Musk sér eftir sumum færslunum sem hann birti um Trump Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júní 2025 08:21 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk sérstakan lykil afhentan þegar hann lauk störfum fyrir ríkisstjórn Bandaríkjanna. Vísir/EPA Elon Musk segist nú sjá eftir sumum þeirra færslna sem hann setti á samfélagsmiðil sinn, X, í síðustu viku. Þar fór hann ófögrum orðum yfir nýtt fjárlagafrumvarp Trump. Hann sagði það „viðurstyggilegan hrylling“ og sagði Repúblikana, flokksmenn Trump, eiga að skammast sín. Deilan leysti upp úr samstarfi þeirra félaga en þegar Trump tók við völdum í janúar fékk hann Musk til að stýra nefnd sem fór fyrir niðurskurði í opinbera kerfinu. Hann lét af störfum í síðustu viku. Færsla Elon Musk á X í morgun. X Fjallað er um málið á erlendum miðlum. Í frétt CNBC segir að Musk hafi á laugardag verið búinn að eyða einhverjum færslnanna sem hann setti inn fyrir um viku síðan, þar á meðal færslu þar sem hann sakaði Trump um að vera í skrám kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein um fólk sem átti í viðskiptum við hann. Hvíta húsið hefur þvertekið fyrir þessar ásakanir. Deila þeirra Musk og Trump fór fram samtímis á tveimur samfélagsmiðlum í þeirra eigu, X og Truth Social. Þar lagði Trump til að samningar og styrkir til fyrirtækja Musk yrðu aflagðir. Donald Trump Elon Musk Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tesla Mál Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Hótar Musk alvarlegum afleiðingum styðji hann Demókrata Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni. 8. júní 2025 10:38 Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“ Elon Musk, auðugasti maður heims, og fyrrverandi samstarfsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið til kynna að hann langi að stofna nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum. Það er í kjölfar mjög svo opinberra deila hans og Trumps síðustu daga, og segist Musk vilja kalla flokk þennan „Ameríkuflokkinn“. 7. júní 2025 09:32 Engin sátt í sjónmáli: Trump vill selja Tesluna Sátt virðist ekki vera innan seilingar milli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og auðkýfingsins Elons Musks. Trump er sagður ætla að selja nýja Tesla-bílinn sinn sem hann keypti einmitt til stuðnings Musk. 6. júní 2025 16:10 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Deilan leysti upp úr samstarfi þeirra félaga en þegar Trump tók við völdum í janúar fékk hann Musk til að stýra nefnd sem fór fyrir niðurskurði í opinbera kerfinu. Hann lét af störfum í síðustu viku. Færsla Elon Musk á X í morgun. X Fjallað er um málið á erlendum miðlum. Í frétt CNBC segir að Musk hafi á laugardag verið búinn að eyða einhverjum færslnanna sem hann setti inn fyrir um viku síðan, þar á meðal færslu þar sem hann sakaði Trump um að vera í skrám kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein um fólk sem átti í viðskiptum við hann. Hvíta húsið hefur þvertekið fyrir þessar ásakanir. Deila þeirra Musk og Trump fór fram samtímis á tveimur samfélagsmiðlum í þeirra eigu, X og Truth Social. Þar lagði Trump til að samningar og styrkir til fyrirtækja Musk yrðu aflagðir.
Donald Trump Elon Musk Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tesla Mál Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Hótar Musk alvarlegum afleiðingum styðji hann Demókrata Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni. 8. júní 2025 10:38 Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“ Elon Musk, auðugasti maður heims, og fyrrverandi samstarfsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið til kynna að hann langi að stofna nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum. Það er í kjölfar mjög svo opinberra deila hans og Trumps síðustu daga, og segist Musk vilja kalla flokk þennan „Ameríkuflokkinn“. 7. júní 2025 09:32 Engin sátt í sjónmáli: Trump vill selja Tesluna Sátt virðist ekki vera innan seilingar milli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og auðkýfingsins Elons Musks. Trump er sagður ætla að selja nýja Tesla-bílinn sinn sem hann keypti einmitt til stuðnings Musk. 6. júní 2025 16:10 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Hótar Musk alvarlegum afleiðingum styðji hann Demókrata Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni. 8. júní 2025 10:38
Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“ Elon Musk, auðugasti maður heims, og fyrrverandi samstarfsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið til kynna að hann langi að stofna nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum. Það er í kjölfar mjög svo opinberra deila hans og Trumps síðustu daga, og segist Musk vilja kalla flokk þennan „Ameríkuflokkinn“. 7. júní 2025 09:32
Engin sátt í sjónmáli: Trump vill selja Tesluna Sátt virðist ekki vera innan seilingar milli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og auðkýfingsins Elons Musks. Trump er sagður ætla að selja nýja Tesla-bílinn sinn sem hann keypti einmitt til stuðnings Musk. 6. júní 2025 16:10