Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2025 20:02 Aðalsteinn Baldursson segir áhrifin af lokun kísilversins á Bakka ná langt út fyrir verið sjálft. Vísir/Egill Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. PCC BakkiSilicon hf. tilkynnti í gærkvöldi um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík frá og með miðjum júlí. Um áttatíu munu missa vinnuna en um hundrað og fimmtíu vinna í verksmiðjunni. „Það er bara mjög slæmt hljóðið í mönnum, eðlilega, vegna þess að þarna er verið að tala um að segja upp áttatíu starfsmönnum. Þetta er mikilvægasti vinnustaðurinn okkar hér á Húsavík og þó víðar væri leitað,“ segir Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar. Stór skatt- og útsvarsgreiðandi Lokunin hafi einnig áhrif á viðgerðarmenn sem komi frá Akureyri nánast daglega, undirverktaka og fjölmarga aðra vinnustaði á Húsavík. „Það verður náttúrulega verulegt atvinnuleysi og ég er ekki að sjá það að einhverjar aðrar atvinnugreinar grípi þetta fólk. Svo er annað að þetta er mjög hár skattgreiðandi og útsvarsgreiðandi vegna þess að þarna eru langbestu launin sem ég er að sjá á svæðinu. Þetta eru hálaunastörf, sem kallast á okkar mælikvarða,“ segir Aðalsteinn. Störfin séu jafnframt fjölbreytt. Þarna starfi sérfræðigar á ýmsum sviðum, efnaverkfræðingar, almennir starfsmenn, iðnaðarmenn og fleiri. „Svo eru allir þessir þjónustuaðilar sem eru að sjá um matinn, sá um þrifin, þrífa sloppa og tölvumálin,“ segir Aðalsteinn. „Það eru mikil umsvif í kring um höfnina, tvö til þrjú skip í hverri viku. Þetta er grátbölvað.“ Þingið hætti nú að ræða tappa á gosflöskur Fram kom í tilkynningunni frá fyrirtækinu að ódýr innflutningur a niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, hafi haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Eins hafi tollastríð haft áhrif. „Það sem er náttúrulega algjörlega út í hött að það sé verið að flytja kísilmálm frá Kína til að vinna hér í verksmiðjunum í stað þess að kaupa hann héðan frá Húsavík,“ segir Aðalsteinn. PCC kærði innflutning á kísilmálmi á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ég treysti því að stjórnvöld, þingmenn ráðherrar hætti að tala um tappa á gosflöskur á þingi og snúi sér að alvörunni - sem er að koma í veg fyrir að það sé verið að flytja málm yfir hafið sem er til sölu hér á Íslandi.“ Ráðuneytið hefur málið nú til skoðunar. „Alþjóðaviðskipti þurfa að vera sanngjörn. Við erum auðvitað talsmenn sanngjarnra viðskipta,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hvernig blasir þessi framleiðsla í Kína við þér, er hún ósanngjörn? „Eins og ég segi ég bíð niðurstöðu þessarar rannsóknar áður en ég tjái mig um það.“ Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. 27. maí 2025 12:02 Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
PCC BakkiSilicon hf. tilkynnti í gærkvöldi um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík frá og með miðjum júlí. Um áttatíu munu missa vinnuna en um hundrað og fimmtíu vinna í verksmiðjunni. „Það er bara mjög slæmt hljóðið í mönnum, eðlilega, vegna þess að þarna er verið að tala um að segja upp áttatíu starfsmönnum. Þetta er mikilvægasti vinnustaðurinn okkar hér á Húsavík og þó víðar væri leitað,“ segir Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar. Stór skatt- og útsvarsgreiðandi Lokunin hafi einnig áhrif á viðgerðarmenn sem komi frá Akureyri nánast daglega, undirverktaka og fjölmarga aðra vinnustaði á Húsavík. „Það verður náttúrulega verulegt atvinnuleysi og ég er ekki að sjá það að einhverjar aðrar atvinnugreinar grípi þetta fólk. Svo er annað að þetta er mjög hár skattgreiðandi og útsvarsgreiðandi vegna þess að þarna eru langbestu launin sem ég er að sjá á svæðinu. Þetta eru hálaunastörf, sem kallast á okkar mælikvarða,“ segir Aðalsteinn. Störfin séu jafnframt fjölbreytt. Þarna starfi sérfræðigar á ýmsum sviðum, efnaverkfræðingar, almennir starfsmenn, iðnaðarmenn og fleiri. „Svo eru allir þessir þjónustuaðilar sem eru að sjá um matinn, sá um þrifin, þrífa sloppa og tölvumálin,“ segir Aðalsteinn. „Það eru mikil umsvif í kring um höfnina, tvö til þrjú skip í hverri viku. Þetta er grátbölvað.“ Þingið hætti nú að ræða tappa á gosflöskur Fram kom í tilkynningunni frá fyrirtækinu að ódýr innflutningur a niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, hafi haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Eins hafi tollastríð haft áhrif. „Það sem er náttúrulega algjörlega út í hött að það sé verið að flytja kísilmálm frá Kína til að vinna hér í verksmiðjunum í stað þess að kaupa hann héðan frá Húsavík,“ segir Aðalsteinn. PCC kærði innflutning á kísilmálmi á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ég treysti því að stjórnvöld, þingmenn ráðherrar hætti að tala um tappa á gosflöskur á þingi og snúi sér að alvörunni - sem er að koma í veg fyrir að það sé verið að flytja málm yfir hafið sem er til sölu hér á Íslandi.“ Ráðuneytið hefur málið nú til skoðunar. „Alþjóðaviðskipti þurfa að vera sanngjörn. Við erum auðvitað talsmenn sanngjarnra viðskipta,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hvernig blasir þessi framleiðsla í Kína við þér, er hún ósanngjörn? „Eins og ég segi ég bíð niðurstöðu þessarar rannsóknar áður en ég tjái mig um það.“
Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. 27. maí 2025 12:02 Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. 27. maí 2025 12:02
Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40