Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Árni Sæberg skrifar 12. júní 2025 11:38 Una hefur sagt skilið við Bessastaði. Vísir/Sigurjón Una Sighvatsdóttir, sem gegnt hefur stöðu sérfræðings á skrifstofu forseta Íslands undanfarin ár, segir að það hafi verið mikill heiður og ánægja að gegna trúnaðarstörfum fyrir tvo forseta lýðveldisins. Hún hafi ákveðið að róa á ný mið vegna þess að hún hafi ekki fundið sér stað í breytingum sem hafa verið boðaðar á skrifstofunni. Mbl.is greindi frá því í gær að staða Unu hefði verið lögð niður og hún hætt störfum. Una var ráðin sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands árið 2020 eftir að hafa haft betur í baráttu við 187 umsækjendur um starfið. Una starfaði um árabil í blaðamennsku hér á landi. Fyrst hjá Mbl.is og síðar fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Árin áður en hún var ráðin sérfræðingur hafði hún búið erlendis og starfað fyrir Atlantshafsbandalagið, sem upplýsingafulltrúi í Kabúl í Afganistan og svo í utanríkisþjónustu í Tblisi í Georgíu. Ákvað að fylgja nýjum forseta úr vör Í samtali við Vísi segir Una að þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti að hann hygðist ekki bjóða sig fram aftur hafi hún tekið þá ákvörðun að fylgja nýjum forseta úr vör, hver svo sem yrði kjörin, að minnsta kosti fyrsta ár kjörtímabilsins. „Það gerði ég ekki síst af hollustu við embættið, til að stuðla að farsælum umskiptum, miðla minni reynslu áfram og styðja nýjan forseta við fyrstu skrefin inn í embættið. Nú hef ég staðið við það.“ Hlakkar til næsta kafla, sem hefst eftir gott frí Una segir að breytingar séu fram undan á skrifstofu forseta, eins og fram hefur komið, þegar tveir af fimm starfsmönnum skrifstofunnar láta af störfum vegna aldurs. „Ég fann mér ekki stað í þeim breytingum og tel því tímabært fyrir mig að róa á önnur mið. Eftir fimm ára starf hjá forsetaembættinu hlakka ég nú til að hefja nýjan kafla, með þessa einstöku reynslu í farteskinu.“ Þá segir hún að enn sem komið er sé óráðið hver hin nýju mið verða en það skýrist líklega með haustinu. Í millitíðinni ætli hún að njóta þess að taka gott frí, án þess að hafa tölvuna alltaf innan seilingar. Forseti Íslands Vistaskipti Tímamót Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Mbl.is greindi frá því í gær að staða Unu hefði verið lögð niður og hún hætt störfum. Una var ráðin sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands árið 2020 eftir að hafa haft betur í baráttu við 187 umsækjendur um starfið. Una starfaði um árabil í blaðamennsku hér á landi. Fyrst hjá Mbl.is og síðar fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Árin áður en hún var ráðin sérfræðingur hafði hún búið erlendis og starfað fyrir Atlantshafsbandalagið, sem upplýsingafulltrúi í Kabúl í Afganistan og svo í utanríkisþjónustu í Tblisi í Georgíu. Ákvað að fylgja nýjum forseta úr vör Í samtali við Vísi segir Una að þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti að hann hygðist ekki bjóða sig fram aftur hafi hún tekið þá ákvörðun að fylgja nýjum forseta úr vör, hver svo sem yrði kjörin, að minnsta kosti fyrsta ár kjörtímabilsins. „Það gerði ég ekki síst af hollustu við embættið, til að stuðla að farsælum umskiptum, miðla minni reynslu áfram og styðja nýjan forseta við fyrstu skrefin inn í embættið. Nú hef ég staðið við það.“ Hlakkar til næsta kafla, sem hefst eftir gott frí Una segir að breytingar séu fram undan á skrifstofu forseta, eins og fram hefur komið, þegar tveir af fimm starfsmönnum skrifstofunnar láta af störfum vegna aldurs. „Ég fann mér ekki stað í þeim breytingum og tel því tímabært fyrir mig að róa á önnur mið. Eftir fimm ára starf hjá forsetaembættinu hlakka ég nú til að hefja nýjan kafla, með þessa einstöku reynslu í farteskinu.“ Þá segir hún að enn sem komið er sé óráðið hver hin nýju mið verða en það skýrist líklega með haustinu. Í millitíðinni ætli hún að njóta þess að taka gott frí, án þess að hafa tölvuna alltaf innan seilingar.
Forseti Íslands Vistaskipti Tímamót Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira