Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2025 07:00 „Þegar óréttlæti verður að lögum verður andspyrna að skyldu.“ Getty Images/Vísir Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. Forsetinn sendi þjóðvarðaliða til borgarinnar án þess að ráðfæra sig við Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Mótmæli hafa staðið yfir í borginni frá því á föstudag vegna framgöngu Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Ebobisse er 28 ára gamall Bandaríkjamaður og segir að staða mála í borginni sé langt því frá eðlileg. Ítrekar hann að fólk geti ekki reynt að horfa á þetta sem eðlilegan hlut. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að yfir 100 innflytjendur hafi verið handteknir í borginni í liðinni viku. Í viðtali eftir 3-1 sigur á Sporting Kansas City sagði Ebobisse: „Þetta hefur verið erfið vika fyrir borgina. Ég bý miðsvæðis, hef séð og heyrt allt sem hefur gengið á. Það brýtur í mér í hjartað að sjá þá tilfinninglausu hegðun sem við höfum orðið vitni að.“ „Við erum samfélag og stöndum saman. Það er mikilvægt á augnablikum sem þessum. Við felum okkur ekki út í horni þar sem samstaða er það eina sem getur komið okkur í gegnum þetta.“ „Þetta er ekki eðlilegt og við getum ekki horft á þetta sem eðlilegan hlut. Mínar helstu áhyggjur eru að þetta muni aðeins versna. Ég stend með öllum þeim sem þetta hefur áhrif á.“ Varnarmaðurinn Eddie Segura, samherji Ebobisse hjá LAFC, tók í sama streng: „Við stöndum saman og sigurinn er tileinkaður þeim sem eiga um sárt að binda vegna ástandsins.“ Félagið sjálft gerði slíkt hið sama í yfirlýsingu sem birt var fyrir leik á bæði ensku og spænsku: „Í dag, vegna þess hve mörg okkar finna fyrir ótta og óöryggi, stendur LAFC saman öxl við öxl með öllum þeim sem búa í samfélaginu okkar. Við stöndum með Los Angeles.“ Fjöldi áhorfenda mætti með skilti á leik helgarinnar og mótmælti aðgerðum forsetans og ICE.Getty Images/Vísir Nokkrir leikir á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní fara fram í Pasadena, borg ekki langt frá miðborg Los Angeles. Þá munu leikir á HM 2026 fara fram í Los Angeles. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira
Forsetinn sendi þjóðvarðaliða til borgarinnar án þess að ráðfæra sig við Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Mótmæli hafa staðið yfir í borginni frá því á föstudag vegna framgöngu Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Ebobisse er 28 ára gamall Bandaríkjamaður og segir að staða mála í borginni sé langt því frá eðlileg. Ítrekar hann að fólk geti ekki reynt að horfa á þetta sem eðlilegan hlut. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að yfir 100 innflytjendur hafi verið handteknir í borginni í liðinni viku. Í viðtali eftir 3-1 sigur á Sporting Kansas City sagði Ebobisse: „Þetta hefur verið erfið vika fyrir borgina. Ég bý miðsvæðis, hef séð og heyrt allt sem hefur gengið á. Það brýtur í mér í hjartað að sjá þá tilfinninglausu hegðun sem við höfum orðið vitni að.“ „Við erum samfélag og stöndum saman. Það er mikilvægt á augnablikum sem þessum. Við felum okkur ekki út í horni þar sem samstaða er það eina sem getur komið okkur í gegnum þetta.“ „Þetta er ekki eðlilegt og við getum ekki horft á þetta sem eðlilegan hlut. Mínar helstu áhyggjur eru að þetta muni aðeins versna. Ég stend með öllum þeim sem þetta hefur áhrif á.“ Varnarmaðurinn Eddie Segura, samherji Ebobisse hjá LAFC, tók í sama streng: „Við stöndum saman og sigurinn er tileinkaður þeim sem eiga um sárt að binda vegna ástandsins.“ Félagið sjálft gerði slíkt hið sama í yfirlýsingu sem birt var fyrir leik á bæði ensku og spænsku: „Í dag, vegna þess hve mörg okkar finna fyrir ótta og óöryggi, stendur LAFC saman öxl við öxl með öllum þeim sem búa í samfélaginu okkar. Við stöndum með Los Angeles.“ Fjöldi áhorfenda mætti með skilti á leik helgarinnar og mótmælti aðgerðum forsetans og ICE.Getty Images/Vísir Nokkrir leikir á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní fara fram í Pasadena, borg ekki langt frá miðborg Los Angeles. Þá munu leikir á HM 2026 fara fram í Los Angeles.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira