Fær þyngri dóm fyrir að nauðga fjórtán ára tálbeitu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2025 18:16 Úr Kompás árið 2007. Þar gómaði Jóhannes Kr. Kristjánsson barnaníðinga með tálbeitum. Vísir Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Gunnari Magnússyni fyrir að nauðga pilti undir lögaldri úr átján mánaða í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Pilturinn hafði ætlað að koma upp um barnaníðing eftir að hafa horft á fréttaskýringaþáttinn Kompás, þar sem barnaníðingar voru veiddir með notkun tálbeita. Landsréttur kvað upp dóm í dag þar sem dómur Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra er þyngdur um hálft ár. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða brotaþolanum 1,8 milljón í miskabætur, en ekki eina milljón, líkt og héraðsdómur dæmdi. Fraus þegar hann mætti Gunnar var í héraði sakfelldur fyrir brot í tveimur ákæruliðum. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn barni fyrir að hafa að kvöldi mánudagsins 2. ágúst 2021, í samskiptum við piltinn í skilaboðum í síma, mælt sér mót við hann á heimili sínu, í því skyni að hafa við hann önnur kynferðismök. Hins vegar fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa að kvöldi fimmtudagsins 19. ágúst 2021, í bifreið sem hann ók, haft önnur kynferðismök við piltinn, en hann hafi fróað piltinum og látið piltinn fróa honum og hafa við hann munnmök með því að nýta sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum vegna aldurs- og þroskamunar og þess að hann var einn á ferð með honum. Sjá einnig: Ætlaði að koma upp um barnaníðing en lenti í klóm hans Pilturinn, sem var fjórtán ára þegar brotin voru framin, sagðist við málsmeðferð í héraðsdómi hafa horft á Kompásþætti og erlend myndbönd um að koma upp um barnaníðinga. Hann hefði ætlað að koma upp um manninn sem barnaníðing og farið að hitta hann til að taka hann upp og birta upptökuna. Þegar á fund mannsins var komið hafi hann frosið og ekkert getað gert þrátt fyrir að vera vopnaður hnífi. Brotin hafi átt sér stað meðan bíll Gunnars var á ferð, fyrir utan þegar hann beið á rauðu ljósi. Pilturinn hafi loks komist undan þegar þeir komu inn í íbúð mannsins. Samskipti á Fuckbook.com „ekki kynferðislegs eðlis“ Við málsmeðferð í héraði bar maðurinn það fyrir sig að hafa ekki vitað hve gamall pilturinn hafi verið. Samtal þeirra, sem fór fram á samskiptamiðli sem heitir Fuckbook.com hafi ekki verið kynferðislegs eðlis. En meðal þess sem fór þeirra á milli á samskiptamiðlinum var aldur piltsins og hvað maðurinn hygðist gera við hann þegar þeir hittust. Maðurinn neitaði alfarið að hafa haft kynferðismök við piltinn þrátt fyrir að við rannsókn málsins hafi erfðaefni piltsins fundist innan á nærbuxum mannsins. Hann skýrði það með því að segja að pilturinn hafi borið andlitsgrímu, hent henni frá sér og maðurinn í framhaldinu snert grímuna. Framburður mannsins enn ótrúverðugur Í Landsrétti voru spilaðar upptökur af framburði Gunnars og piltsins auk sönnunargagna úr málsmeðferð í héraðsdómi. Líkt og Héraðsdómi Reykjaness taldi Landsréttur framburð piltsins í samræmi við niðurstöðu DNA-rannsóknar, hljóðupptöku af Neyðarlínusamtali og símasamskipti þeirra tveggja umrætt kvöld. Framburður Gunnars taldist aftur á móti ekki trúverðugur. Gunnar krafðist ómerkingar dóms héraðsdóms í Landsrétti en til vara sýknu af kröfum ákæruvaldsins, sem krafðist þess að refsing yfir honum yrði þyngd. Að því frágengnu krafðist hann refsimildunar. Pilturinn krafðist fjögurra milljóna króna í miskabætur en honum var dæmd ein milljón króna í miskabætur í héraði. Sem fyrr segir dæmdi Landsréttur Gunnar Magnússon í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en frá refsingu dregst tveggja vikna gæsluvarðhald sem hann sat í ágúst og september 2021. Þá var hann dæmdur til að greiða piltinum 1,8 milljón í miskabætur auk greiðslu áfrýjunarkostnaðar, málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns piltsins. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm í dag þar sem dómur Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra er þyngdur um hálft ár. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða brotaþolanum 1,8 milljón í miskabætur, en ekki eina milljón, líkt og héraðsdómur dæmdi. Fraus þegar hann mætti Gunnar var í héraði sakfelldur fyrir brot í tveimur ákæruliðum. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn barni fyrir að hafa að kvöldi mánudagsins 2. ágúst 2021, í samskiptum við piltinn í skilaboðum í síma, mælt sér mót við hann á heimili sínu, í því skyni að hafa við hann önnur kynferðismök. Hins vegar fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa að kvöldi fimmtudagsins 19. ágúst 2021, í bifreið sem hann ók, haft önnur kynferðismök við piltinn, en hann hafi fróað piltinum og látið piltinn fróa honum og hafa við hann munnmök með því að nýta sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum vegna aldurs- og þroskamunar og þess að hann var einn á ferð með honum. Sjá einnig: Ætlaði að koma upp um barnaníðing en lenti í klóm hans Pilturinn, sem var fjórtán ára þegar brotin voru framin, sagðist við málsmeðferð í héraðsdómi hafa horft á Kompásþætti og erlend myndbönd um að koma upp um barnaníðinga. Hann hefði ætlað að koma upp um manninn sem barnaníðing og farið að hitta hann til að taka hann upp og birta upptökuna. Þegar á fund mannsins var komið hafi hann frosið og ekkert getað gert þrátt fyrir að vera vopnaður hnífi. Brotin hafi átt sér stað meðan bíll Gunnars var á ferð, fyrir utan þegar hann beið á rauðu ljósi. Pilturinn hafi loks komist undan þegar þeir komu inn í íbúð mannsins. Samskipti á Fuckbook.com „ekki kynferðislegs eðlis“ Við málsmeðferð í héraði bar maðurinn það fyrir sig að hafa ekki vitað hve gamall pilturinn hafi verið. Samtal þeirra, sem fór fram á samskiptamiðli sem heitir Fuckbook.com hafi ekki verið kynferðislegs eðlis. En meðal þess sem fór þeirra á milli á samskiptamiðlinum var aldur piltsins og hvað maðurinn hygðist gera við hann þegar þeir hittust. Maðurinn neitaði alfarið að hafa haft kynferðismök við piltinn þrátt fyrir að við rannsókn málsins hafi erfðaefni piltsins fundist innan á nærbuxum mannsins. Hann skýrði það með því að segja að pilturinn hafi borið andlitsgrímu, hent henni frá sér og maðurinn í framhaldinu snert grímuna. Framburður mannsins enn ótrúverðugur Í Landsrétti voru spilaðar upptökur af framburði Gunnars og piltsins auk sönnunargagna úr málsmeðferð í héraðsdómi. Líkt og Héraðsdómi Reykjaness taldi Landsréttur framburð piltsins í samræmi við niðurstöðu DNA-rannsóknar, hljóðupptöku af Neyðarlínusamtali og símasamskipti þeirra tveggja umrætt kvöld. Framburður Gunnars taldist aftur á móti ekki trúverðugur. Gunnar krafðist ómerkingar dóms héraðsdóms í Landsrétti en til vara sýknu af kröfum ákæruvaldsins, sem krafðist þess að refsing yfir honum yrði þyngd. Að því frágengnu krafðist hann refsimildunar. Pilturinn krafðist fjögurra milljóna króna í miskabætur en honum var dæmd ein milljón króna í miskabætur í héraði. Sem fyrr segir dæmdi Landsréttur Gunnar Magnússon í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en frá refsingu dregst tveggja vikna gæsluvarðhald sem hann sat í ágúst og september 2021. Þá var hann dæmdur til að greiða piltinum 1,8 milljón í miskabætur auk greiðslu áfrýjunarkostnaðar, málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns piltsins.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira