„Stjórnlaus“ ríkistjórnin beiti rökum úr verkfærakistu Trumps Agnar Már Másson skrifar 15. júní 2025 16:50 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það fordæmalaust að forseti Alþingis boði til þingfundar á sunnudegi án samráðs við þingflokksformenn og án þess að brýn nauðsyn krefjist þess. Hún sakar meirihlutann um vanvirðingu við þingsköp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í dag hjólað í forseta þingsins sem boðaði til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar til að ræða bókun 35. Fundurinn hófst kl. 13 í dag en umræður um bókun 35 stóðu yfir í gær þar til klukkan var rúmlega tvö í nótt. Hingað til hafa miðflokksmenn einir tekið þátt í umræðu um bókunina og verið sakaðir um málþóf af meirihlutaþingmönnum. Úr þingsalnum í dag þar sem stjórnarandstaðan kvaðst ósátt við að fundur hafi verið boðaður á sunnudegi.Vísir/Sigurjón Þingmenn ræddu fundarstjórn forseta til klukkan tæplega 17 og byrjuðu þá að ræða bókunina. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, útskýrir í samtali við fréttastofu að forseti Alþingis hafi boðað til fundarins án samráðs við þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna. „Það er ekkert fordæmi í sögunni fyrir því að svona ákvörðun sé tekin einhliða af forseta án þess að ræða það við þingflokksformenn eða aðra flokka á þingi og án þess að utanaðkomandi brýn nauðsyn krefjist,“ segir Hildur. Slíkt hafi aðeins gert tvisvar í sögunni, við upphaf fyrri heimstyrjaldar 1914 og þegar gjaldeyrishöft voru afnumin fyrir opnun markaða á mánudegi árið 2016. „Það verður að vera kristaltært að Alþingi Íslendinga má ekki verða jafn stjórnlaust og verkstjórn ríkisstjórnarinnar.“ Það var fremur tómlegt þegar menn ræddu saman í þingsalnum í dag.Vísir/Sigurjón Margumtalað plan ríkisstjórnarinnar gangi ekki upp sé ekki borin virðing fyrir þinglegri meðferð. Það sé hlutverk forseta að tryggja það. „Erfið og umræðuþung mál koma upp á hverju einasta þingi. Það er hið lýðræðislega verkefni að finna út úr því eins og hefur verið gert á Alþingi um margta áratugaskeið,“ segir Hildur. „Það þýðir ekki að eingöngu beita fyrir sig að það séu valdhafar við stjórn landsins, þau rök bera enga virðinu fyrir því lýðræðislega hlutverki sem stjórnarandstaðan og þingið er í,“ segir hún enn fremur og bætir við: „Þessi rök heyrast núna vestanhafs frá Trump nokkrum [Bandaríkjaforseta] og Erdogan [Tyrklandsforseta]. Og ég leyfi mér að efast um að ríkisstjórnin vilji leita í þá verkfærakistu.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í dag hjólað í forseta þingsins sem boðaði til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar til að ræða bókun 35. Fundurinn hófst kl. 13 í dag en umræður um bókun 35 stóðu yfir í gær þar til klukkan var rúmlega tvö í nótt. Hingað til hafa miðflokksmenn einir tekið þátt í umræðu um bókunina og verið sakaðir um málþóf af meirihlutaþingmönnum. Úr þingsalnum í dag þar sem stjórnarandstaðan kvaðst ósátt við að fundur hafi verið boðaður á sunnudegi.Vísir/Sigurjón Þingmenn ræddu fundarstjórn forseta til klukkan tæplega 17 og byrjuðu þá að ræða bókunina. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, útskýrir í samtali við fréttastofu að forseti Alþingis hafi boðað til fundarins án samráðs við þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna. „Það er ekkert fordæmi í sögunni fyrir því að svona ákvörðun sé tekin einhliða af forseta án þess að ræða það við þingflokksformenn eða aðra flokka á þingi og án þess að utanaðkomandi brýn nauðsyn krefjist,“ segir Hildur. Slíkt hafi aðeins gert tvisvar í sögunni, við upphaf fyrri heimstyrjaldar 1914 og þegar gjaldeyrishöft voru afnumin fyrir opnun markaða á mánudegi árið 2016. „Það verður að vera kristaltært að Alþingi Íslendinga má ekki verða jafn stjórnlaust og verkstjórn ríkisstjórnarinnar.“ Það var fremur tómlegt þegar menn ræddu saman í þingsalnum í dag.Vísir/Sigurjón Margumtalað plan ríkisstjórnarinnar gangi ekki upp sé ekki borin virðing fyrir þinglegri meðferð. Það sé hlutverk forseta að tryggja það. „Erfið og umræðuþung mál koma upp á hverju einasta þingi. Það er hið lýðræðislega verkefni að finna út úr því eins og hefur verið gert á Alþingi um margta áratugaskeið,“ segir Hildur. „Það þýðir ekki að eingöngu beita fyrir sig að það séu valdhafar við stjórn landsins, þau rök bera enga virðinu fyrir því lýðræðislega hlutverki sem stjórnarandstaðan og þingið er í,“ segir hún enn fremur og bætir við: „Þessi rök heyrast núna vestanhafs frá Trump nokkrum [Bandaríkjaforseta] og Erdogan [Tyrklandsforseta]. Og ég leyfi mér að efast um að ríkisstjórnin vilji leita í þá verkfærakistu.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira