„Þrátt fyrir allan þennan vígbúnað þá er þetta mjög vinalegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. júní 2025 19:11 Kristinn Ingvarsson hefur verið búsettur í Haag síðastliðin þrjú ár og segir löggæslumenn vinalega þrátt fyrir mikinn vígbúnað. Vísir/Getty/Aðsend Íslendingur sem býr í nánasta nágrenni við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag segir undirbúning fundarins hafa haft mikil áhrif á daglegt líf íbúa. Mikill vígbúnaður er í borginni en hann segir löggæslumenn vera einstaklega vinalega. Kristinn Ingvarsson hefur verið búsettur í Haag síðastliðin þrjú ár og býr í nánasta nágrenni við ráðstefnuhöllina. Hann segir undirbúning fundarins hafa haft áhrif á lífsgæði íbúa. „Þeir loka hér stórri umferðaræð í apríl og hún verður lokuð fram í ágúst. Daglegt líf, ferðir til og frá vinnu breyttust stórkostlega í apríl,“ sagði Kristinn í viðtali sem birtist í Kvöldfréttum Sýnar. Hann segir viðburðinn hafa haft mikil áhrif á íbúa í nágrenninu sem sé þekkt ráðstefnusvæði auk þess sem höfuðstöðvar Europol séu í borginni. Grunnskólanemendur fengu óvænt þriggja daga frí þar sem skólum var lokað á meðan á fundinum stendur og íbúar í hverfinu hafa flutt á hótel eða í sumarhús. Um 28.000 löggæslumenn eru við störf í borginni þessa daga. „Þeir eru hér á hverju götuhorni, bæði lögregla og her. Allir ótrúlega vinalegir. Þrátt fyrir allar þessar byssur og allan þennan vígbúnað þá er þetta einhvern veginn mjög vinalegt.“ „Ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim“ Kristinn segir að fréttir hafi borist að mótmælendur ætli að koma til borgarinnar og að töluverður fjöldi hafi skráð sig hjá borgaryfirvöldum, allt frá fámennum hópum upp í samtök sem búast við þúsundum. Lítið hefur þó borið á mótmælunum enn sem komið er. „Hér er einstaklega rólegt og ef það væri ekki fyrir herinn hérna fyrir utan og þyrlurnar sem svífa hér yfir stöðugt þá bara vissum við ekki af þessum fundi.“ Kristinn og fjölskylda hans komu til Hollands aðfaranótt mánudags eftir dvöl á Íslandi. Síðan þá hefur dóttir hans búið hjá vinafólki þar sem almenningssamgöngur eru breyttar og mikið af götum lokaðar í grennd við heimili þeirra. Ferðin í skólann hefði því verið ansi löng. „Ég hugsa að ég verði rosalega feginn í ágúst þegar umferðaræðarnar opna aftur,“ en meðal annars þurfti að loka umferðargötum til að byggja hús sem síðan verða rifin. Það tekur sinn tíma. „Fundurinn sem slíkur, ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim.“ NATO Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira
Kristinn Ingvarsson hefur verið búsettur í Haag síðastliðin þrjú ár og býr í nánasta nágrenni við ráðstefnuhöllina. Hann segir undirbúning fundarins hafa haft áhrif á lífsgæði íbúa. „Þeir loka hér stórri umferðaræð í apríl og hún verður lokuð fram í ágúst. Daglegt líf, ferðir til og frá vinnu breyttust stórkostlega í apríl,“ sagði Kristinn í viðtali sem birtist í Kvöldfréttum Sýnar. Hann segir viðburðinn hafa haft mikil áhrif á íbúa í nágrenninu sem sé þekkt ráðstefnusvæði auk þess sem höfuðstöðvar Europol séu í borginni. Grunnskólanemendur fengu óvænt þriggja daga frí þar sem skólum var lokað á meðan á fundinum stendur og íbúar í hverfinu hafa flutt á hótel eða í sumarhús. Um 28.000 löggæslumenn eru við störf í borginni þessa daga. „Þeir eru hér á hverju götuhorni, bæði lögregla og her. Allir ótrúlega vinalegir. Þrátt fyrir allar þessar byssur og allan þennan vígbúnað þá er þetta einhvern veginn mjög vinalegt.“ „Ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim“ Kristinn segir að fréttir hafi borist að mótmælendur ætli að koma til borgarinnar og að töluverður fjöldi hafi skráð sig hjá borgaryfirvöldum, allt frá fámennum hópum upp í samtök sem búast við þúsundum. Lítið hefur þó borið á mótmælunum enn sem komið er. „Hér er einstaklega rólegt og ef það væri ekki fyrir herinn hérna fyrir utan og þyrlurnar sem svífa hér yfir stöðugt þá bara vissum við ekki af þessum fundi.“ Kristinn og fjölskylda hans komu til Hollands aðfaranótt mánudags eftir dvöl á Íslandi. Síðan þá hefur dóttir hans búið hjá vinafólki þar sem almenningssamgöngur eru breyttar og mikið af götum lokaðar í grennd við heimili þeirra. Ferðin í skólann hefði því verið ansi löng. „Ég hugsa að ég verði rosalega feginn í ágúst þegar umferðaræðarnar opna aftur,“ en meðal annars þurfti að loka umferðargötum til að byggja hús sem síðan verða rifin. Það tekur sinn tíma. „Fundurinn sem slíkur, ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim.“
NATO Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira