Húseigandinn Jón dansari segist koma af fjöllum Agnar Már Másson skrifar 19. júní 2025 15:19 Lögregla og sérsveit réðust í umfangsmikla húsleit á Aðalbraut 37 á Raufarhöfn en húsnæðið er í eigu Jóns Gotts ehf., sem er nefnt í höfuð á eiganda sínum Jóni Eyþór Gottskálkssyni, sem er betur þekktur sem Jón dansari. Vísir/Samsett Jón Eyþór Gottskálksson, eða Jón dansari, er eigandi húsnæðisins á Raufarhöfn þar sem sérsveit réðst í húsleit í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu. Hann segist ekki kannast við málið. Lögreglan á Norðurlandi réðst í gærmorgun í aðgerð í samstarfi við fleiri lögreglumbætti víða á landinu í tengslum við rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem er sögð tengjast fíkniefnaframleiðslu. Lögreglan sagði í tilkynningu að húsleit hafi verið framkvæmd á nokkrum stöðum. Vísir greindi frá því í morgun að húsleit hafi meðal annras verið gerð í húsi að Raufarhöfn, nánar tiltekið Aðalbraut 37. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra tóku um 40 lögreglumenn víða um landið þátt í aðgerðinni, en lögregla vill ekki gefa ekki upp hversu margir hafi verið handteknir. Íbúðahúsnæðið liggur að Aðalbraut 37 en þar var áður leikskóli. Skjáskot/Ja.is „Ég kem af fjöllum“ Húsnæðið er í eigu fyrirtækis er nefnist Jón Gott ehf., sem er í eigu Jóns Eyþórs Gottskálkssonar dansara, sem gerði garðinn frægan í þáttunum Allir geta dansað árið 2018. Fyrirtækið er skráð til húsa á lögheimili föður Jóns í Kópavogi en Jón er búsettur á Seltjarnarnesi. Samkvæmt heimildum Vísis keypti Jón húsnæðið í mars 2024. Tilgangur félagsins er samkvæmt ársreikningi frá 2023 „akstur sendibíla, farþegaflutningar í ferðaþjónustu, smíðavinna, danskennsla, lánastarfsemi, rekstur húsnæðis og annar skyldur rekstur.“ Blaðamaður kom Jóni dansara í opna skjöldu þegar hann sló á þráðinn hjá honum í dag. Jón hváði og blaðamaður útskýrði þá tildrög símtalsins. „Ég kem alveg af fjöllum,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu um klukkan 13 í dag og bað um að fá að heyra í blaðamanni síðar. Jón hefur ekki svarað símtölum blaðamanns síðan þá. Íbúar á Raufarhöfn sem fréttastofa hefur rætt við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, líklega austurevrópskur. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, svo lítið hafi farið fyrir honum. Löggan vill lítið segja Lögregluaðgerðin fór varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum í dag en fjöldi sakborninga liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Athygli vekur að sjö mál hafi verið á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra í dag, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Frétt hefur verið leiðrétt: Fyrirtækið Jón Gott ehf. er skráð til húsa við lögheimili föður Jóns Eyþórs í Kópavogi, ekki við lögheimili Jóns á Seltjarnarnesi. Lögreglumál Norðurþing Fíkniefnabrot Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi réðst í gærmorgun í aðgerð í samstarfi við fleiri lögreglumbætti víða á landinu í tengslum við rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem er sögð tengjast fíkniefnaframleiðslu. Lögreglan sagði í tilkynningu að húsleit hafi verið framkvæmd á nokkrum stöðum. Vísir greindi frá því í morgun að húsleit hafi meðal annras verið gerð í húsi að Raufarhöfn, nánar tiltekið Aðalbraut 37. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra tóku um 40 lögreglumenn víða um landið þátt í aðgerðinni, en lögregla vill ekki gefa ekki upp hversu margir hafi verið handteknir. Íbúðahúsnæðið liggur að Aðalbraut 37 en þar var áður leikskóli. Skjáskot/Ja.is „Ég kem af fjöllum“ Húsnæðið er í eigu fyrirtækis er nefnist Jón Gott ehf., sem er í eigu Jóns Eyþórs Gottskálkssonar dansara, sem gerði garðinn frægan í þáttunum Allir geta dansað árið 2018. Fyrirtækið er skráð til húsa á lögheimili föður Jóns í Kópavogi en Jón er búsettur á Seltjarnarnesi. Samkvæmt heimildum Vísis keypti Jón húsnæðið í mars 2024. Tilgangur félagsins er samkvæmt ársreikningi frá 2023 „akstur sendibíla, farþegaflutningar í ferðaþjónustu, smíðavinna, danskennsla, lánastarfsemi, rekstur húsnæðis og annar skyldur rekstur.“ Blaðamaður kom Jóni dansara í opna skjöldu þegar hann sló á þráðinn hjá honum í dag. Jón hváði og blaðamaður útskýrði þá tildrög símtalsins. „Ég kem alveg af fjöllum,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu um klukkan 13 í dag og bað um að fá að heyra í blaðamanni síðar. Jón hefur ekki svarað símtölum blaðamanns síðan þá. Íbúar á Raufarhöfn sem fréttastofa hefur rætt við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, líklega austurevrópskur. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, svo lítið hafi farið fyrir honum. Löggan vill lítið segja Lögregluaðgerðin fór varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum í dag en fjöldi sakborninga liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Athygli vekur að sjö mál hafi verið á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra í dag, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Frétt hefur verið leiðrétt: Fyrirtækið Jón Gott ehf. er skráð til húsa við lögheimili föður Jóns Eyþórs í Kópavogi, ekki við lögheimili Jóns á Seltjarnarnesi.
Lögreglumál Norðurþing Fíkniefnabrot Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira