„Ísland hentar okkur vel“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2025 16:30 Natalia Kuikka verður með Finnum á EM eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Getty/Srdjan Stevanovic Finnar hafa nú valið EM-hópinn sem fer til Sviss og mætir þar Íslandi í fyrsta leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta 2. júlí. Marko Saloranta landsliðsþjálfari Finnlands segir liðið hafa glímt við einstaklega mikið meiðslavandræði í vor og sumar en er vongóður um sigur gegn Íslandi. Það verður gríðarlega mikið undir fyrir Ísland í leiknum við Finna í Thun 2. júlí. Sigur er nánast lífsnauðsynlegur því mikilvægt er að hafa þrjú stig með í farteskinu fyrir baráttuna við Sviss og Noreg um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum. Þangað stefnir Ísland. Finnar eru aftur á móti lægst skrifaða lið riðilsins og hafa ekki unnið leik á Evrópumóti síðan á heimavelli árið 2009. Finnska liðið lék í B-deild Þjóðadeildarinnar nú í vor og endaði fyrir neðan Serbíu í sínum riðli, í baráttu um sæti í A-deild. Serbar verða einmitt mótherjar Íslands í vináttulandsleik 27. júní, áður en EM hefst. „Ísland hentar okkur vel. Við spiluðum góðan leik gegn þeim fyrir næstum tveimur árum og þær eru nánast með sama hóp núna. Noregur er öðruvísi, sennilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum. Breiddin þar er meiri en hjá hinum liðunum. En við getum komist áfram með tveimur sigrum,“ sagði Saloranta eftir að hafa kynnt EM-hópinn sinn í dag. Finnar unnu 2-1 sigur í vináttulandsleik á Laugardalsvelli sumarið 2023. Mikið meiðslabras: „Þetta er mjög sjaldgæft“ Á meðal leikmanna í finnska hópnum sem hafa verið að glíma við meiðsli en eru samt í EM-hópnum eru varnarmaðurinn Natalia Kuikka, kantmaðurinn Emma Koivisto og framherjinn Jutta Rantala. View this post on Instagram A post shared by Helmarit (@helmaritfi) Kuikka er leikmaður Chicago Stars í Bandaríkjunum og sneri nýverið aftur til keppni eftir að hafa meiðst í landsleik geng Serbíu í febrúar. Kovistio hefur verið að gíma við kálfameiðsli en er á batavegi og ætti að geta spilað á EM, en Rantala hefur ekki spilað með liði sínu Leicester síðan síðasta haust. Þá er Elli Pikkujämsä, leikmaður Racing Louisville, meidd og missir af EM. „Staðan hefur alltaf verið að breytast. Þetta hefur verið mjög erfitt. Það er búið að vera svo mikið um meiðsli. Þetta er mjög sjaldgæft,“ sagði Saloranta í dag. „Auðvitað hefur þetta áhrif á liðið og það hefur sést í okkar spilamennsku. En ég er stoltur af leikmönnunum fyrir að leggja allt í sölurnar til að spila á háu stigi, jafnvel þó að það sé mjög erfitt að hafa sterka leikmenn utan vallar,“ sagði Saloranta. EM 2025 í Sviss Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Það verður gríðarlega mikið undir fyrir Ísland í leiknum við Finna í Thun 2. júlí. Sigur er nánast lífsnauðsynlegur því mikilvægt er að hafa þrjú stig með í farteskinu fyrir baráttuna við Sviss og Noreg um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum. Þangað stefnir Ísland. Finnar eru aftur á móti lægst skrifaða lið riðilsins og hafa ekki unnið leik á Evrópumóti síðan á heimavelli árið 2009. Finnska liðið lék í B-deild Þjóðadeildarinnar nú í vor og endaði fyrir neðan Serbíu í sínum riðli, í baráttu um sæti í A-deild. Serbar verða einmitt mótherjar Íslands í vináttulandsleik 27. júní, áður en EM hefst. „Ísland hentar okkur vel. Við spiluðum góðan leik gegn þeim fyrir næstum tveimur árum og þær eru nánast með sama hóp núna. Noregur er öðruvísi, sennilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum. Breiddin þar er meiri en hjá hinum liðunum. En við getum komist áfram með tveimur sigrum,“ sagði Saloranta eftir að hafa kynnt EM-hópinn sinn í dag. Finnar unnu 2-1 sigur í vináttulandsleik á Laugardalsvelli sumarið 2023. Mikið meiðslabras: „Þetta er mjög sjaldgæft“ Á meðal leikmanna í finnska hópnum sem hafa verið að glíma við meiðsli en eru samt í EM-hópnum eru varnarmaðurinn Natalia Kuikka, kantmaðurinn Emma Koivisto og framherjinn Jutta Rantala. View this post on Instagram A post shared by Helmarit (@helmaritfi) Kuikka er leikmaður Chicago Stars í Bandaríkjunum og sneri nýverið aftur til keppni eftir að hafa meiðst í landsleik geng Serbíu í febrúar. Kovistio hefur verið að gíma við kálfameiðsli en er á batavegi og ætti að geta spilað á EM, en Rantala hefur ekki spilað með liði sínu Leicester síðan síðasta haust. Þá er Elli Pikkujämsä, leikmaður Racing Louisville, meidd og missir af EM. „Staðan hefur alltaf verið að breytast. Þetta hefur verið mjög erfitt. Það er búið að vera svo mikið um meiðsli. Þetta er mjög sjaldgæft,“ sagði Saloranta í dag. „Auðvitað hefur þetta áhrif á liðið og það hefur sést í okkar spilamennsku. En ég er stoltur af leikmönnunum fyrir að leggja allt í sölurnar til að spila á háu stigi, jafnvel þó að það sé mjög erfitt að hafa sterka leikmenn utan vallar,“ sagði Saloranta.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira