Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2025 16:30 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. Greint var frá því í fyrradag að búið væri að landa rúmum 83 prósentum af þorskvóta strandveiðitímabilsins þegar tímabilið var hálfnað og tveir mánuðir eftir af fjórum. Formaður Landssambands smábátaeigenda sagðist í samtali við Vísi ekki hafa áhyggjur af því að veiðarnar yrðu stöðvaðar í næstu viku þótt ekki myndi nást að afgreiða strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar áður en potturinn kláraðist. Ráðherra gæti stækkað pottinn með reglugerð, líkt og ráðherra hefði gert í fyrra. Það er einmitt það sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra gerði í dag, þegar hún jók aflaheimildir til strandveiða um eitt þúsund tonn. Nú er því heimilt að veiða ellefu þúsund tonn á yfirstandandi strandveiðitímabils. Í fréttatilkynningu þess efnist segir að svigrúm til aukinna aflaheimilda hafi skapast í gegnum viðskipti Fiskistofu á skiptimarkaði á íslenskri sumargotssíld. Boðin hafi verið 5.478 tonn, sem 1.032 tonn af þorski hafi fengist fyrir og hefði ekki verið ráðstafað á yfirstandandi fiskveiðiári. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 komi fram að ríkistjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða. Í samræmi við það og til viðbótar við ofangreint hafi atvinnuvegaráðherra lagt fram frumvarp fyrir Alþingi í maí síðastliðnum um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið geri ráð fyrir að á fiskveiðiárinu 2024-2025 verði ráðherra heimilt að ráðstafa auknu aflamagni til strandveiða til viðbótar við aflamagn á fiskveiðiárinu 2024-2025. Strandveiðar Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira
Greint var frá því í fyrradag að búið væri að landa rúmum 83 prósentum af þorskvóta strandveiðitímabilsins þegar tímabilið var hálfnað og tveir mánuðir eftir af fjórum. Formaður Landssambands smábátaeigenda sagðist í samtali við Vísi ekki hafa áhyggjur af því að veiðarnar yrðu stöðvaðar í næstu viku þótt ekki myndi nást að afgreiða strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar áður en potturinn kláraðist. Ráðherra gæti stækkað pottinn með reglugerð, líkt og ráðherra hefði gert í fyrra. Það er einmitt það sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra gerði í dag, þegar hún jók aflaheimildir til strandveiða um eitt þúsund tonn. Nú er því heimilt að veiða ellefu þúsund tonn á yfirstandandi strandveiðitímabils. Í fréttatilkynningu þess efnist segir að svigrúm til aukinna aflaheimilda hafi skapast í gegnum viðskipti Fiskistofu á skiptimarkaði á íslenskri sumargotssíld. Boðin hafi verið 5.478 tonn, sem 1.032 tonn af þorski hafi fengist fyrir og hefði ekki verið ráðstafað á yfirstandandi fiskveiðiári. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 komi fram að ríkistjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða. Í samræmi við það og til viðbótar við ofangreint hafi atvinnuvegaráðherra lagt fram frumvarp fyrir Alþingi í maí síðastliðnum um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið geri ráð fyrir að á fiskveiðiárinu 2024-2025 verði ráðherra heimilt að ráðstafa auknu aflamagni til strandveiða til viðbótar við aflamagn á fiskveiðiárinu 2024-2025.
Strandveiðar Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira