Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júní 2025 12:01 Guðbergur Egill Eyjólfsson segir stjórn Sósíalistaflokksins vilja koma böndum á fjárhag Vorstjörnunnar en Gunnar Smári Egilsson hefur hvatt fólk til að skrá sig í félagið og verja það. Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. Boðað hefur verið til aðalfundar Vorstjörnunnar í dag klukkan hálf sex en miklar deilur hafa verið um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum eftir að ný framkvæmdastjórn tók við í Sósíalistaflokknum en styrkir frá flokknum auk borgarfulltrúa hafa runnið til félagsins. Yfirlýst markmið Vorstjörnunnar hefur verið að styðja við jaðarsetta hópa í samfélaginu. Guðbergur Egill Eyjólfsson stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum segir að félagið hafi í raun gert lítið sem ekkert fyrir þá hópa, styrkur til félagsins sé eyrnamerktur stjórnmálastarfi en félagið eyði þeim fjármunum í niðurgreiðslu á húsnæði Samstöðvarinnar. „Á fjórum árum sem félagið hefur verið rekið hefur einungis verið veitt þrjátíu þúsund króna styrk í Pepp sem eru grasrótarsamtök fátæks fólks og einangraðs og það er nú frekar, veit ekki, hálf hlálegur styrkur um heilar þrjátíu þúsund, félagið sem rúllar um tuttugu milljónum á ári,“ segir Guðbergur. Leigjendasamtökin hafi svo verið styrkt um fimm milljónir en sá styrkur skilyrtur sem leiga á húsnæði Vorstjörnunnar. Guðbergur segir stjórn flokksins vilja ná tökum á fjármunum félagsins og standa heiðarlega að málum. „Og við viljum ekki einhver aflandsfélög sem eru að dæla með peninga fram og til baka eins og einhverjir skúrkar af því að þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð.“ Til standi að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar á eftir. „Ef að það tekst ekki þá ætlum við að mæta á fundinn og lýsa hann ólöglegan eða gera það sem við getum til þess að ná stjórn á félaginu.“ Verði að verja félagið Gunnar Smári Egilsson fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins hefur í dag hvatt fólk til þess að ganga til liðs við Vorstjörnuna til varnar félaginu og segir að nái ný stjórn Sósíalistaflokksins völdum í félaginu muni Samstöðin þurfa að loka í kvöld. „Það má ekki gerast að yfirtökuliðið ná líka Vorstjörnunni undir sig. Ég hvet því alla sem vettlingi geta valdið að ganga í Vorstjörnuna og aðstoða Sönnu og félaga hennar til að verja Vorstjörnuna og þá hugsjón sem hún byggir á. Ég er ekki í kjöri til stjórnar og mun ekki skipta mér af þessum fundi með öðrum hætti en að mæta og kjósa með framtíð Vorstjörnunnar og gegn yfirtöku hennar,“ skrifar Gunnar Smári á samfélagsmiðla. „Ég hef hins vegar hag af niðurstöðunni þar sem Samstöðin leigir af Vorstjörnunni og ég sé fram á að ef yfirtökuliðið nær Vorstjörnunni undir sig mun Samstöðin þurfa að loka í kvöld, missa húsnæði sitt og þurfa að leita sér að nýju húsnæði. Sem er dýr aðgerð fyrir útvarps- og sjónvarpsstöð og óséð um hvort Alþýðufélagið hafi þrek til koma Samstöðinni yfir þann hjalla.“ Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnunnar vill ekki tjá sig með beinum hætti um fjármuni félagsins en segir reikninga verða kynnta á fundi í dag. „Ég er venjuleg kona í sjálfboðaliðastarfi og við erum að fara að halda aðalfund í dag í styrktarfélagi og ég einhvern veginn sé ekki gagnsemina í því að munnhöggvast í fjölmiðlum við fólk sem ég taldi vera samherja.“ Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Aldrei hefur verið haldinn aðalfundur hjá Vorstjörnunni né nokkur stjórnarfundur eftir að félagið var stofnað. Engin reikningar eða bókhald lögmætrar stjórnar þrátt fyrir milljóna flæði í gegn um félagið í fjögur ár. 29. júní 2025 23:30 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira
Boðað hefur verið til aðalfundar Vorstjörnunnar í dag klukkan hálf sex en miklar deilur hafa verið um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum eftir að ný framkvæmdastjórn tók við í Sósíalistaflokknum en styrkir frá flokknum auk borgarfulltrúa hafa runnið til félagsins. Yfirlýst markmið Vorstjörnunnar hefur verið að styðja við jaðarsetta hópa í samfélaginu. Guðbergur Egill Eyjólfsson stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum segir að félagið hafi í raun gert lítið sem ekkert fyrir þá hópa, styrkur til félagsins sé eyrnamerktur stjórnmálastarfi en félagið eyði þeim fjármunum í niðurgreiðslu á húsnæði Samstöðvarinnar. „Á fjórum árum sem félagið hefur verið rekið hefur einungis verið veitt þrjátíu þúsund króna styrk í Pepp sem eru grasrótarsamtök fátæks fólks og einangraðs og það er nú frekar, veit ekki, hálf hlálegur styrkur um heilar þrjátíu þúsund, félagið sem rúllar um tuttugu milljónum á ári,“ segir Guðbergur. Leigjendasamtökin hafi svo verið styrkt um fimm milljónir en sá styrkur skilyrtur sem leiga á húsnæði Vorstjörnunnar. Guðbergur segir stjórn flokksins vilja ná tökum á fjármunum félagsins og standa heiðarlega að málum. „Og við viljum ekki einhver aflandsfélög sem eru að dæla með peninga fram og til baka eins og einhverjir skúrkar af því að þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð.“ Til standi að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar á eftir. „Ef að það tekst ekki þá ætlum við að mæta á fundinn og lýsa hann ólöglegan eða gera það sem við getum til þess að ná stjórn á félaginu.“ Verði að verja félagið Gunnar Smári Egilsson fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins hefur í dag hvatt fólk til þess að ganga til liðs við Vorstjörnuna til varnar félaginu og segir að nái ný stjórn Sósíalistaflokksins völdum í félaginu muni Samstöðin þurfa að loka í kvöld. „Það má ekki gerast að yfirtökuliðið ná líka Vorstjörnunni undir sig. Ég hvet því alla sem vettlingi geta valdið að ganga í Vorstjörnuna og aðstoða Sönnu og félaga hennar til að verja Vorstjörnuna og þá hugsjón sem hún byggir á. Ég er ekki í kjöri til stjórnar og mun ekki skipta mér af þessum fundi með öðrum hætti en að mæta og kjósa með framtíð Vorstjörnunnar og gegn yfirtöku hennar,“ skrifar Gunnar Smári á samfélagsmiðla. „Ég hef hins vegar hag af niðurstöðunni þar sem Samstöðin leigir af Vorstjörnunni og ég sé fram á að ef yfirtökuliðið nær Vorstjörnunni undir sig mun Samstöðin þurfa að loka í kvöld, missa húsnæði sitt og þurfa að leita sér að nýju húsnæði. Sem er dýr aðgerð fyrir útvarps- og sjónvarpsstöð og óséð um hvort Alþýðufélagið hafi þrek til koma Samstöðinni yfir þann hjalla.“ Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnunnar vill ekki tjá sig með beinum hætti um fjármuni félagsins en segir reikninga verða kynnta á fundi í dag. „Ég er venjuleg kona í sjálfboðaliðastarfi og við erum að fara að halda aðalfund í dag í styrktarfélagi og ég einhvern veginn sé ekki gagnsemina í því að munnhöggvast í fjölmiðlum við fólk sem ég taldi vera samherja.“
Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Aldrei hefur verið haldinn aðalfundur hjá Vorstjörnunni né nokkur stjórnarfundur eftir að félagið var stofnað. Engin reikningar eða bókhald lögmætrar stjórnar þrátt fyrir milljóna flæði í gegn um félagið í fjögur ár. 29. júní 2025 23:30 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira
Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Aldrei hefur verið haldinn aðalfundur hjá Vorstjörnunni né nokkur stjórnarfundur eftir að félagið var stofnað. Engin reikningar eða bókhald lögmætrar stjórnar þrátt fyrir milljóna flæði í gegn um félagið í fjögur ár. 29. júní 2025 23:30