Rappa á lýðveldishátíð í tívolíinu: „Heyri eiginlega bara íslensku hérna“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2025 14:31 Jói Pé og Króli troða upp á lýðveldishátíð í tívolíinu í Kaupmannahöfn í kvöld. Króli Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur víðar en á Íslandi. Í tívolíinu í Kaupmannahöfn fer fram hátíðardagskrá í tilefni dagsins þar sem Helgi Björnsson, karlakórinn Fóstbræður og Jói Pé og Króli koma fram. Í fréttatilkynningu frá tívolíinu í Kaupmannahöfn er gerð grein fyrir dagskránni en um er að ræða fjórða skiptið sem haldið er upp á þjóðhátíðardag Íslendinga í tívolíinu. Ávarp sendiherra, íslenskur markaður, andlitsmálning og tónlistaratriði eru meðal dagskrárliða. Fréttastofa náði tali af Króla, öðrum meðlimi rapp-tvíeykisins Jóa Pé og Króla, en þeir verða með tónleika í tívolíinu í kvöld ásamt danska rapparanum Ussel. „Ég er búinn að vera að ganga hérna um í hálftíma og ég heyri eiginlega bara íslensku. Þannig að ég veit ekki hvort við séum að fara að tala íslensku eða dönsku eða ensku í kvöld,“ segir Króli í samtali við fréttastofu. Hann vonast til að sjá sem flesta Íslendinga á hátíðartónleikunum sem, ólíkt hér á landi, fara fram í þvílíkri bongóblíðu. Heiðskírt er og rúmlega tuttugu stiga hiti í borginni í dag. „Ég horfði á karlakórinn Fóstbræður hérna áðan syngja mörgæsafötunum. Ég vorkenni þeim að þurfa að vera í þessum fötum í þessu heita veðri,“ segir Króli sem velur hlýrabolinn hiklaust fram yfir kjólfötin. Jói Pé og Króli, ásamt Ussel, gáfu út plötuna Scandipain Vol. 2 á dögunum. „Við tókum plötuna upp í janúar þegar við vorum hérna í Danmörku. Við hoppuðum í stúdíóið í þrjá daga og drituðum út lögum, mjög gaman,“ segir Króli. Þremenningarnir ætla meðal annars að spila lög af nýju plötunni í kvöld. 17. júní Danmörk Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Króli og Birta eiga von á barni Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og unnusta hans Birta Ásmundsdóttir dansari eiga von á barni. 12. júní 2025 17:04 Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. 18. desember 2024 09:53 Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12. mars 2024 16:28 Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá tívolíinu í Kaupmannahöfn er gerð grein fyrir dagskránni en um er að ræða fjórða skiptið sem haldið er upp á þjóðhátíðardag Íslendinga í tívolíinu. Ávarp sendiherra, íslenskur markaður, andlitsmálning og tónlistaratriði eru meðal dagskrárliða. Fréttastofa náði tali af Króla, öðrum meðlimi rapp-tvíeykisins Jóa Pé og Króla, en þeir verða með tónleika í tívolíinu í kvöld ásamt danska rapparanum Ussel. „Ég er búinn að vera að ganga hérna um í hálftíma og ég heyri eiginlega bara íslensku. Þannig að ég veit ekki hvort við séum að fara að tala íslensku eða dönsku eða ensku í kvöld,“ segir Króli í samtali við fréttastofu. Hann vonast til að sjá sem flesta Íslendinga á hátíðartónleikunum sem, ólíkt hér á landi, fara fram í þvílíkri bongóblíðu. Heiðskírt er og rúmlega tuttugu stiga hiti í borginni í dag. „Ég horfði á karlakórinn Fóstbræður hérna áðan syngja mörgæsafötunum. Ég vorkenni þeim að þurfa að vera í þessum fötum í þessu heita veðri,“ segir Króli sem velur hlýrabolinn hiklaust fram yfir kjólfötin. Jói Pé og Króli, ásamt Ussel, gáfu út plötuna Scandipain Vol. 2 á dögunum. „Við tókum plötuna upp í janúar þegar við vorum hérna í Danmörku. Við hoppuðum í stúdíóið í þrjá daga og drituðum út lögum, mjög gaman,“ segir Króli. Þremenningarnir ætla meðal annars að spila lög af nýju plötunni í kvöld.
17. júní Danmörk Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Króli og Birta eiga von á barni Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og unnusta hans Birta Ásmundsdóttir dansari eiga von á barni. 12. júní 2025 17:04 Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. 18. desember 2024 09:53 Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12. mars 2024 16:28 Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Sjá meira
Króli og Birta eiga von á barni Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og unnusta hans Birta Ásmundsdóttir dansari eiga von á barni. 12. júní 2025 17:04
Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. 18. desember 2024 09:53
Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12. mars 2024 16:28