Efla samstarf Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júní 2025 18:22 Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri ÍE, Daníel F. Guðbjartsson, yfirmaður rannsókna hjá Íslenskri Erfðagreiningu, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson/HÍ Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining hafa undirritað fimm ára samstarfssamning sem miðar að því að styrkja enn frekar tengsl og samstarf á sviði erfðafræðirannsókna og þjálfun ungs vísindafólks. Frá þessu er greint í tilkynningu en þar kemur fram að Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Unnur Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri ÍE, og Daníel F. Guðbjartsson yfirmaður vísindarannsókna hjá ÍE, hafi undirritað samninginn nýverið í húsakynnum Háskólans. Námskeið ÍE metin til eininga Samkvæmt samningnum getur Íslensk Erfðagreining boðið nemendum námskeið og málstofur sem metnar verða til eininga í ákveðnum námsleiðum við Háskóla Íslands. Þá gefist nemendum skólans kostur á að vinna rannsóknarverkefni innan ÍE undir leiðsögn vísindamanna fyrirtækisins auk þess sem Háskólinn muni bjóða vísindamönnum ÍE stöðu rannsóknarkennara við tilteknar deildir háskólans, þar sem gerður erður sérsamningur um hvert slíkt gestakennarastarf. „HÍ og ÍE hafa um árabil átt í nánu vísindasamstarfi sem meðal annars hefur falist í sameiginlegri birtingu vísindagreina í mörgum af fremstu vísindatímaritum heims. Þá hafa verið mikil tengsl á milli beggja stofnana þar sem vísindafólk HÍ hefur starfað hjá ÍE og öfugt, auk þess sem sérfræðingar og vísindafólk frá ÍE hafa komið að leiðsögn framhaldsnema við HÍ,“ segir í fréttatilkynningunni. „Markmið samstarfssamningsins er að efla og styrkja enn frekar samstarf HÍ og ÍE um og auka nýtingu gagna til vísindarannsókna í erfðafræði og þjálfun háskólanema á því sviði. Áhersla er lögð á grunnrannsóknir sem byggja á umfangsmiklum gagnasöfnum ÍE á sviði mannerfðafræði, auk nýtingar öflugrar rannsóknaraðstöðu sem hvor aðili um sig býr yfir.“ Við undirritun samningsins.Kristinn Ingvarsson/HÍ „Við hjá Íslenskri erfðagreiningum höfum í gegnum árin lagt áherslu á að bjóða framúrskarandi nemendum við Háskóla Íslands tækifæri til að vinna með og læra af okkar fremsta vísindafólki og taka beinan þátt í öflugu rannsóknarstarfi,“ er haft eftir Unni Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra ÍE. „Náið samstarf ÍE og HÍ á sviði rannsókna skiptir miklu máli. Það er mikilvæg fyrir háskólanema að kynnast hagnýtu rannsóknarstarfi frá fyrstu hendi og með þessum samningi gefst okkur hjá Íslenskri erfðagreiningu tækifæri til að nýta á ábyrgan hátt þau verðmætu gögn sem þjóðin hefur treyst okkur fyrir í samstarfi við vísindafólk og háskólanema við Háskóla Íslands“, segir Daníel F. Guðbjartsson, yfirmaður rannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Íslensk erfðagreining hefur rekið afar öflugar vísindastarfsemi undanfarna áratugi og samstarf við Háskóla Íslands hefur verið náið á þeim tíma. Með þessum nýja samningi, sem ég fagna mjög, er verið að formgera enn öflugra samstarf á næstu misserum en með þróun í tölvugreindartækni og gríðargögnum koma sífellt fram nýir samstarfsmöguleikar. Ég hlakka því sannarlega til framhaldsins,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Íslensk erfðagreining Háskólar Skóla- og menntamál Vísindi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu en þar kemur fram að Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Unnur Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri ÍE, og Daníel F. Guðbjartsson yfirmaður vísindarannsókna hjá ÍE, hafi undirritað samninginn nýverið í húsakynnum Háskólans. Námskeið ÍE metin til eininga Samkvæmt samningnum getur Íslensk Erfðagreining boðið nemendum námskeið og málstofur sem metnar verða til eininga í ákveðnum námsleiðum við Háskóla Íslands. Þá gefist nemendum skólans kostur á að vinna rannsóknarverkefni innan ÍE undir leiðsögn vísindamanna fyrirtækisins auk þess sem Háskólinn muni bjóða vísindamönnum ÍE stöðu rannsóknarkennara við tilteknar deildir háskólans, þar sem gerður erður sérsamningur um hvert slíkt gestakennarastarf. „HÍ og ÍE hafa um árabil átt í nánu vísindasamstarfi sem meðal annars hefur falist í sameiginlegri birtingu vísindagreina í mörgum af fremstu vísindatímaritum heims. Þá hafa verið mikil tengsl á milli beggja stofnana þar sem vísindafólk HÍ hefur starfað hjá ÍE og öfugt, auk þess sem sérfræðingar og vísindafólk frá ÍE hafa komið að leiðsögn framhaldsnema við HÍ,“ segir í fréttatilkynningunni. „Markmið samstarfssamningsins er að efla og styrkja enn frekar samstarf HÍ og ÍE um og auka nýtingu gagna til vísindarannsókna í erfðafræði og þjálfun háskólanema á því sviði. Áhersla er lögð á grunnrannsóknir sem byggja á umfangsmiklum gagnasöfnum ÍE á sviði mannerfðafræði, auk nýtingar öflugrar rannsóknaraðstöðu sem hvor aðili um sig býr yfir.“ Við undirritun samningsins.Kristinn Ingvarsson/HÍ „Við hjá Íslenskri erfðagreiningum höfum í gegnum árin lagt áherslu á að bjóða framúrskarandi nemendum við Háskóla Íslands tækifæri til að vinna með og læra af okkar fremsta vísindafólki og taka beinan þátt í öflugu rannsóknarstarfi,“ er haft eftir Unni Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra ÍE. „Náið samstarf ÍE og HÍ á sviði rannsókna skiptir miklu máli. Það er mikilvæg fyrir háskólanema að kynnast hagnýtu rannsóknarstarfi frá fyrstu hendi og með þessum samningi gefst okkur hjá Íslenskri erfðagreiningu tækifæri til að nýta á ábyrgan hátt þau verðmætu gögn sem þjóðin hefur treyst okkur fyrir í samstarfi við vísindafólk og háskólanema við Háskóla Íslands“, segir Daníel F. Guðbjartsson, yfirmaður rannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Íslensk erfðagreining hefur rekið afar öflugar vísindastarfsemi undanfarna áratugi og samstarf við Háskóla Íslands hefur verið náið á þeim tíma. Með þessum nýja samningi, sem ég fagna mjög, er verið að formgera enn öflugra samstarf á næstu misserum en með þróun í tölvugreindartækni og gríðargögnum koma sífellt fram nýir samstarfsmöguleikar. Ég hlakka því sannarlega til framhaldsins,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Íslensk erfðagreining Háskólar Skóla- og menntamál Vísindi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira