þúsund tonn á yfirstandandi strandveiðitímabils. Í fréttatilkynningu þess efnist segir að svigrúm til aukinna aflaheimilda hafi skapast í gegnum viðskipti Fiskistofu á skiptimarkaði á íslenskri sumargotssíld. Boðin hafi verið 5.478 tonn, sem 1.032 tonn af þorski hafi fengist fyrir og hefði ekki verið ráðstafað á yfirstandandi fiskveiðiári. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 komi fram að ríkistjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða. Í samræmi við það og til viðbótar við ofangreint hafi atvinnuvegaráðherra lagt fram frumvarp fyrir Alþingi í maí síðastliðnum um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið geri ráð fyrir að á fiskveiðiárinu 2024-2025 verði ráðherra heimilt að ráðstafa auknu aflamagni til strandveiða til viðbótar við aflamagn á fiskveiðiárinu 2024-2025. Strandveiðar Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Greint var frá því í fyrradag að búið væri að landa rúmum 83 prósentum af þorskvóta strandveiðitímabilsins þegar tímabilið var hálfnað og tveir mánuðir eftir af fjórum. Formaður Landssambands smábátaeigenda sagðist í samtali við Vísi ekki hafa áhyggjur af því að veiðarnar yrðu stöðvaðar í næstu viku þótt ekki myndi nást að afgreiða strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar áður en potturinn kláraðist. Ráðherra gæti stækkað pottinn með reglugerð, líkt og ráðherra hefði gert í fyrra. Það er einmitt það sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra gerði í dag, þegar hún jók aflaheimildir til strandveiða um eitt þúsund tonn. Nú er því heimilt að veiða ellefu þúsund tonn á yfirstandandi strandveiðitímabils. Í fréttatilkynningu þess efnist segir að svigrúm til aukinna aflaheimilda hafi skapast í gegnum viðskipti Fiskistofu á skiptimarkaði á íslenskri sumargotssíld. Boðin hafi verið 5.478 tonn, sem 1.032 tonn af þorski hafi fengist fyrir og hefði ekki verið ráðstafað á yfirstandandi fiskveiðiári. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 komi fram að ríkistjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða. Í samræmi við það og til viðbótar við ofangreint hafi atvinnuvegaráðherra lagt fram frumvarp fyrir Alþingi í maí síðastliðnum um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið geri ráð fyrir að á fiskveiðiárinu 2024-2025 verði ráðherra heimilt að ráðstafa auknu aflamagni til strandveiða til viðbótar við aflamagn á fiskveiðiárinu 2024-2025.
Strandveiðar Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira