Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. júní 2025 23:01 Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Vísir/Sigurjón Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild. Þegar þáverandi forstjóri Sjúkratrygginga sagði upp störfum sínum árið 2022, gaf hún þá ástæðu að hún gæti ekki borið ábyrgð á rekstrinum því stofnunin væri svo vanfjármögnuð. Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Í dag kom svo út ný 78 blaðsíðna úttekt ríkisendurskoðunar þar sem þetta er staðfest. Ábendingar til Sjúkratrygginga eru í sex liðum þar sem kemur fram að styrkja þurfi samninga og vanda þá betur og greina, skýra þurfi innkaupaferla, efla eftirlit með kostnaði við samninga og samningsaðilum og styrkja allt eftirlit. Heilbrigðisráðuneytið fær líka sinn skerf í fjórum liðum sem snúast fyrst og fremst um að það þurfi að styrkja Sjúkratryggingar verulega. „Stofnunin hefur ekki burði til að þarfa- og kostnaðargreina eða hafa eftirlit með þeim samningum sem hún gerir og það hefur verulega áhrif á starfsemi hennar, fjárhag ríkissjóð og hvernig við upplifum okkur sem samfélag,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Lélegir samningar Í úttektinni kemur fram að þetta hafi valdið því að ekki hafi náðst nægjanlega hagkvæmir samningar við einkarekna heilbrigðisþjónustu. Bent er á að viðsemjendur á einkamarkaði hafi yfirburðastöðu í samningum við Sjúkratryggingar. Willum Þór Þórsson þáverandi heilbrigðisráðherra fagnaði samningi við sérgreinalækna fyrir tveimur árum og sagði samninginn þá marka tímamót. Í úttektinni kemur hins vegar fram að vísbendingar séu um að þessi samningur sé afkastahvetjandi án þess að kostnaðaraðhald sé tryggt. Eftir samninginn hafi heildarkostnaður Sjúkratrygginga vegna þjónustu sérgreinalækna hækkaði um tæplega 36 prósent milli ára. Úr úttekt Ríkisendurskoðunar.Vísir „Það segir sig sjálft að ef Sjúkratryggingar hafa ekki burði til að þarfa- eða kostnaðargreina þá sannarlega er vandinn um mögulegar oflækningar til staðar,“ segir Guðmundur sem kynnti úttektina fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkratryggingar Ríkisendurskoðun Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Þegar þáverandi forstjóri Sjúkratrygginga sagði upp störfum sínum árið 2022, gaf hún þá ástæðu að hún gæti ekki borið ábyrgð á rekstrinum því stofnunin væri svo vanfjármögnuð. Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Í dag kom svo út ný 78 blaðsíðna úttekt ríkisendurskoðunar þar sem þetta er staðfest. Ábendingar til Sjúkratrygginga eru í sex liðum þar sem kemur fram að styrkja þurfi samninga og vanda þá betur og greina, skýra þurfi innkaupaferla, efla eftirlit með kostnaði við samninga og samningsaðilum og styrkja allt eftirlit. Heilbrigðisráðuneytið fær líka sinn skerf í fjórum liðum sem snúast fyrst og fremst um að það þurfi að styrkja Sjúkratryggingar verulega. „Stofnunin hefur ekki burði til að þarfa- og kostnaðargreina eða hafa eftirlit með þeim samningum sem hún gerir og það hefur verulega áhrif á starfsemi hennar, fjárhag ríkissjóð og hvernig við upplifum okkur sem samfélag,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Lélegir samningar Í úttektinni kemur fram að þetta hafi valdið því að ekki hafi náðst nægjanlega hagkvæmir samningar við einkarekna heilbrigðisþjónustu. Bent er á að viðsemjendur á einkamarkaði hafi yfirburðastöðu í samningum við Sjúkratryggingar. Willum Þór Þórsson þáverandi heilbrigðisráðherra fagnaði samningi við sérgreinalækna fyrir tveimur árum og sagði samninginn þá marka tímamót. Í úttektinni kemur hins vegar fram að vísbendingar séu um að þessi samningur sé afkastahvetjandi án þess að kostnaðaraðhald sé tryggt. Eftir samninginn hafi heildarkostnaður Sjúkratrygginga vegna þjónustu sérgreinalækna hækkaði um tæplega 36 prósent milli ára. Úr úttekt Ríkisendurskoðunar.Vísir „Það segir sig sjálft að ef Sjúkratryggingar hafa ekki burði til að þarfa- eða kostnaðargreina þá sannarlega er vandinn um mögulegar oflækningar til staðar,“ segir Guðmundur sem kynnti úttektina fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkratryggingar Ríkisendurskoðun Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira