„Stjórnlaus“ ríkistjórnin beiti rökum úr verkfærakistu Trumps Agnar Már Másson skrifar 15. júní 2025 16:50 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það fordæmalaust að forseti Alþingis boði til þingfundar á sunnudegi án samráðs við þingflokksformenn og án þess að brýn nauðsyn krefjist þess. Hún sakar meirihlutann um vanvirðingu við þingsköp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í dag hjólað í forseta þingsins sem boðaði til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar til að ræða bókun 35. Fundurinn hófst kl. 13 í dag en umræður um bókun 35 stóðu yfir í gær þar til klukkan var rúmlega tvö í nótt. Hingað til hafa miðflokksmenn einir tekið þátt í umræðu um bókunina og verið sakaðir um málþóf af meirihlutaþingmönnum. Úr þingsalnum í dag þar sem stjórnarandstaðan kvaðst ósátt við að fundur hafi verið boðaður á sunnudegi.Vísir/Sigurjón Þingmenn ræddu fundarstjórn forseta til klukkan tæplega 17 og byrjuðu þá að ræða bókunina. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, útskýrir í samtali við fréttastofu að forseti Alþingis hafi boðað til fundarins án samráðs við þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna. „Það er ekkert fordæmi í sögunni fyrir því að svona ákvörðun sé tekin einhliða af forseta án þess að ræða það við þingflokksformenn eða aðra flokka á þingi og án þess að utanaðkomandi brýn nauðsyn krefjist,“ segir Hildur. Slíkt hafi aðeins gert tvisvar í sögunni, við upphaf fyrri heimstyrjaldar 1914 og þegar gjaldeyrishöft voru afnumin fyrir opnun markaða á mánudegi árið 2016. „Það verður að vera kristaltært að Alþingi Íslendinga má ekki verða jafn stjórnlaust og verkstjórn ríkisstjórnarinnar.“ Það var fremur tómlegt þegar menn ræddu saman í þingsalnum í dag.Vísir/Sigurjón Margumtalað plan ríkisstjórnarinnar gangi ekki upp sé ekki borin virðing fyrir þinglegri meðferð. Það sé hlutverk forseta að tryggja það. „Erfið og umræðuþung mál koma upp á hverju einasta þingi. Það er hið lýðræðislega verkefni að finna út úr því eins og hefur verið gert á Alþingi um margta áratugaskeið,“ segir Hildur. „Það þýðir ekki að eingöngu beita fyrir sig að það séu valdhafar við stjórn landsins, þau rök bera enga virðinu fyrir því lýðræðislega hlutverki sem stjórnarandstaðan og þingið er í,“ segir hún enn fremur og bætir við: „Þessi rök heyrast núna vestanhafs frá Trump nokkrum [Bandaríkjaforseta] og Erdogan [Tyrklandsforseta]. Og ég leyfi mér að efast um að ríkisstjórnin vilji leita í þá verkfærakistu.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í dag hjólað í forseta þingsins sem boðaði til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar til að ræða bókun 35. Fundurinn hófst kl. 13 í dag en umræður um bókun 35 stóðu yfir í gær þar til klukkan var rúmlega tvö í nótt. Hingað til hafa miðflokksmenn einir tekið þátt í umræðu um bókunina og verið sakaðir um málþóf af meirihlutaþingmönnum. Úr þingsalnum í dag þar sem stjórnarandstaðan kvaðst ósátt við að fundur hafi verið boðaður á sunnudegi.Vísir/Sigurjón Þingmenn ræddu fundarstjórn forseta til klukkan tæplega 17 og byrjuðu þá að ræða bókunina. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, útskýrir í samtali við fréttastofu að forseti Alþingis hafi boðað til fundarins án samráðs við þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna. „Það er ekkert fordæmi í sögunni fyrir því að svona ákvörðun sé tekin einhliða af forseta án þess að ræða það við þingflokksformenn eða aðra flokka á þingi og án þess að utanaðkomandi brýn nauðsyn krefjist,“ segir Hildur. Slíkt hafi aðeins gert tvisvar í sögunni, við upphaf fyrri heimstyrjaldar 1914 og þegar gjaldeyrishöft voru afnumin fyrir opnun markaða á mánudegi árið 2016. „Það verður að vera kristaltært að Alþingi Íslendinga má ekki verða jafn stjórnlaust og verkstjórn ríkisstjórnarinnar.“ Það var fremur tómlegt þegar menn ræddu saman í þingsalnum í dag.Vísir/Sigurjón Margumtalað plan ríkisstjórnarinnar gangi ekki upp sé ekki borin virðing fyrir þinglegri meðferð. Það sé hlutverk forseta að tryggja það. „Erfið og umræðuþung mál koma upp á hverju einasta þingi. Það er hið lýðræðislega verkefni að finna út úr því eins og hefur verið gert á Alþingi um margta áratugaskeið,“ segir Hildur. „Það þýðir ekki að eingöngu beita fyrir sig að það séu valdhafar við stjórn landsins, þau rök bera enga virðinu fyrir því lýðræðislega hlutverki sem stjórnarandstaðan og þingið er í,“ segir hún enn fremur og bætir við: „Þessi rök heyrast núna vestanhafs frá Trump nokkrum [Bandaríkjaforseta] og Erdogan [Tyrklandsforseta]. Og ég leyfi mér að efast um að ríkisstjórnin vilji leita í þá verkfærakistu.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira