Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. júní 2025 14:27 Frá hinsegin hátíðinni í Hrísey árið 2023. Drífa Snædal Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag og stendur til að halda fjölda viðburða um allan landshlutann. Verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ vill auka sýnileika hinsegin samfélagsins á svæðinu. „Þetta flotta framtak í Hrísey hófst fyrir þremur árum og hinsegin dagar í Hrísey verða haldnir í þriðja skipti í ár. Við hjá Akureyrarbæ vorum að ræða saman við ýmsa aðila í bænum og okkur fannst ekki væra nægur sýnileiki,“ segir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ. Íbúar á Hrísey héldu fyrstu hinsegin hátíðina árið 2023 og mætti tvöfaldur íbúafjöldi til að fagna hinsegin samfélaginu. Sjá einnig: Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátíð í Hrísey Nýtilkomið samstarfsnet menningarfulltrúa hjá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra ákvað að koma sér saman og sótti um styrk til þess að halda sameiginlega hinsegin hátíð. Hátíðin stendur frá 18. til 21. júní. Elísabet Ögn Jóhannsdóttir og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, er hinsegin fánanum var flaggað í dag.Aðsend „Það er alltaf meiri máttur í að gera eitthvað saman upp á sýnileika og samstöðu. Við vorum svo heppin að fá þennan styrk og fórum af stað með þetta verkefni. Við erum að vona að þetta sé bara byrjunin,“ segir Elísabet. Dragdrottningar, tónlistarhald og bíósýningar Boðið verður upp á alls kyns viðburði um allan landshlutann. Til að mynda er fánasmiðja í menningarhúsinu Bergi á Dalvík í dag, fánagerð hjá Fab Lab á Húsavík og bíósýning á Akureyri. Einnig stendur til að halda ýmis konar tónlistarviðburði, til að mynda verður hinsegin tónlist flutt af hinsegin fólki í Hlöðunni á Akureyri á fimmtudag og mun tónlistarkonan Krassoff auk dansara stíga á svið á laugardagskvöld. „Okkur fannst mjög mikilvægt að gera viðburði í samstarfi við alls konar hópa,“ segir Elísabet. Öll sveitarfélög taka vissulega þátt en hægt er að fara sjá kvikmyndina The Rocky Horror Picture Show í búning á Þórshöfn og mála tröppur að sundlauginni á Þelamörk í regnbogalitum. Settar verða upp sýningarnar Út úr skuggunum og Bakslag á Safnahúsinu á Húsavík á föstudag. Í þeirri fyrrnefndu er dregið fram í dagsljósið áður ósagða sögu hinsegin fólks í Þingeyjarsýslu en sú síðarnefnda fjallar um bakslag réttinda hinsegin fólks á heimsvísu. Báðar sýningarnar verða til sýnis í mánuð. Þá verður auðvitað hátíðardagskrá í Hrísey líkt og ár áður en þar verður haldin regnbogamessa og gengin gleðiganga. Þá verður einnig hægt að hitta Margréti Erlu Maack og Gógó Starr, drottningarnar úr Kjallarakabarett í Þjóðleikhúskjallaranum og fara í sundlaugadiskó. „Mikilvægasta í þessu er að fólk tali um þetta og sjái fánann á lofti,“ segir Elísabet. Með hátíðinni vill hún og fulltrúar sveitarfélaganna dreifa boðskapnum um allt Norðurland eystra að þeir sem eru í hinsegin samfélaginu séu velkomnir. Dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu hátíðarinnar, hinseginhatid.is. Hinsegin Akureyri Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Langanesbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Tjörneshreppur Hrísey Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurivision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
„Þetta flotta framtak í Hrísey hófst fyrir þremur árum og hinsegin dagar í Hrísey verða haldnir í þriðja skipti í ár. Við hjá Akureyrarbæ vorum að ræða saman við ýmsa aðila í bænum og okkur fannst ekki væra nægur sýnileiki,“ segir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ. Íbúar á Hrísey héldu fyrstu hinsegin hátíðina árið 2023 og mætti tvöfaldur íbúafjöldi til að fagna hinsegin samfélaginu. Sjá einnig: Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátíð í Hrísey Nýtilkomið samstarfsnet menningarfulltrúa hjá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra ákvað að koma sér saman og sótti um styrk til þess að halda sameiginlega hinsegin hátíð. Hátíðin stendur frá 18. til 21. júní. Elísabet Ögn Jóhannsdóttir og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, er hinsegin fánanum var flaggað í dag.Aðsend „Það er alltaf meiri máttur í að gera eitthvað saman upp á sýnileika og samstöðu. Við vorum svo heppin að fá þennan styrk og fórum af stað með þetta verkefni. Við erum að vona að þetta sé bara byrjunin,“ segir Elísabet. Dragdrottningar, tónlistarhald og bíósýningar Boðið verður upp á alls kyns viðburði um allan landshlutann. Til að mynda er fánasmiðja í menningarhúsinu Bergi á Dalvík í dag, fánagerð hjá Fab Lab á Húsavík og bíósýning á Akureyri. Einnig stendur til að halda ýmis konar tónlistarviðburði, til að mynda verður hinsegin tónlist flutt af hinsegin fólki í Hlöðunni á Akureyri á fimmtudag og mun tónlistarkonan Krassoff auk dansara stíga á svið á laugardagskvöld. „Okkur fannst mjög mikilvægt að gera viðburði í samstarfi við alls konar hópa,“ segir Elísabet. Öll sveitarfélög taka vissulega þátt en hægt er að fara sjá kvikmyndina The Rocky Horror Picture Show í búning á Þórshöfn og mála tröppur að sundlauginni á Þelamörk í regnbogalitum. Settar verða upp sýningarnar Út úr skuggunum og Bakslag á Safnahúsinu á Húsavík á föstudag. Í þeirri fyrrnefndu er dregið fram í dagsljósið áður ósagða sögu hinsegin fólks í Þingeyjarsýslu en sú síðarnefnda fjallar um bakslag réttinda hinsegin fólks á heimsvísu. Báðar sýningarnar verða til sýnis í mánuð. Þá verður auðvitað hátíðardagskrá í Hrísey líkt og ár áður en þar verður haldin regnbogamessa og gengin gleðiganga. Þá verður einnig hægt að hitta Margréti Erlu Maack og Gógó Starr, drottningarnar úr Kjallarakabarett í Þjóðleikhúskjallaranum og fara í sundlaugadiskó. „Mikilvægasta í þessu er að fólk tali um þetta og sjái fánann á lofti,“ segir Elísabet. Með hátíðinni vill hún og fulltrúar sveitarfélaganna dreifa boðskapnum um allt Norðurland eystra að þeir sem eru í hinsegin samfélaginu séu velkomnir. Dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu hátíðarinnar, hinseginhatid.is.
Hinsegin Akureyri Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Langanesbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Tjörneshreppur Hrísey Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurivision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira