Fótbolti

The At­hletic valdi ís­lensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska landsliðstreyjan er þrettán sætum neðar en sú finnska. Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttuni við leikmann finnska liðsins í fyrsta leiknum á EM.
Íslenska landsliðstreyjan er þrettán sætum neðar en sú finnska. Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttuni við leikmann finnska liðsins í fyrsta leiknum á EM. Vísir/Anton Brink

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er eitt af sextán landsliðum sem komust alla leið í úrslitakeppni EM í Sviss en blaðamenn The Athletic eru hins vegar á því að ekkert lið spili í ljótari aðalbúningum á mótinu.

Blaðamenn The Athletic röðuðu liðunum sextán upp eftir fegurðarmati þeirra á aðalbúningum liðanna.

Blái búningur íslenska liðsins var þar settur í sextánda og síðasta sætið.

Blaðamaður segir að lýsinguna á búningum vera glæsilega, það er eins og þeir eiga að vera, en útkoman sé bara ekki alveg í takt við þá lýsingu.

„Framleiðendurnir hjá Puma segja að þetta sé hönnum sem hylli stolt og ástríðu íslenska fótboltans. Treyjan eigi að sýna anda íslenska landsliðsins og stuðningsmanna þeirra og vera táknmynd fyrir frammistöðuna inn á vellinum. Það hljómar eins og geggjuð treyja og það er því mikil synd að þær þurfi að vera í þessari,“ skrifaði blaðamaður The Athletic.

Í næsta sæti fyrir ofan er í enska landsliðið og í fjórtánda sætinu er síðan Sviss. Hin liðin í íslenska riðlinum eru sett í þriðja (Finnland) og fimmta sæti (Noregur).

Fallegustu treyjuna á Þýskaland en Svíþjóð er í öðru sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×