Draga úr framkvæmdum um meira en fjórðung vegna rekstrarstöðvunar PCC Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2025 13:11 Framkvæmdir við íþróttavöllinn á Húsavík, sem er kenndur við PCC, hófust í maí. Ætlunin er að halda þeim áfram þótt dregið verði verulega úr framkvæmdum og fjárfestingum í Norðurþingi í ár. Norðurþing Framkvæmdir og fjárfestingar í samstæðu Norðurþings verða skornar niður um meira en fjórðung til þess að mæta tekjutapi sveitarfélagsins vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka. Þá verður hagrætt um 160 milljónir króna á fleiri sviðum hjá sveitarfélaginu. Um áttatíu manns missa vinnuna hjá kísilveri PCC á Bakka, stærsta sjálfstæða vinnuveitandanum í Norðurþingi, í tengslum við tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðjunnar. Stjórnendur versins vísa til erfiðleika á mörkuðum sem tengjast tollastríði í heimsviðskiptum. Byggðaráð Norðurþings samþykkti í gær að að draga verulega úr fyrirhuguðum framkvæmdum og fjárfestingum í samstæðu sveitarfélagsins. Upphaflega stóð til að þess fjárfestingar næmu milljarð króna á þessu ári en þær verða 715 milljónir króna samkvæmt breytingunum á fjárfestingar- og framkvæmdaáætluninni. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitastjóri í Norðurþingi, segir að lögð verði áhersla á verkefni sem séu þegar hafin eins og framkvæmdir við nýtt húsnæði fyrir frístund og félagsmiðstöð og nýtt gervigras og stúku við íþróttavöllinn á Húsavík. „Almennt má segja að lagt er til að draga úr malbikunarframkvæmdum en lögð áhersla á verkefni sem snúa að barnafólki og fjölskyldum,“ segir sveitarstjórinn í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Skera niður á velferðarsviði, hjá hafnasjóði, slökkviliði og nefndum og ráðum Harðar kemur tekjutap sveitarfélagsins niður á hafnasjóði þess og slökkviliði. Búið er að samþykkja að vinna að hagræðingu hjá þessum tveimur deildum sem á að nema um sextíu milljónum króna á ársgrundvelli. Þá hefur sveitarstjórnin unnið að tillögum til hagræðingar í rekstri, ekki aðeins vegna rekstrarstöðvunarinnar heldur einnig kjarasamninga við kennara sem gerðir voru í vetur og kostuðu meira en sveitarfélög á landinu höfðu reiknað með. Nú hefur verið samþykkt að ráðast í tæplega hundrað milljón króna niðurskurð á ársgrundvelli. Hagræðingin á að nást hjá velferðarsviði sveitarfélagsins og í minni kostnaði við nefndir og ráð þess samkvæmt svari sveitarstjórans. Katrín segir fulltrúa sveitarfélagsins hafa fundað með forstjóra PCC, atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og einstökum þingmönnum um stöðuna undanfarnar vikur. Nú síðast hafi þeir átt góðan fund með forsætisráðherra. Alls staðar hafi þau mætt góðum skilningi á mikilvægi kísilversins og framleiðslu þess. „Því getum við ekki annað en vonað að verksmiðja PCC komist í fullan gang sem allra fyrst aftur og við trúum því að allir leggist á eitt við það verkefni,“ segir Katrín. Norðurþing Stóriðja Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Um áttatíu manns missa vinnuna hjá kísilveri PCC á Bakka, stærsta sjálfstæða vinnuveitandanum í Norðurþingi, í tengslum við tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðjunnar. Stjórnendur versins vísa til erfiðleika á mörkuðum sem tengjast tollastríði í heimsviðskiptum. Byggðaráð Norðurþings samþykkti í gær að að draga verulega úr fyrirhuguðum framkvæmdum og fjárfestingum í samstæðu sveitarfélagsins. Upphaflega stóð til að þess fjárfestingar næmu milljarð króna á þessu ári en þær verða 715 milljónir króna samkvæmt breytingunum á fjárfestingar- og framkvæmdaáætluninni. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitastjóri í Norðurþingi, segir að lögð verði áhersla á verkefni sem séu þegar hafin eins og framkvæmdir við nýtt húsnæði fyrir frístund og félagsmiðstöð og nýtt gervigras og stúku við íþróttavöllinn á Húsavík. „Almennt má segja að lagt er til að draga úr malbikunarframkvæmdum en lögð áhersla á verkefni sem snúa að barnafólki og fjölskyldum,“ segir sveitarstjórinn í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Skera niður á velferðarsviði, hjá hafnasjóði, slökkviliði og nefndum og ráðum Harðar kemur tekjutap sveitarfélagsins niður á hafnasjóði þess og slökkviliði. Búið er að samþykkja að vinna að hagræðingu hjá þessum tveimur deildum sem á að nema um sextíu milljónum króna á ársgrundvelli. Þá hefur sveitarstjórnin unnið að tillögum til hagræðingar í rekstri, ekki aðeins vegna rekstrarstöðvunarinnar heldur einnig kjarasamninga við kennara sem gerðir voru í vetur og kostuðu meira en sveitarfélög á landinu höfðu reiknað með. Nú hefur verið samþykkt að ráðast í tæplega hundrað milljón króna niðurskurð á ársgrundvelli. Hagræðingin á að nást hjá velferðarsviði sveitarfélagsins og í minni kostnaði við nefndir og ráð þess samkvæmt svari sveitarstjórans. Katrín segir fulltrúa sveitarfélagsins hafa fundað með forstjóra PCC, atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og einstökum þingmönnum um stöðuna undanfarnar vikur. Nú síðast hafi þeir átt góðan fund með forsætisráðherra. Alls staðar hafi þau mætt góðum skilningi á mikilvægi kísilversins og framleiðslu þess. „Því getum við ekki annað en vonað að verksmiðja PCC komist í fullan gang sem allra fyrst aftur og við trúum því að allir leggist á eitt við það verkefni,“ segir Katrín.
Norðurþing Stóriðja Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira