Munnvatnið skiptir öllu máli Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. júní 2025 22:01 Munnvatnið skiptir meira máli en margur heldur. Pawel Wewiorski Tannheilsa er ekki einungis spurning um fallegt bros, heldur er hún lykilatriði fyrir almennt heilbrigði, þar á meðal hjarta-, æða og mögulega heilaheilsu. Þetta segir Hrönn Róbertsdóttir tannlæknir, sem er gestur í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms. Bakteríur í munninum ferðast víða „Í dag erum við farin að átta okkur betur og betur á því að það er enginn heilbrigður sem er ekki með heilbrigðan munn,“ segir Hrönn. Rannsóknir hafa leitt í ljós tengsl milli baktería sem valda tannholdsbólgu og sjúkdóma eins og Alzheimer, hjarta- og æðasjúkdóma og jafnvel fyrirburafæðinga. „Það að vera með bólgið tannhold er kannski svolítið eins og að vera með magasár. Þú ert þá komin með gegndræpt tannhold fyrir munnbakteríunum. Og ef við erum með slæmar bakteríur, þá eru þær farnar að hringsóla um blóðrásina. Þannig að það að vera með heilbrigðan munn snýst um miklu meira en fallegt bros, það snýst um almenna heilsu og heilbrigði.“ Hrönn bendir að á sínum tíma höfum við haldið að við gætum bara tannburstað og flosað okkur frá helstu vandamálum sem viðkoma tönnum, en tannheilsan snúist um svo miklu meira. Hún snúist að sjálfsögðu um hreinar tennur, þ.e. tannburstun, tannþráð og tungusköfu en líka um heilar tennur, heilbrigt tannhold, góð bein, mataræði og steinefna- og vítamínbúskap okkar. Munnöndun eykur líkur á slæmri tann- og munnheilsu „Munnvatnið gegnir lykilhlutverki í að viðhalda jafnvægi í munninum, bæði til að skola burtu bakteríum, vernda tannholdið og til að stýra sýrustigi,“ segir Hrönn og hún bendir á staðreynd sem margir gera sér kannski ekki grein fyrir; áhrifum munnöndunar á munnvatnið og þar með á tannheilsu almennt. Munnöndun dregur úr áhrifum munnvatns og veldur munnþurrki og það segir Hrönn auka líkur á tannskemmdum og slæmri munnheilsu. Ráðleggur plástur á munninn á nóttunni til að styðja við neföndun Hún bendir á að það sé sérstaklega mikilvægt að koma í veg fyrir munnöndun á næturnar þar sem munnvatnsframleiðsla minnkar. „Það er gríðarlega mikilvægt að sofa með lokaðan munn, það hjálpar til við að varðveita munnvatnið og bætir svefn. Þeir sem eiga ekki erfitt með neföndun ættu að nýta sér hjálp frá munnplástri til að halda vörunum lokuðum þegar þeir sofa.“ Hún segir að þeir sem séu með fyrirstöðu í nefi sem komi í veg fyrir neföndun ættu að leita aðstoðar læknis áður en þeir byrji að nota munnplástur. Varafyllingar geta ýtt undir tannholdsbólgu og jafnvel skekkt tennur Í þættinum bendir Hrönn á að það sé meira sem valdi munnþurrki í dag og verri tannheilsu. Það séu t.d. varafyllingar sem margar konur og jafnvel menn eru að fá sér nú til dags. „Þegar varafyllingarnar verða of stórar þá verður erfiðara að halda vörunum alveg lokuðum og þá ertu komin með opna varastöðu. Þá byrjar munnurinn að þorna og það getur ýtt undir munnöndun en við sjáum hjá þessum hópi meiri lit á tönnum og kannski frekar tannholdsbólgu og jafnvel ef að vörin lyftist það hátt upp og vinnur ekki á móti tönnunum að þær geta verið að færast aðeins fram þannig að þá er að myndast bil,“ segir Hrönn. Vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis mikilvæg Hrönn ræddi einnig mikilvægi mataræðis, tungunnar og stöðu hennar, mikilvægi þess að tyggja, auknar tannskemmdir hjá fólki í álagsíþróttum og margt fleira í þættinum en stóru skilaboðin eru að aukin vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis er mikilvæg. „Já, ég bara er fyrir forvarnir, minnstu mögulegu meðferð og að ekkert er betra en eigin tennur. Hvernig get ég reynt að verja og passa mínar tennur og mína munnheilsu og almennt heilbrigði?“ segir Hrönn. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Heilsa Tannheilsa Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Fleiri fréttir Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Sjá meira
Bakteríur í munninum ferðast víða „Í dag erum við farin að átta okkur betur og betur á því að það er enginn heilbrigður sem er ekki með heilbrigðan munn,“ segir Hrönn. Rannsóknir hafa leitt í ljós tengsl milli baktería sem valda tannholdsbólgu og sjúkdóma eins og Alzheimer, hjarta- og æðasjúkdóma og jafnvel fyrirburafæðinga. „Það að vera með bólgið tannhold er kannski svolítið eins og að vera með magasár. Þú ert þá komin með gegndræpt tannhold fyrir munnbakteríunum. Og ef við erum með slæmar bakteríur, þá eru þær farnar að hringsóla um blóðrásina. Þannig að það að vera með heilbrigðan munn snýst um miklu meira en fallegt bros, það snýst um almenna heilsu og heilbrigði.“ Hrönn bendir að á sínum tíma höfum við haldið að við gætum bara tannburstað og flosað okkur frá helstu vandamálum sem viðkoma tönnum, en tannheilsan snúist um svo miklu meira. Hún snúist að sjálfsögðu um hreinar tennur, þ.e. tannburstun, tannþráð og tungusköfu en líka um heilar tennur, heilbrigt tannhold, góð bein, mataræði og steinefna- og vítamínbúskap okkar. Munnöndun eykur líkur á slæmri tann- og munnheilsu „Munnvatnið gegnir lykilhlutverki í að viðhalda jafnvægi í munninum, bæði til að skola burtu bakteríum, vernda tannholdið og til að stýra sýrustigi,“ segir Hrönn og hún bendir á staðreynd sem margir gera sér kannski ekki grein fyrir; áhrifum munnöndunar á munnvatnið og þar með á tannheilsu almennt. Munnöndun dregur úr áhrifum munnvatns og veldur munnþurrki og það segir Hrönn auka líkur á tannskemmdum og slæmri munnheilsu. Ráðleggur plástur á munninn á nóttunni til að styðja við neföndun Hún bendir á að það sé sérstaklega mikilvægt að koma í veg fyrir munnöndun á næturnar þar sem munnvatnsframleiðsla minnkar. „Það er gríðarlega mikilvægt að sofa með lokaðan munn, það hjálpar til við að varðveita munnvatnið og bætir svefn. Þeir sem eiga ekki erfitt með neföndun ættu að nýta sér hjálp frá munnplástri til að halda vörunum lokuðum þegar þeir sofa.“ Hún segir að þeir sem séu með fyrirstöðu í nefi sem komi í veg fyrir neföndun ættu að leita aðstoðar læknis áður en þeir byrji að nota munnplástur. Varafyllingar geta ýtt undir tannholdsbólgu og jafnvel skekkt tennur Í þættinum bendir Hrönn á að það sé meira sem valdi munnþurrki í dag og verri tannheilsu. Það séu t.d. varafyllingar sem margar konur og jafnvel menn eru að fá sér nú til dags. „Þegar varafyllingarnar verða of stórar þá verður erfiðara að halda vörunum alveg lokuðum og þá ertu komin með opna varastöðu. Þá byrjar munnurinn að þorna og það getur ýtt undir munnöndun en við sjáum hjá þessum hópi meiri lit á tönnum og kannski frekar tannholdsbólgu og jafnvel ef að vörin lyftist það hátt upp og vinnur ekki á móti tönnunum að þær geta verið að færast aðeins fram þannig að þá er að myndast bil,“ segir Hrönn. Vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis mikilvæg Hrönn ræddi einnig mikilvægi mataræðis, tungunnar og stöðu hennar, mikilvægi þess að tyggja, auknar tannskemmdir hjá fólki í álagsíþróttum og margt fleira í þættinum en stóru skilaboðin eru að aukin vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis er mikilvæg. „Já, ég bara er fyrir forvarnir, minnstu mögulegu meðferð og að ekkert er betra en eigin tennur. Hvernig get ég reynt að verja og passa mínar tennur og mína munnheilsu og almennt heilbrigði?“ segir Hrönn. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Heilsa Tannheilsa Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Fleiri fréttir Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Sjá meira