Gefa landsliðskonum peninga til að koma fjölskyldunni á EM Sindri Sverrisson skrifar 18. júní 2025 17:16 Alex Greenwood og Georgia Stanway vilja fá sem flesta stuðningsmenn til Sviss og greiða jafnvel úr eigin vasa til að hjálpa sínum nánustu að mæta á mótið. Getty/Alex Caparros Það er býsna kostnaðarsamt fyrir stuðningsmenn Englands, Íslands og annarra liða að fylgja sínu liði á EM kvenna í fótbolta í ár, þar sem mótið fer fram í sennilega dýrasta landi heims, Sviss. Enska knattspyrnusambandið hefur brugðist við til að styðja við fjölskyldur sinna leikmanna. Samkvæmt Numbeo eru fimm af sex dýrustu borgum heims í dag staðsettar í Sviss, þar sem EM fer fram, og þar af þrjár þær dýrustu. New York er í fjórða sætinu. Til samanburðar þá er Reykjavík í níunda sæti listans. Laun fremstu knattspyrnukvenna Evrópu eru ekkert í líkingu við laun fremstu knattspyrnukarlanna og því alls ekki þannig að hver einasti leikmaður á EM eigi auðvelt með að borga flug, hótel og uppihald fyrir sína fjölskyldu, fyrst að mótið fer fram í Sviss. Þær leggja þó margar hverjar eitthvað til fyrir sitt besta stuðningsfólk, að sögn Georgiu Stanway miðjumanns enska landsliðsins. Samkvæmt BBC hefur enska knattspyrnusambandið einnig brugðist við þessu með því að láta hvern einasta leikmann, af þeim 23 leikmönnum sem Sarina Wiegman valdi í EM-hóp Englands, fá ákveðna upphæð sem ætluð er í ferðakostnað fyrir nánustu fjölskyldur þeirra. Segir margar greiða úr eigin vasa Hver leikmaður fær sömu upphæð. Sú upphæð er ekki gefin upp en mun vera á pari við það sem leikmenn fengu fyrir sínar fjölskyldur á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, og á pari við það sem leikmenn enska karlalandsliðins fá. Þá fær hver leikmaður lítinn fjölda miða til að gefa sínum nánustu. „Ég geri mér grein fyrir því að Sviss er mjög dýrt land, jafnvel bara hvað varðar flug og hótel. Kostnaðurinn við að búa þar er jafnframt gríðarlega hár svo við vitum hvað verið er að leggja mikið á stuðningsmenn,“ sagði Stanway við BBC. „Þetta er líka erfitt fyrir okkur því við viljum hjálpa og styðja eins mikið og við getum, jafnvel okkar eigin fjölskyldu. Margar okkar hafa greitt úr eigin vasa til að tryggja að fjölskyldurnar geti verið þarna. Við viljum gjarnan sjá eins marga stuðningsmenn og mögulegt er, og viljum þakka þeim fyrir fram því við vitum að þetta er ekki ódýrt,“ sagði Stanway. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Sjá meira
Samkvæmt Numbeo eru fimm af sex dýrustu borgum heims í dag staðsettar í Sviss, þar sem EM fer fram, og þar af þrjár þær dýrustu. New York er í fjórða sætinu. Til samanburðar þá er Reykjavík í níunda sæti listans. Laun fremstu knattspyrnukvenna Evrópu eru ekkert í líkingu við laun fremstu knattspyrnukarlanna og því alls ekki þannig að hver einasti leikmaður á EM eigi auðvelt með að borga flug, hótel og uppihald fyrir sína fjölskyldu, fyrst að mótið fer fram í Sviss. Þær leggja þó margar hverjar eitthvað til fyrir sitt besta stuðningsfólk, að sögn Georgiu Stanway miðjumanns enska landsliðsins. Samkvæmt BBC hefur enska knattspyrnusambandið einnig brugðist við þessu með því að láta hvern einasta leikmann, af þeim 23 leikmönnum sem Sarina Wiegman valdi í EM-hóp Englands, fá ákveðna upphæð sem ætluð er í ferðakostnað fyrir nánustu fjölskyldur þeirra. Segir margar greiða úr eigin vasa Hver leikmaður fær sömu upphæð. Sú upphæð er ekki gefin upp en mun vera á pari við það sem leikmenn fengu fyrir sínar fjölskyldur á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, og á pari við það sem leikmenn enska karlalandsliðins fá. Þá fær hver leikmaður lítinn fjölda miða til að gefa sínum nánustu. „Ég geri mér grein fyrir því að Sviss er mjög dýrt land, jafnvel bara hvað varðar flug og hótel. Kostnaðurinn við að búa þar er jafnframt gríðarlega hár svo við vitum hvað verið er að leggja mikið á stuðningsmenn,“ sagði Stanway við BBC. „Þetta er líka erfitt fyrir okkur því við viljum hjálpa og styðja eins mikið og við getum, jafnvel okkar eigin fjölskyldu. Margar okkar hafa greitt úr eigin vasa til að tryggja að fjölskyldurnar geti verið þarna. Við viljum gjarnan sjá eins marga stuðningsmenn og mögulegt er, og viljum þakka þeim fyrir fram því við vitum að þetta er ekki ódýrt,“ sagði Stanway.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Sjá meira