Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2025 06:32 Knattspyrna er langvinsælasta íþróttin meðal barna í Reykjavík. Vísir/Ívar Fannar Mesta nýtingin á frístundakorti Reykjavíkur er meðal drengja á Kjalarnesi, 92 prósent, og sú versta meðal stúlkna á Kjalarnesi en aðeins rúmur helmingur stúlkna þar nýtir styrkinn. Þar á eftir er nýtingin verst í Efra-Breiðholti þar sem 67 prósent drengja nýta það og 63 prósent stúlkna. Nýtingin hefur aukist frá því að styrkurinn var fyrst gerður aðgengilegur 2012 úr um 75 prósent að meðaltali í um 80 prósent að meðaltali. Greiðslurnar hafa einnig hækkað og eru um 1,2 milljarður í dag en voru um 700 milljónir árið 2017. Þetta, og meira, kemur fram í nýrri greiningu starfsfólks menningar- og íþróttasviðs borgarinnar. Fjallað var um greininguna á fundi menningar- og íþróttaráðs síðasta föstudag. Þar kemur einnig fram að nýtingin á frístundakortinu er svipuð meðal barna á öllum aldri, allt þar til þau verða 16 ára. Þá byrjar nýtingin að minnka og heldur svo áfram að gera það þar til þau verða 18 ára. Aðeins rúmur helmingur barna á 18. ári nýtir styrkinn. Flest börn nýta styrkinn í íþróttir eða um 61 prósent. Um 12,7 prósent nýta hann í líkamsrækt, tæp níu prósent í tónlistar nám, rúm sjö prósent í dansnám og um 3,7 prósent í frístund. Þá nýta um 2,9 prósent barna hann í listir og 1,5 prósent í annað. Nýting kortsins eftir flokkum. Flest börn nýta styrkinn í íþróttir. Reykjavíkurborg Ef litið er til íþróttafélaga er mesta nýtingin hjá Ármanni eða um 14,2 prósent, þar rétt á eftir er Fjölnir með 13,8 prósent og ÍR með 11,1 prósent. KR er með tíu prósent, Fylkir níu prósent, Valur 8,9 prósent, Fram 7,6 prósent, Þróttur 6,6 prósent, Grótta 3,8 prósent og Leiknir með 1,8 prósent. Algengast að nýta styrkinn í fótbolta Algengast er að börn í borginni nýti styrkinn í knattspyrnu. Þar á eftir er líkamsrækt, tónlist, fimleikar, handbolti, dansíþróttir, körfubolti og svo frístund, sund og listir. Þróun nýtingar á frístundakortinu eftir árum. Drengir eru rauðir og stúlkur hvítar. Reykjavíkurborg Í greiningu borgarinnar á nýtingu kortsins kemur fram að börn sem búa í póstnúmerum 104, 105, 111 og 112 eru líklegust til að stunda æfingar í sínu eigin hverfi. Börn sem búa í 108, 116 og 162 eru líklegust til að fara úr sínu hverfi til að stunda sínar tómstundir. Í hverfi 116 er til dæmis vinsælast að stunda tómstundir hjá UMFK. Þar á eftir kemur World Class, Hörður hestamannafélag og svo Fjölnir. Í hverfi 105 er Valur vinsælastur. Þar á eftir kemur Ármann, World Class og Þróttur. Í greiningunni er einnig hægt að sjá hversu margir stunda hvaða íþrótt hjá hverju íþróttafélagi og þróun á nýtingu frístundakortsins meðal drengja og stúlkna eftir árum. Í öllum tilfellum, nema einu, er knattspyrna vinsælasta íþróttagreinin, það er í Ármanni, en þar eru fimleikar langvinsælastir. Aukning ánægjuleg Fulltrúar meirihlutans í borginni, utan Sósíalistaflokksins, lögðu fram bókun á fundinum um að það væri ánægjulegt að sjá aukningu á nýtingu kortsins og að stórt skref hafi verið tekið þegar styrkurinn var hækkaður úr 50 þúsund í 75 þúsund í upphafi kjörtímabils. „Þátttakan dróst saman á tímum veiru faraldurs en hefur jafnt og þétt aukist. Kynin sækjast eftir ólíkum íþróttagreinum en stelpur sækja meira í listrænar greinar eins og dans, fimleika og listir á meðan drengir finna sig í boltagreinum og líkamsrækt. Það er viðvarandi verkefni að tryggja farsæld og velsæld barna, þannig að öll börn finni sig sem hluta af hóp og fái að blómstra á eigin forsendum í heilbrigðu umhverfi. Það er því mikilvægt að lesa í tölfræði frístundakortsins og nýta upplýsingarnar til að lesa í breyttar þarfir fjölbreytts hóps barna og bregðast við þeim,“ segir í bókuninni. Hlutfallsleg ráðstöfun eftir póstnúmerum 2024Reykjavíkurborg Á sama fundi ráðsins var einnig lögð fram tillaga um þróunarverkefni til að auka íþróttaþátttöku og inngildingu í Breiðholti. Í greinargerð um verkefnið kemur fram að Íþróttabandalag Reykjavíkur hafi í samstarfi við menningar-og íþróttasvið Reykjavíkurborgar og Suðurmiðstöð unnið að verkefninu. Markmið þess sé að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi í öllu hverfinu með sérstakri áherslu á Efra Breiðholt. Vilja fjölga börnum í tómstundastarfi í 111 Þá eigi verkefnið einnig að miða að inngildingu, auknu framboði íþróttagreina og styrkingu íþróttastarfs í hverfinu. Stefnt er að því samkvæmt greinargerðinni að í hverfinu 111 aukist þátttaka barna af erlendum uppruna, og dregið verði úr kynjamun varðandi þátttöku í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi og framboð á skipulögðu tómstundastarfi verði í takt við þarfir iðkenda. Þá kemur einnig fram að til að styðja við átaksverkefnið verði unnið að því að tryggja aðgang að mannvirkjum íþróttaborgarinnar og leitast við að stuðla að farsæld barna í gegnum samfelldan vinnudag þannig að skipulagt tómstundastarf geti haldist í hendur við skólasókn. Æskilegt sé að færa íþrótta- og tómstundastarf sem mest inn á skólatíma, tryggja bæði aðgengi og úthlutun tíma sem henti börnum því þannig aukast líkur á því að þau sem virkilega hafa áhuga á að taka þátt hafi raunhæfa möguleika á að gera það. Hlutfallsleg ráðstöfun frístundakortsins eftir aldri barnsins, 2024. Reykjavíkurborg Þá segir að annar tilgangur verkefnisins sé að bjóða upp á æfingar og þjálfun í íþróttahverfinu sem höfði meira til barna með annan menningarbakgrunn og að fjölga eigi íþróttagreinunum sem séu í boði í hverfinu. Þá segir að mikilvægt sé að ná betur til foreldra og auka þekkingu á frístundakortinu. Í Breiðholti eru starfandi fjögur félög með íþróttir fyrir börn og unglinga: Íþróttafélag Reykjavíkur, Leiknir, Ægir og Aþena. Félögin eru aðilar að Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) sem er aðili að Íþrótta-og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ). Tækifæri til inngildingar Fulltrúar meirihlutans, utan Sósíalistaflokksins, lögðu fram bókun við umræðu málsins þar sem kom fram að Breiðholt væri það hverfi borgarinnar sem búi við hvað mestar áskoranir varðandi félags- og efnahagslega stöðu fjölskyldna. „Ein birtingarmynd þess er minni þátttaka barna og unglinga í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi en annars staðar í borginni. Þess vegna er einstaklega brýnt og ánægjulegt að ÍBR ásamt Suðurmiðstöð með aðkomu íþróttafélaganna, skólasamfélagsins í hverfinu með stuðningi og þátttöku Menningar og íþróttaráðs setji á laggirnar þróunarverkefni til þriggja ára. Verkefnið hefur það að markmiði að auka þátttöku barna og unglinga af erlendum uppruna, börnum sem búa við fátækt og fötluðum börnum í íþróttum og öðru skipulögðu íþróttastarfi. Í því felast mikilvæg tækifæri til aukinnar inngildingar, bættrar lýðheilsu og forvarna sem Menningar- og íþróttaráð styður heilshugar. Ráðið mun taka virkan þátt í verkefninu með fjárstuðningi, tryggja aðgengi að tímum og mannvirkjum eftir þörfum sem og fulltrúa í verkefnastjórn, sem mun móta tillögur um aðgerðir til að auka þátttöku þessa hóps barna, með sérstaka áherslu á Efra Breiðholt.“ Íþróttir barna Réttindi barna Reykjavík Frístund barna Borgarstjórn Tengdar fréttir Samningur í höfn: „Búið að skemma ansi mikið fyrir okkur“ Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær samning milli borgarinnar og íþróttafélagsins Aþenu, um styrk vegna íþróttastarfs. Samningurinn var samþykktur einróma. Þjálfari Aþenu segist sáttur að samningur sé í höfn en bras undanfarna mánaða hafi sett starfið í algjört uppnám. 21. júní 2025 12:10 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórfaldri vinnu en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Greiðslurnar hafa einnig hækkað og eru um 1,2 milljarður í dag en voru um 700 milljónir árið 2017. Þetta, og meira, kemur fram í nýrri greiningu starfsfólks menningar- og íþróttasviðs borgarinnar. Fjallað var um greininguna á fundi menningar- og íþróttaráðs síðasta föstudag. Þar kemur einnig fram að nýtingin á frístundakortinu er svipuð meðal barna á öllum aldri, allt þar til þau verða 16 ára. Þá byrjar nýtingin að minnka og heldur svo áfram að gera það þar til þau verða 18 ára. Aðeins rúmur helmingur barna á 18. ári nýtir styrkinn. Flest börn nýta styrkinn í íþróttir eða um 61 prósent. Um 12,7 prósent nýta hann í líkamsrækt, tæp níu prósent í tónlistar nám, rúm sjö prósent í dansnám og um 3,7 prósent í frístund. Þá nýta um 2,9 prósent barna hann í listir og 1,5 prósent í annað. Nýting kortsins eftir flokkum. Flest börn nýta styrkinn í íþróttir. Reykjavíkurborg Ef litið er til íþróttafélaga er mesta nýtingin hjá Ármanni eða um 14,2 prósent, þar rétt á eftir er Fjölnir með 13,8 prósent og ÍR með 11,1 prósent. KR er með tíu prósent, Fylkir níu prósent, Valur 8,9 prósent, Fram 7,6 prósent, Þróttur 6,6 prósent, Grótta 3,8 prósent og Leiknir með 1,8 prósent. Algengast að nýta styrkinn í fótbolta Algengast er að börn í borginni nýti styrkinn í knattspyrnu. Þar á eftir er líkamsrækt, tónlist, fimleikar, handbolti, dansíþróttir, körfubolti og svo frístund, sund og listir. Þróun nýtingar á frístundakortinu eftir árum. Drengir eru rauðir og stúlkur hvítar. Reykjavíkurborg Í greiningu borgarinnar á nýtingu kortsins kemur fram að börn sem búa í póstnúmerum 104, 105, 111 og 112 eru líklegust til að stunda æfingar í sínu eigin hverfi. Börn sem búa í 108, 116 og 162 eru líklegust til að fara úr sínu hverfi til að stunda sínar tómstundir. Í hverfi 116 er til dæmis vinsælast að stunda tómstundir hjá UMFK. Þar á eftir kemur World Class, Hörður hestamannafélag og svo Fjölnir. Í hverfi 105 er Valur vinsælastur. Þar á eftir kemur Ármann, World Class og Þróttur. Í greiningunni er einnig hægt að sjá hversu margir stunda hvaða íþrótt hjá hverju íþróttafélagi og þróun á nýtingu frístundakortsins meðal drengja og stúlkna eftir árum. Í öllum tilfellum, nema einu, er knattspyrna vinsælasta íþróttagreinin, það er í Ármanni, en þar eru fimleikar langvinsælastir. Aukning ánægjuleg Fulltrúar meirihlutans í borginni, utan Sósíalistaflokksins, lögðu fram bókun á fundinum um að það væri ánægjulegt að sjá aukningu á nýtingu kortsins og að stórt skref hafi verið tekið þegar styrkurinn var hækkaður úr 50 þúsund í 75 þúsund í upphafi kjörtímabils. „Þátttakan dróst saman á tímum veiru faraldurs en hefur jafnt og þétt aukist. Kynin sækjast eftir ólíkum íþróttagreinum en stelpur sækja meira í listrænar greinar eins og dans, fimleika og listir á meðan drengir finna sig í boltagreinum og líkamsrækt. Það er viðvarandi verkefni að tryggja farsæld og velsæld barna, þannig að öll börn finni sig sem hluta af hóp og fái að blómstra á eigin forsendum í heilbrigðu umhverfi. Það er því mikilvægt að lesa í tölfræði frístundakortsins og nýta upplýsingarnar til að lesa í breyttar þarfir fjölbreytts hóps barna og bregðast við þeim,“ segir í bókuninni. Hlutfallsleg ráðstöfun eftir póstnúmerum 2024Reykjavíkurborg Á sama fundi ráðsins var einnig lögð fram tillaga um þróunarverkefni til að auka íþróttaþátttöku og inngildingu í Breiðholti. Í greinargerð um verkefnið kemur fram að Íþróttabandalag Reykjavíkur hafi í samstarfi við menningar-og íþróttasvið Reykjavíkurborgar og Suðurmiðstöð unnið að verkefninu. Markmið þess sé að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi í öllu hverfinu með sérstakri áherslu á Efra Breiðholt. Vilja fjölga börnum í tómstundastarfi í 111 Þá eigi verkefnið einnig að miða að inngildingu, auknu framboði íþróttagreina og styrkingu íþróttastarfs í hverfinu. Stefnt er að því samkvæmt greinargerðinni að í hverfinu 111 aukist þátttaka barna af erlendum uppruna, og dregið verði úr kynjamun varðandi þátttöku í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi og framboð á skipulögðu tómstundastarfi verði í takt við þarfir iðkenda. Þá kemur einnig fram að til að styðja við átaksverkefnið verði unnið að því að tryggja aðgang að mannvirkjum íþróttaborgarinnar og leitast við að stuðla að farsæld barna í gegnum samfelldan vinnudag þannig að skipulagt tómstundastarf geti haldist í hendur við skólasókn. Æskilegt sé að færa íþrótta- og tómstundastarf sem mest inn á skólatíma, tryggja bæði aðgengi og úthlutun tíma sem henti börnum því þannig aukast líkur á því að þau sem virkilega hafa áhuga á að taka þátt hafi raunhæfa möguleika á að gera það. Hlutfallsleg ráðstöfun frístundakortsins eftir aldri barnsins, 2024. Reykjavíkurborg Þá segir að annar tilgangur verkefnisins sé að bjóða upp á æfingar og þjálfun í íþróttahverfinu sem höfði meira til barna með annan menningarbakgrunn og að fjölga eigi íþróttagreinunum sem séu í boði í hverfinu. Þá segir að mikilvægt sé að ná betur til foreldra og auka þekkingu á frístundakortinu. Í Breiðholti eru starfandi fjögur félög með íþróttir fyrir börn og unglinga: Íþróttafélag Reykjavíkur, Leiknir, Ægir og Aþena. Félögin eru aðilar að Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) sem er aðili að Íþrótta-og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ). Tækifæri til inngildingar Fulltrúar meirihlutans, utan Sósíalistaflokksins, lögðu fram bókun við umræðu málsins þar sem kom fram að Breiðholt væri það hverfi borgarinnar sem búi við hvað mestar áskoranir varðandi félags- og efnahagslega stöðu fjölskyldna. „Ein birtingarmynd þess er minni þátttaka barna og unglinga í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi en annars staðar í borginni. Þess vegna er einstaklega brýnt og ánægjulegt að ÍBR ásamt Suðurmiðstöð með aðkomu íþróttafélaganna, skólasamfélagsins í hverfinu með stuðningi og þátttöku Menningar og íþróttaráðs setji á laggirnar þróunarverkefni til þriggja ára. Verkefnið hefur það að markmiði að auka þátttöku barna og unglinga af erlendum uppruna, börnum sem búa við fátækt og fötluðum börnum í íþróttum og öðru skipulögðu íþróttastarfi. Í því felast mikilvæg tækifæri til aukinnar inngildingar, bættrar lýðheilsu og forvarna sem Menningar- og íþróttaráð styður heilshugar. Ráðið mun taka virkan þátt í verkefninu með fjárstuðningi, tryggja aðgengi að tímum og mannvirkjum eftir þörfum sem og fulltrúa í verkefnastjórn, sem mun móta tillögur um aðgerðir til að auka þátttöku þessa hóps barna, með sérstaka áherslu á Efra Breiðholt.“
Íþróttir barna Réttindi barna Reykjavík Frístund barna Borgarstjórn Tengdar fréttir Samningur í höfn: „Búið að skemma ansi mikið fyrir okkur“ Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær samning milli borgarinnar og íþróttafélagsins Aþenu, um styrk vegna íþróttastarfs. Samningurinn var samþykktur einróma. Þjálfari Aþenu segist sáttur að samningur sé í höfn en bras undanfarna mánaða hafi sett starfið í algjört uppnám. 21. júní 2025 12:10 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórfaldri vinnu en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Samningur í höfn: „Búið að skemma ansi mikið fyrir okkur“ Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær samning milli borgarinnar og íþróttafélagsins Aþenu, um styrk vegna íþróttastarfs. Samningurinn var samþykktur einróma. Þjálfari Aþenu segist sáttur að samningur sé í höfn en bras undanfarna mánaða hafi sett starfið í algjört uppnám. 21. júní 2025 12:10