Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2025 15:31 Eva Nyström og Danielle van de Donk í baráttu í vítateignum, þegar ótrúlegur klaufaskapur Finna hófst í aðdraganda seinna marks Hollands. Getty/Roy Lazet Finnar hafa nú spilað sinn síðasta æfingaleik áður en að þeir mæta Íslandi í fyrsta leik á EM kvenna í fótbolta næsta miðvikudag. Þær finnsku fengu á sig tvö afar klaufaleg mörk í Hollandi í gær og var það seinna alveg sérstaklega slysalegt. Það er engin skömm að því að tapa 2-1 gegn einu besta liði Evrópu, Hollendingum, og það á útivelli. Vivianne Miedema skoraði bæði mörk Hollands og er greinilega klár í slaginn fyrir EM. En mörkin sem Miedema skoraði eru einhver þau auðveldustu sem hún hefur gert á ferlinum enda fengin á silfurfati frá Finnum. Þau má sjá hér að neðan. Fyrra markið kemur eftir 30 sekúndur og það seinna eftir 2:10 mínútur. Hin 23 ára gamla Anna Koivunen, markvörður Djurgården í Svíþjóð, stóð í marki Finnlands í gær. Í fyrra markinu sem Holland skoraði hafði hún reynt stutta sendingu frá marki sem gerði Hollendingum kleyft að komast í boltann og skora auðveldlega. Seinna markið kom svo eftir ótrúlegan misskilning á milli Koivunen og varnarmanna finnska liðsins. Danielle van de Donk féll við í teignum og meiddist, sem gæti hafa truflað Finnana, en að minnsta kosti tók enginn boltann fyrr en að Miedema áttaði sig á aðstæðum og potaði boltanum í markið. Markið minnir óneitanlega á það þegar Ívar Ingimarsson og félagar í vörn íslenska karlalandsliðsins töldu að dómarinn í leik gegn Svíum árið 2007 hefði blásið í flautuna og hættu að spila, svo að Svíar skoruðu auðvelt mark. Finnar náðu að minnka muninn á lokamínútunni gegn Hollandi í gær þegar Oona Siren komst einhvern veginn í gegnum miðjan vítateig Hollands og skoraði. Mikið hefur verið um meiðsli hjá finnska liðinu síðustu mánuði en nú vonast Finnar til þess að liðið nái að smella saman áður en Evrópumótið hefst næsta miðvikudag. Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma þann dag. Fyrst spilar Ísland hins vegar vináttulandsleik við Serbíu sem hefst klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. Leikurinn er í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Það er engin skömm að því að tapa 2-1 gegn einu besta liði Evrópu, Hollendingum, og það á útivelli. Vivianne Miedema skoraði bæði mörk Hollands og er greinilega klár í slaginn fyrir EM. En mörkin sem Miedema skoraði eru einhver þau auðveldustu sem hún hefur gert á ferlinum enda fengin á silfurfati frá Finnum. Þau má sjá hér að neðan. Fyrra markið kemur eftir 30 sekúndur og það seinna eftir 2:10 mínútur. Hin 23 ára gamla Anna Koivunen, markvörður Djurgården í Svíþjóð, stóð í marki Finnlands í gær. Í fyrra markinu sem Holland skoraði hafði hún reynt stutta sendingu frá marki sem gerði Hollendingum kleyft að komast í boltann og skora auðveldlega. Seinna markið kom svo eftir ótrúlegan misskilning á milli Koivunen og varnarmanna finnska liðsins. Danielle van de Donk féll við í teignum og meiddist, sem gæti hafa truflað Finnana, en að minnsta kosti tók enginn boltann fyrr en að Miedema áttaði sig á aðstæðum og potaði boltanum í markið. Markið minnir óneitanlega á það þegar Ívar Ingimarsson og félagar í vörn íslenska karlalandsliðsins töldu að dómarinn í leik gegn Svíum árið 2007 hefði blásið í flautuna og hættu að spila, svo að Svíar skoruðu auðvelt mark. Finnar náðu að minnka muninn á lokamínútunni gegn Hollandi í gær þegar Oona Siren komst einhvern veginn í gegnum miðjan vítateig Hollands og skoraði. Mikið hefur verið um meiðsli hjá finnska liðinu síðustu mánuði en nú vonast Finnar til þess að liðið nái að smella saman áður en Evrópumótið hefst næsta miðvikudag. Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma þann dag. Fyrst spilar Ísland hins vegar vináttulandsleik við Serbíu sem hefst klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. Leikurinn er í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira