Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2025 15:00 Jón Gunnarsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og félagar í Sjálfstæðisflokknum hafa farið mikinn í umræðu um veiðigjöldin á Alþingi. Vísir/Anton Brink Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ræður tengdar frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum verða eins margar og til þurfi þar til málið verði tekið af dagskrá. Því verði ekki hleypt óbreyttu í gegn. Hagsmunir þjóðarinnar séu í húfi, ekki sérhagsmunir. Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. „Virðulegur forseti. Það er talað um hér að það sé búið að halda hér mörg hundruð, ég man ekki 1400 ræður, háttvirtur þingmaður Sigmar Guðmundsson er upptekin við að telja og það er ágætt. Þær geta alveg eins verið 2.800. Þær verða eins margar eins og þarf til þess að koma einhverju viti í þetta mál sem er hér til umræðu. Það er ómögulegt og ekki hægt fyrir okkur að hætta umræðu um þetta mál á meðan staðan í því er eins og hún er,“ sagði Jón í umræðum undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann sagði Hönnu Katrín Friðriksson ekki fara með rétt mál um að atvinnuveganefnd Alþingis hafi starfað af samviskusemi og aflað góðra gagn í málinu. Hið rétta væri að stjórnarandstaðan hefði þurft að gera ítrekaðar breytingar á frumvarpinu. „Það liggur fyrir að ef málið hefði veirð afgreitt eins og ráðherra kom með það í þingið, og sagði að það væri fullkomið, að allir útreikningar stæðust, þá væri stórslys í uppsiglingu, stórslys í óvandaðri lagasetningu.“ Hanna Katrín sagði í sömu umræðum að málið hefði farið í eðlilegan farveg þingsins þar sem brugðist hefði verið við athugasemdum úr samráðsgátt stjórnvalda og tekið breytingum í störfum nefndarinnar. Jón var fastur fyrir í afstöðu sinni og sagði eðilegan farveg að taka málið af dagskrá og vinna betur. Ella yrði umræðum um málið ekki hætt. „Því við erum að ræða hagsmuni, ekki sérhagsmuni heldur hagsmuni þjóðarinnar.“ Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu samningaviðræður þingflokkanna á Alþingi í fréttum Sýnar í gær. Samningsvilji væri hjá öllum en nokkur mál flæktu stöðuna. Sigmar sagði veiðigjöldin erfiðasta hnútinn að leysa. Minnihluti á Alþingi ætti ekki að geta komið í veg fyrir lýðræðislega afgreiðslu mála. Hildur sagði verkefni stjórnarandstöðunnar að miðla málum og sum mál væru hreinlega ekki tæk til afgreiðslu. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. 30. júní 2025 19:15 Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. 30. júní 2025 08:32 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. „Virðulegur forseti. Það er talað um hér að það sé búið að halda hér mörg hundruð, ég man ekki 1400 ræður, háttvirtur þingmaður Sigmar Guðmundsson er upptekin við að telja og það er ágætt. Þær geta alveg eins verið 2.800. Þær verða eins margar eins og þarf til þess að koma einhverju viti í þetta mál sem er hér til umræðu. Það er ómögulegt og ekki hægt fyrir okkur að hætta umræðu um þetta mál á meðan staðan í því er eins og hún er,“ sagði Jón í umræðum undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann sagði Hönnu Katrín Friðriksson ekki fara með rétt mál um að atvinnuveganefnd Alþingis hafi starfað af samviskusemi og aflað góðra gagn í málinu. Hið rétta væri að stjórnarandstaðan hefði þurft að gera ítrekaðar breytingar á frumvarpinu. „Það liggur fyrir að ef málið hefði veirð afgreitt eins og ráðherra kom með það í þingið, og sagði að það væri fullkomið, að allir útreikningar stæðust, þá væri stórslys í uppsiglingu, stórslys í óvandaðri lagasetningu.“ Hanna Katrín sagði í sömu umræðum að málið hefði farið í eðlilegan farveg þingsins þar sem brugðist hefði verið við athugasemdum úr samráðsgátt stjórnvalda og tekið breytingum í störfum nefndarinnar. Jón var fastur fyrir í afstöðu sinni og sagði eðilegan farveg að taka málið af dagskrá og vinna betur. Ella yrði umræðum um málið ekki hætt. „Því við erum að ræða hagsmuni, ekki sérhagsmuni heldur hagsmuni þjóðarinnar.“ Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu samningaviðræður þingflokkanna á Alþingi í fréttum Sýnar í gær. Samningsvilji væri hjá öllum en nokkur mál flæktu stöðuna. Sigmar sagði veiðigjöldin erfiðasta hnútinn að leysa. Minnihluti á Alþingi ætti ekki að geta komið í veg fyrir lýðræðislega afgreiðslu mála. Hildur sagði verkefni stjórnarandstöðunnar að miðla málum og sum mál væru hreinlega ekki tæk til afgreiðslu.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. 30. júní 2025 19:15 Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. 30. júní 2025 08:32 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. 30. júní 2025 19:15
Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. 30. júní 2025 08:32