„Ísland hentar okkur vel“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2025 16:30 Natalia Kuikka verður með Finnum á EM eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Getty/Srdjan Stevanovic Finnar hafa nú valið EM-hópinn sem fer til Sviss og mætir þar Íslandi í fyrsta leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta 2. júlí. Marko Saloranta landsliðsþjálfari Finnlands segir liðið hafa glímt við einstaklega mikið meiðslavandræði í vor og sumar en er vongóður um sigur gegn Íslandi. Það verður gríðarlega mikið undir fyrir Ísland í leiknum við Finna í Thun 2. júlí. Sigur er nánast lífsnauðsynlegur því mikilvægt er að hafa þrjú stig með í farteskinu fyrir baráttuna við Sviss og Noreg um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum. Þangað stefnir Ísland. Finnar eru aftur á móti lægst skrifaða lið riðilsins og hafa ekki unnið leik á Evrópumóti síðan á heimavelli árið 2009. Finnska liðið lék í B-deild Þjóðadeildarinnar nú í vor og endaði fyrir neðan Serbíu í sínum riðli, í baráttu um sæti í A-deild. Serbar verða einmitt mótherjar Íslands í vináttulandsleik 27. júní, áður en EM hefst. „Ísland hentar okkur vel. Við spiluðum góðan leik gegn þeim fyrir næstum tveimur árum og þær eru nánast með sama hóp núna. Noregur er öðruvísi, sennilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum. Breiddin þar er meiri en hjá hinum liðunum. En við getum komist áfram með tveimur sigrum,“ sagði Saloranta eftir að hafa kynnt EM-hópinn sinn í dag. Finnar unnu 2-1 sigur í vináttulandsleik á Laugardalsvelli sumarið 2023. Mikið meiðslabras: „Þetta er mjög sjaldgæft“ Á meðal leikmanna í finnska hópnum sem hafa verið að glíma við meiðsli en eru samt í EM-hópnum eru varnarmaðurinn Natalia Kuikka, kantmaðurinn Emma Koivisto og framherjinn Jutta Rantala. View this post on Instagram A post shared by Helmarit (@helmaritfi) Kuikka er leikmaður Chicago Stars í Bandaríkjunum og sneri nýverið aftur til keppni eftir að hafa meiðst í landsleik geng Serbíu í febrúar. Kovistio hefur verið að gíma við kálfameiðsli en er á batavegi og ætti að geta spilað á EM, en Rantala hefur ekki spilað með liði sínu Leicester síðan síðasta haust. Þá er Elli Pikkujämsä, leikmaður Racing Louisville, meidd og missir af EM. „Staðan hefur alltaf verið að breytast. Þetta hefur verið mjög erfitt. Það er búið að vera svo mikið um meiðsli. Þetta er mjög sjaldgæft,“ sagði Saloranta í dag. „Auðvitað hefur þetta áhrif á liðið og það hefur sést í okkar spilamennsku. En ég er stoltur af leikmönnunum fyrir að leggja allt í sölurnar til að spila á háu stigi, jafnvel þó að það sé mjög erfitt að hafa sterka leikmenn utan vallar,“ sagði Saloranta. EM 2025 í Sviss Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Það verður gríðarlega mikið undir fyrir Ísland í leiknum við Finna í Thun 2. júlí. Sigur er nánast lífsnauðsynlegur því mikilvægt er að hafa þrjú stig með í farteskinu fyrir baráttuna við Sviss og Noreg um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum. Þangað stefnir Ísland. Finnar eru aftur á móti lægst skrifaða lið riðilsins og hafa ekki unnið leik á Evrópumóti síðan á heimavelli árið 2009. Finnska liðið lék í B-deild Þjóðadeildarinnar nú í vor og endaði fyrir neðan Serbíu í sínum riðli, í baráttu um sæti í A-deild. Serbar verða einmitt mótherjar Íslands í vináttulandsleik 27. júní, áður en EM hefst. „Ísland hentar okkur vel. Við spiluðum góðan leik gegn þeim fyrir næstum tveimur árum og þær eru nánast með sama hóp núna. Noregur er öðruvísi, sennilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum. Breiddin þar er meiri en hjá hinum liðunum. En við getum komist áfram með tveimur sigrum,“ sagði Saloranta eftir að hafa kynnt EM-hópinn sinn í dag. Finnar unnu 2-1 sigur í vináttulandsleik á Laugardalsvelli sumarið 2023. Mikið meiðslabras: „Þetta er mjög sjaldgæft“ Á meðal leikmanna í finnska hópnum sem hafa verið að glíma við meiðsli en eru samt í EM-hópnum eru varnarmaðurinn Natalia Kuikka, kantmaðurinn Emma Koivisto og framherjinn Jutta Rantala. View this post on Instagram A post shared by Helmarit (@helmaritfi) Kuikka er leikmaður Chicago Stars í Bandaríkjunum og sneri nýverið aftur til keppni eftir að hafa meiðst í landsleik geng Serbíu í febrúar. Kovistio hefur verið að gíma við kálfameiðsli en er á batavegi og ætti að geta spilað á EM, en Rantala hefur ekki spilað með liði sínu Leicester síðan síðasta haust. Þá er Elli Pikkujämsä, leikmaður Racing Louisville, meidd og missir af EM. „Staðan hefur alltaf verið að breytast. Þetta hefur verið mjög erfitt. Það er búið að vera svo mikið um meiðsli. Þetta er mjög sjaldgæft,“ sagði Saloranta í dag. „Auðvitað hefur þetta áhrif á liðið og það hefur sést í okkar spilamennsku. En ég er stoltur af leikmönnunum fyrir að leggja allt í sölurnar til að spila á háu stigi, jafnvel þó að það sé mjög erfitt að hafa sterka leikmenn utan vallar,“ sagði Saloranta.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti