Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Árni Sæberg skrifar 12. júní 2025 11:38 Una hefur sagt skilið við Bessastaði. Vísir/Sigurjón Una Sighvatsdóttir, sem gegnt hefur stöðu sérfræðings á skrifstofu forseta Íslands undanfarin ár, segir að það hafi verið mikill heiður og ánægja að gegna trúnaðarstörfum fyrir tvo forseta lýðveldisins. Hún hafi ákveðið að róa á ný mið vegna þess að hún hafi ekki fundið sér stað í breytingum sem hafa verið boðaðar á skrifstofunni. Mbl.is greindi frá því í gær að staða Unu hefði verið lögð niður og hún hætt störfum. Una var ráðin sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands árið 2020 eftir að hafa haft betur í baráttu við 187 umsækjendur um starfið. Una starfaði um árabil í blaðamennsku hér á landi. Fyrst hjá Mbl.is og síðar fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Árin áður en hún var ráðin sérfræðingur hafði hún búið erlendis og starfað fyrir Atlantshafsbandalagið, sem upplýsingafulltrúi í Kabúl í Afganistan og svo í utanríkisþjónustu í Tblisi í Georgíu. Ákvað að fylgja nýjum forseta úr vör Í samtali við Vísi segir Una að þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti að hann hygðist ekki bjóða sig fram aftur hafi hún tekið þá ákvörðun að fylgja nýjum forseta úr vör, hver svo sem yrði kjörin, að minnsta kosti fyrsta ár kjörtímabilsins. „Það gerði ég ekki síst af hollustu við embættið, til að stuðla að farsælum umskiptum, miðla minni reynslu áfram og styðja nýjan forseta við fyrstu skrefin inn í embættið. Nú hef ég staðið við það.“ Hlakkar til næsta kafla, sem hefst eftir gott frí Una segir að breytingar séu fram undan á skrifstofu forseta, eins og fram hefur komið, þegar tveir af fimm starfsmönnum skrifstofunnar láta af störfum vegna aldurs. „Ég fann mér ekki stað í þeim breytingum og tel því tímabært fyrir mig að róa á önnur mið. Eftir fimm ára starf hjá forsetaembættinu hlakka ég nú til að hefja nýjan kafla, með þessa einstöku reynslu í farteskinu.“ Þá segir hún að enn sem komið er sé óráðið hver hin nýju mið verða en það skýrist líklega með haustinu. Í millitíðinni ætli hún að njóta þess að taka gott frí, án þess að hafa tölvuna alltaf innan seilingar. Forseti Íslands Vistaskipti Tímamót Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Mbl.is greindi frá því í gær að staða Unu hefði verið lögð niður og hún hætt störfum. Una var ráðin sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands árið 2020 eftir að hafa haft betur í baráttu við 187 umsækjendur um starfið. Una starfaði um árabil í blaðamennsku hér á landi. Fyrst hjá Mbl.is og síðar fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Árin áður en hún var ráðin sérfræðingur hafði hún búið erlendis og starfað fyrir Atlantshafsbandalagið, sem upplýsingafulltrúi í Kabúl í Afganistan og svo í utanríkisþjónustu í Tblisi í Georgíu. Ákvað að fylgja nýjum forseta úr vör Í samtali við Vísi segir Una að þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti að hann hygðist ekki bjóða sig fram aftur hafi hún tekið þá ákvörðun að fylgja nýjum forseta úr vör, hver svo sem yrði kjörin, að minnsta kosti fyrsta ár kjörtímabilsins. „Það gerði ég ekki síst af hollustu við embættið, til að stuðla að farsælum umskiptum, miðla minni reynslu áfram og styðja nýjan forseta við fyrstu skrefin inn í embættið. Nú hef ég staðið við það.“ Hlakkar til næsta kafla, sem hefst eftir gott frí Una segir að breytingar séu fram undan á skrifstofu forseta, eins og fram hefur komið, þegar tveir af fimm starfsmönnum skrifstofunnar láta af störfum vegna aldurs. „Ég fann mér ekki stað í þeim breytingum og tel því tímabært fyrir mig að róa á önnur mið. Eftir fimm ára starf hjá forsetaembættinu hlakka ég nú til að hefja nýjan kafla, með þessa einstöku reynslu í farteskinu.“ Þá segir hún að enn sem komið er sé óráðið hver hin nýju mið verða en það skýrist líklega með haustinu. Í millitíðinni ætli hún að njóta þess að taka gott frí, án þess að hafa tölvuna alltaf innan seilingar.
Forseti Íslands Vistaskipti Tímamót Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent