Ætlaði að myrða tvo þingmenn til viðbótar Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2025 20:15 Fjölmörg skotvopn fundurst í bíl Boelter. AP/George Walker IV Maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir að myrða einn ríkisþingmann í Minnesota í Bandaríkjunum og særa annan, ætlaði sér að myrða tvo Demókrata til viðbótar. Vance Boelter, sem stendur frammi fyrir mögulegum dauðadómi, fór heim til tveggja annarra þingmanna á laugardaginn en annar þeirra var í fríi og Boelter flúði frá hinu heimilinu vegna lögregluþjóna sem voru þar á ferðinni. Tilkynnt var í dag að Boelter, sem er 57 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir alríkisbrot eins og morð og aðra glæpi og er það til viðbótar við ákærur saksóknara í Minnesota. Verði hann fundinn sekur fyrir alríkisbrotin stendur Boelter frammi fyrir dauðadómi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Saksóknarar opinberuðu einnig í dag að Boelter hafi ætlað sér að myrða tvo Demókrata til viðbótar. Ekki var þó gefið upp um hvaða Demókrata væri að ræða en ein þingkona segir að henni hafi verið sagt að maðurinn hafi lagt bíl sínum nærri heimili hennar en að skjót viðbrögð lögreglu hafi bjargað lífi hennar. Kort sem sýnir staðina sem Boelter fór á og hvenær.AP Fór á fjóra staði Aðfaranótt laugardags fór Boelter, dulbúinn sem lögregluþjónn, heim til þingmannsins John A. Hoffman og skaut hann og eiginkonu hans Yvette. Bæði lifðu þó af en eru þungt haldin á sjúkrahúsi. Í gögnum lögreglu segir að hann hafi bankað og kallað: „Þetta er lögreglan“. Hjónin sáu þó að hann var með grímu og reyndi Hoffman að ýta honum út um dyrnar. Þá skaut Boelter hann og eiginkonu hans bæði margsinnis og flúði af vettvangi. Dóttir þeirra hringdi á lögregluna. Því næst fór Boelter heim til annars Demókrata en sá var ekki heima. Þá fór hann til enn eins embættismannsins en þurfti frá að hverfa vegna lögregluþjóna sem voru á ferðinni, vegna banatilræðisins gegn Hoffman. Vance Boelter er 57 ára gamall.AP/Lögreglustjóri Hennepinsýslu Eftir það fór hann heim til Melissu Horman, ríkisþingmann Demókrata, og skaut hana og eiginmann hennar til bana. Þegar lögregluþjóna bar að garði sáu þeir Boelter skjóta Mark Hortman inn um opnar dyr á húsi þeirra. Lögregluþjónarnir skiptust á skotum við Boelter og flúið hann inn í húsið. Þar inni fundu lögregluþjónar svo Melissu Hortman látna og Boelter hafði einnig skotið hund þeirra hjóna. Boelter flúði af vettvangi en var handtekinn seint um sunnudagskvöld. Ekkert skýrt tilefni Boelter átti nokkrar stílabækur sem hann hafði notað til að skipuleggja ódæði sín og virðist sem undirbúningurinn hafi staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Hins vegar segja saksóknarar að meðal skrifa hans megi ekki finna skýrt tilefni fyrir morðum hans og morðtilraunum. Listi með nöfnum tuga manna, þar á meðal annarra þingmanna demókrata, baráttufólks fyrir réttindum kvenna til þungunarrofs og heilbrigðisstarfsmanna, fannst í bifreið hans. Báðir þingmennirnir sem hann skaut voru stuðningsmenn þungunarrofsréttinda. Áður og eftir hann hóf ódæði sín sendi Boelter skilaboð til vina og fjölskyldu sinnar þar sem hann gaf til kynna að hann myndi deyja. Í einum slíkum skilaboðum sem hann sendi til fjölskyldu sinnar eftir að hann skaut þingkonuna og mann hennar til bana skrifaði hann: „Pabbi fór í stríð í nótt.“ Þá sagðist hann ekki vilja skrifa meira svo hann kæmi engum í vandræði. Þá mun hann, samkvæmt lögreglunni, hafa sent skilaboð á eiginkonu sína þar sem hann baðst afsökunar og sagði að „vopnaðir og skotglaðir“ menn myndu koma heim til þeirra og þau ættu að fara úr húsinu. Lögregluþjónar fundu eiginkonu hans og börn síðar í bíl. Hún var með tvær skammbyssur, um tíu þúsund dali í reiðufé og vegabréf barnanna með sér. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Minnesota handtekinn Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið 57 ára karlmann sem grunaður er um að hafa skotið ríkisþingmann og eiginmann hennar til bana um helgina. Grunaður árásarmaður var klæddur sem lögreglumaður þegar hann skaut hjónin. 16. júní 2025 06:19 Annar þingmaðurinn látinn og byssumannsins enn leitað Lögreglan í Minnesota leitar enn manns sem grunaður er um að hafa skotið tvo ríkisþingmenn Demókrata á heimilum þeirra á föstudagskvöld. Melissa Hortmann fulltrúadeildarþingmaður ríkisþingsins og eiginmaður hennar létust af sárum sínum í gær. 15. júní 2025 13:14 Tveir ríkisþingmenn skotnir á heimilum sínum Tveir ríkisþingmenn Demókrata í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum voru skotnir á heimilum sínum í gærkvöldi. 14. júní 2025 14:47 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Boelter, sem er 57 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir alríkisbrot eins og morð og aðra glæpi og er það til viðbótar við ákærur saksóknara í Minnesota. Verði hann fundinn sekur fyrir alríkisbrotin stendur Boelter frammi fyrir dauðadómi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Saksóknarar opinberuðu einnig í dag að Boelter hafi ætlað sér að myrða tvo Demókrata til viðbótar. Ekki var þó gefið upp um hvaða Demókrata væri að ræða en ein þingkona segir að henni hafi verið sagt að maðurinn hafi lagt bíl sínum nærri heimili hennar en að skjót viðbrögð lögreglu hafi bjargað lífi hennar. Kort sem sýnir staðina sem Boelter fór á og hvenær.AP Fór á fjóra staði Aðfaranótt laugardags fór Boelter, dulbúinn sem lögregluþjónn, heim til þingmannsins John A. Hoffman og skaut hann og eiginkonu hans Yvette. Bæði lifðu þó af en eru þungt haldin á sjúkrahúsi. Í gögnum lögreglu segir að hann hafi bankað og kallað: „Þetta er lögreglan“. Hjónin sáu þó að hann var með grímu og reyndi Hoffman að ýta honum út um dyrnar. Þá skaut Boelter hann og eiginkonu hans bæði margsinnis og flúði af vettvangi. Dóttir þeirra hringdi á lögregluna. Því næst fór Boelter heim til annars Demókrata en sá var ekki heima. Þá fór hann til enn eins embættismannsins en þurfti frá að hverfa vegna lögregluþjóna sem voru á ferðinni, vegna banatilræðisins gegn Hoffman. Vance Boelter er 57 ára gamall.AP/Lögreglustjóri Hennepinsýslu Eftir það fór hann heim til Melissu Horman, ríkisþingmann Demókrata, og skaut hana og eiginmann hennar til bana. Þegar lögregluþjóna bar að garði sáu þeir Boelter skjóta Mark Hortman inn um opnar dyr á húsi þeirra. Lögregluþjónarnir skiptust á skotum við Boelter og flúið hann inn í húsið. Þar inni fundu lögregluþjónar svo Melissu Hortman látna og Boelter hafði einnig skotið hund þeirra hjóna. Boelter flúði af vettvangi en var handtekinn seint um sunnudagskvöld. Ekkert skýrt tilefni Boelter átti nokkrar stílabækur sem hann hafði notað til að skipuleggja ódæði sín og virðist sem undirbúningurinn hafi staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Hins vegar segja saksóknarar að meðal skrifa hans megi ekki finna skýrt tilefni fyrir morðum hans og morðtilraunum. Listi með nöfnum tuga manna, þar á meðal annarra þingmanna demókrata, baráttufólks fyrir réttindum kvenna til þungunarrofs og heilbrigðisstarfsmanna, fannst í bifreið hans. Báðir þingmennirnir sem hann skaut voru stuðningsmenn þungunarrofsréttinda. Áður og eftir hann hóf ódæði sín sendi Boelter skilaboð til vina og fjölskyldu sinnar þar sem hann gaf til kynna að hann myndi deyja. Í einum slíkum skilaboðum sem hann sendi til fjölskyldu sinnar eftir að hann skaut þingkonuna og mann hennar til bana skrifaði hann: „Pabbi fór í stríð í nótt.“ Þá sagðist hann ekki vilja skrifa meira svo hann kæmi engum í vandræði. Þá mun hann, samkvæmt lögreglunni, hafa sent skilaboð á eiginkonu sína þar sem hann baðst afsökunar og sagði að „vopnaðir og skotglaðir“ menn myndu koma heim til þeirra og þau ættu að fara úr húsinu. Lögregluþjónar fundu eiginkonu hans og börn síðar í bíl. Hún var með tvær skammbyssur, um tíu þúsund dali í reiðufé og vegabréf barnanna með sér.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Minnesota handtekinn Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið 57 ára karlmann sem grunaður er um að hafa skotið ríkisþingmann og eiginmann hennar til bana um helgina. Grunaður árásarmaður var klæddur sem lögreglumaður þegar hann skaut hjónin. 16. júní 2025 06:19 Annar þingmaðurinn látinn og byssumannsins enn leitað Lögreglan í Minnesota leitar enn manns sem grunaður er um að hafa skotið tvo ríkisþingmenn Demókrata á heimilum þeirra á föstudagskvöld. Melissa Hortmann fulltrúadeildarþingmaður ríkisþingsins og eiginmaður hennar létust af sárum sínum í gær. 15. júní 2025 13:14 Tveir ríkisþingmenn skotnir á heimilum sínum Tveir ríkisþingmenn Demókrata í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum voru skotnir á heimilum sínum í gærkvöldi. 14. júní 2025 14:47 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Árásarmaðurinn í Minnesota handtekinn Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið 57 ára karlmann sem grunaður er um að hafa skotið ríkisþingmann og eiginmann hennar til bana um helgina. Grunaður árásarmaður var klæddur sem lögreglumaður þegar hann skaut hjónin. 16. júní 2025 06:19
Annar þingmaðurinn látinn og byssumannsins enn leitað Lögreglan í Minnesota leitar enn manns sem grunaður er um að hafa skotið tvo ríkisþingmenn Demókrata á heimilum þeirra á föstudagskvöld. Melissa Hortmann fulltrúadeildarþingmaður ríkisþingsins og eiginmaður hennar létust af sárum sínum í gær. 15. júní 2025 13:14
Tveir ríkisþingmenn skotnir á heimilum sínum Tveir ríkisþingmenn Demókrata í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum voru skotnir á heimilum sínum í gærkvöldi. 14. júní 2025 14:47