„Þetta eru alvarlegir stunguáverkar“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. júní 2025 19:22 Ævar pálmi Pálmasson yfirmaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Vísir Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Það var á áttunda tímanum í morgun á Edition hótel í Reykjavík sem að lögreglan var kölluð til vegna alvarlegs atviks. Sérveit og fjórir sjúkrabílar voru einnig sendir á vettvang. Það var svo laust eftir hádegi sem tilkynning barst frá lögreglu um að tveir erlendir ferðamenn hafi fundist látnir á hótelinu. Krafist verður gæsluvarðhalds yfir sakborningi í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var frönsk kona á sextugsaldri flutt frá vettvangi alvarlega særð með stunguáverka. Hún hefur stöðu sakbornings í málinu og er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur með eggvopni á hótelherbergi. Maðurinn var einnig á sextugsaldri en dóttirin um þrítugt. Þau voru franskir ríkisborgarar og voru úrskurðuð látin á vettvangi. Uppfært 19:51 - Konan hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til föstudagsins 20. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan lagt hald á hluti og muni Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, gat ekki staðfest hvort fjölskyldubönd væru meðal aðila í málinu. „Lögreglan fékk tilkynningu snemma í morgun um alvarlegt atvik á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang fundust tveir aðilar þar látnir og sá þriðji alvarlega slasaður með áverka og var fluttur á sjúkrahús. Þetta eru alvarlegir stunguáverkar.“ Sá sem var fluttur frá vettvangi með áverka er sú manneskja með stöðu sakbornings? „Sá aðilli er með réttarstöðu sakbornings og rannsóknin miðar að því hvort þarna hafi verið manndráp. Lögreglan hefur lagt hald á hluti og muni. Vettvangsrannsókn stendur yfir og mun standa yfir aðeins áfram.“ Enn fjölmargt á huldu Búið er að taka skýrslu af nokkrum aðilum í dag vegna málsins. Enn er á margt á huldu og rannsókn á frumstigi. Til að mynda liggur ekki fyrir hve langur tími leið frá því að atvikið átti sér stað og þar til að lögreglu bar að garði. Ævar sagði ekki til um hvort fíknifefni hafi verið á vettvangi eða hve lengi aðilarnir hafi verið á Íslandi og hvers eðlis ferð þeirra var. Þar að auki gaf hann ekki upp hver tilkynnti málið til lögreglu eða hvort þeir látnu og sakborningur hafi öll verið innrituð á sama herbergi. „Það er heilmikil rannsókn fram undan og eins og hefur komið fram er um að erlenda ríkisborgara að ræða og það er verið að vinna að því núna með þar til bærum yfirvöldum að hafa uppi á aðstandendum í þeirra heimalandi svo það er heilmikil rannsókn fram undan.“ Munuð þið fara fram á gæsluvarðhald? Já við munum fara fram á gæsluvarðhald yfri þessum aðila sem var fluttur á sjúkrahús með áverkanna. Hvernig ástandi er sá aðili í? „Eftir því sem mér skilst þá er ástandið stöðugt.“ Lögreglumál Hótel á Íslandi Reykjavík Manndráp á Reykjavík Edition Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira
Það var á áttunda tímanum í morgun á Edition hótel í Reykjavík sem að lögreglan var kölluð til vegna alvarlegs atviks. Sérveit og fjórir sjúkrabílar voru einnig sendir á vettvang. Það var svo laust eftir hádegi sem tilkynning barst frá lögreglu um að tveir erlendir ferðamenn hafi fundist látnir á hótelinu. Krafist verður gæsluvarðhalds yfir sakborningi í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var frönsk kona á sextugsaldri flutt frá vettvangi alvarlega særð með stunguáverka. Hún hefur stöðu sakbornings í málinu og er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur með eggvopni á hótelherbergi. Maðurinn var einnig á sextugsaldri en dóttirin um þrítugt. Þau voru franskir ríkisborgarar og voru úrskurðuð látin á vettvangi. Uppfært 19:51 - Konan hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til föstudagsins 20. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan lagt hald á hluti og muni Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, gat ekki staðfest hvort fjölskyldubönd væru meðal aðila í málinu. „Lögreglan fékk tilkynningu snemma í morgun um alvarlegt atvik á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang fundust tveir aðilar þar látnir og sá þriðji alvarlega slasaður með áverka og var fluttur á sjúkrahús. Þetta eru alvarlegir stunguáverkar.“ Sá sem var fluttur frá vettvangi með áverka er sú manneskja með stöðu sakbornings? „Sá aðilli er með réttarstöðu sakbornings og rannsóknin miðar að því hvort þarna hafi verið manndráp. Lögreglan hefur lagt hald á hluti og muni. Vettvangsrannsókn stendur yfir og mun standa yfir aðeins áfram.“ Enn fjölmargt á huldu Búið er að taka skýrslu af nokkrum aðilum í dag vegna málsins. Enn er á margt á huldu og rannsókn á frumstigi. Til að mynda liggur ekki fyrir hve langur tími leið frá því að atvikið átti sér stað og þar til að lögreglu bar að garði. Ævar sagði ekki til um hvort fíknifefni hafi verið á vettvangi eða hve lengi aðilarnir hafi verið á Íslandi og hvers eðlis ferð þeirra var. Þar að auki gaf hann ekki upp hver tilkynnti málið til lögreglu eða hvort þeir látnu og sakborningur hafi öll verið innrituð á sama herbergi. „Það er heilmikil rannsókn fram undan og eins og hefur komið fram er um að erlenda ríkisborgara að ræða og það er verið að vinna að því núna með þar til bærum yfirvöldum að hafa uppi á aðstandendum í þeirra heimalandi svo það er heilmikil rannsókn fram undan.“ Munuð þið fara fram á gæsluvarðhald? Já við munum fara fram á gæsluvarðhald yfri þessum aðila sem var fluttur á sjúkrahús með áverkanna. Hvernig ástandi er sá aðili í? „Eftir því sem mér skilst þá er ástandið stöðugt.“
Lögreglumál Hótel á Íslandi Reykjavík Manndráp á Reykjavík Edition Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira